Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Björk Eggertsdóttir – 18. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Björk Eggertsdóttir. Steinunn er fædd 18. september 1960. Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar og hefir m.a. átt sæti í sveit GKG í sveitakeppni GSÍ. Eins hefir Steinunn verið liðsstjóri í mörgum ferðum íslenska kvennalandsliða erlendis. Steinunn er skemmtileg og góður félagi eins og flestir geta borið vott um sem kynnst hafa Steinunni í fjölmörgum golfferðum erlendis sem hún hefir tekið þátt í, t.a.m. á Costa Ballena og Novo St. Petri. Steinunn á 3 dætur: Gunnhildi, Kolbrúnu Eddu og Elísabetu. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Steinunn Björk Eggertsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!!!) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 11:30
GR: Úrslit úr uppskeruhátíð GR-kvenna – Myndir

Frábært veður, góður félagsskapur og skemmtilegt kvöld setti svip sinn á síðasta mót og uppskeruhátíð GR kvenna sem haldið var á Korpunni á dögunum. Spilað var Landið/Áin og það spillti ekki fyrir að skorið var með mestu ágætum hjá okkar konum. Það var snyrtivörufyrirtækið Dermatude og Nouvelle countour á Íslandi sem styrkti mótið sérstaklega með veglegum vinningum. Úrslit urðu sem hér segir: Besta skor Guðný María Guðmundsdóttir 91 högg Punktakeppni 1. sæti Svanhildur Gestsdóttir 39 p 2. sæti Rut Aðalsteinsdóttir 37 p (betra skor á seinni 9) 3. sæti Guðbjörg Erla Andrésdóttir 37 p 4. sæti Anna Laxdal Agnarsdóttir 36 p (betra skor á seinni 9) 5. sæti Sigrún Guðmundsdóttir 36 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 11:00
Watson sáttur við að hafa ekki valið Horschel í Ryder bikars lið sitt

Tom Watosn fyrirliði Ryder bikars liðs Evrópu segist sáttur við ákvörðun sína að hafa ekki valið Billy Horschel í Ryder bikars lið sitt. Horschel hefir verið að spila ótrúlega vel undanfarnar 3 vikur og um síðustu helgi vann hann sér m.a. inn 1,6 milljarða verðlaunafé á Tour Championship. Rory McIlory hefir m.a. sagt að hann sé glaður að Horschel sé ekki í Ryder bikars liði Bandaríkjanna … og nokkuð ljóst að Bandaríkjamenn tefla ekki fram sterkasta liði sínu í ár, þegar menn á borð við Horschel, Chris Kirk og Tiger Woods eru ekki með. „Hann (Horschel) var á radarnum hjá mér fyrr á árinu,“ sagði Watson, sem í stað Horschel Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 10:00
Paul Lawrie sár yfir að vera ekki með í Rydernum

Það er ein hetjan úr kraftaverkaliðinu í Medinah í Illinois í Bandaríkjunum 2012, sem ekki fær að vera með í liðinu í ár, en það er Paul Lawrie. Og hann segist vera sár yfir því – hann fékk hvorki sæti í liðinu sjálfkrafa, né var valinn af nafna sínum McGinley – hvorki í liðið né sem einn af 5 aðstoðarfyrirliðum sem McGinley valdi. En Lawrie reynir að halda sér í Rydernum: „Ég ætla að gefa Rydernum allt sem ég get! Ég verð á hliðarlínunni að syngja Ole, Ole. Allt það.“ Lawrie, konan hans Marian og hópur vina og félaga ætla að skemmta sér saman á þessari einni vinsælustu liðakeppni golfsins. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 09:00
Evróputúrinn: ISPS Handa Wales Open er mót vikunnar

Í dag hófst á Celtic Manor ISPS Handa Wales Open í the City of Newport, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Hægt er að fylgjast með gangi mála á ISPS Handa Wales Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 08:30
Samstarfi Scott og Williams lokið

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum Adam Scott hefir sent frá sér fréttatilkynningu þar sem hann tilkynnir að samstafi hans og kylfusveins hans Steve Williams sé lokið. Scott og Williams hófu samstarf sumarið 2011 og náðu fljótt vel saman t.a.m. þegar Scott sigraði á Bridgestone Invitational heimsmótinu í ágúst það ár. Með Williams á pokanum hefir Soctt unnið 4 sinnum á PGA Tour – þ.á.m. fyrsta risamótstitil sinn árið 2013 þegar hann sigraði á Masters – en það ár (2013) var hann einnig nr. 1 á heimslistanum í fyrsta sinn á ferli sínum. Auk þess sigraði hinn 34 ára Scott bæði Australian Masters & PGA heima fyrir í Ástralíu og komst nálægt því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Theodór hefur leik í dag í Mississippi

Theodór Emil Karlsson, GKJ og golflið University of Arkansas at Monticello hefja í dag leik á Derral Foreman Classic mótinu, í Cleveland, Mississippi. Gestgjafi er Delta State Athletic háskólinn í Mississippi. Golf 1 verður með úrslit í mótinu um leið og þau liggja fyrir.
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 00:45
Af málaferlum Rory við Horizon umboðsskrifstofuna

Rory McIlroy og Horizon umboðsskrifstofan eru í miðjum málaferlum, sem snerta m.a. $100 milljóna samning Rory við Nike. Horizon heldur því m.a. fram að sér beri hluti af þessum samningi, en Rory fer fram á að umboðssamningur sinn við Horizon verði dæmdur ógildur, vegna þess að Horizon hafi ekki gegnt skyldum sínum gagnvart honum. Lögmenn Rory hafa m.a. farið fram á heimild til þess að fá í hendur gögn um samskipti og samning Graeme McDowell við Horizon og var beiðni um það sent réttinum s.l. þriðjudag. Horizon heldur því fram að þeir séu enn lögmætir umboðsmenn Rory, sbr. umboðssamning, sem hann undirritaði við skrifstofuna í desember 2011 og telja sig auk þess Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 20:15
Afmæliskylfingur dagsins: Kristófer Karl Karlsson – 17. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Kristófer Karl Karlsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum Kili í Mosfellsbæ. Kristófer Karl er fæddur 17. september 2001 og er því 13 ára í dag. Kristófer Karl var valinn efnilegastur GKJ-ingurinn um þetta leyti fyrir 2 árum, 2012 (þá 11 ára) og hann hefir svo sannarlega staðið undir því. Það ár (2012) spilaði Kristófer Karl á Áskorendamótaröði Arion banka og þar sigraði hann í 1. og 4. mótinu í strákaflokki. Nú nýlega var Kristófer Karl í fréttum þegar hann sigraði eftirminnilega á 6. móti Íslandsbankamótaraðarinnar 2014, sem fram fór á Korpunni. Hann átti m.a. stórglæsilegan hring upp á 4 undir pari, 68 högg!!! Þetta var fyrsti sigur Kristófer Karls Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 17. 2014 | 19:30
Viltu gerast SNAG-leiðbeinandi? SNAG-leiðbeinendanámskeið hefst föstudaginn 19. september n.k.!

Föstudaginn 19. september nk. verður haldið SNAG leiðbeinendanámskeið í Hraunkoti í Keili í Hafnarfirði. Námskeiðið gefur alþjóðleg réttindi á fyrsta stigi SNAG golfkennslu. Námskeiðið er opið golfkennurum, íþróttakennurum, þjálfurum og öllu áhugafólki um útbreiðslu golfíþróttarinnar. Einnig eru þeir velkomnir sem vilja nýta námskeiðið til að auka eigin golfþekkingu eða kynnast nýjum skemmtilegum hlutum í golfheiminum. SNAG þýðir Starting New At Golf og berst nú hratt um heiminn. SNAG hefur aukið möguleika á útbreiðslu golfsins til muna því að með SNAG búnaði og kennslufræði er hægt að gera golfnámið og golfkennsluna skemmtilegri og auðveldari. SNAG golf er hægt að stunda bæði úti og inni og henta íþróttasalir og skólalóðir einstaklega vel Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

