Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 15:00

Það munaði aðeins 1 höggi hjá Þórði Rafni

Það munaði aðeins 1 höggi að Þórður Rafn Gissurarson, GR,  kæmist áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Hann lék samtals á 6 undir pari, 282 höggum (72 72 67 71) en það þurfti að vera á 7 undir pari til að vera í hópi 21 efstu sem komast á 2. stigið. Þetta verða að teljast veruleg vonbrigði!!! Tveir urðu efstir og jafnir á Frilford Heath,  „heimamennirnir“ Daniel Gavins og Greg Payne, sem báðir léku á samtals 18 undir pari, 270 höggum, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á úrtökumótinu í Frilford Heath SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 13:00

Viðbrögð við að Royal&Ancient leyfi konum að gerast félagar

Í gær var stór sögulegur dagur í golfinu en þá fengu konur í fyrsta skipti í 260 ára sögu Royal and Ancient Golf Club of St. Andrews að gerast félagar í klúbbnum…. þótt sumir karlrembumiðlar hafi kosið að greina ekki frá þessari frétt! Allir félagsmenn (allt karlar) þ.á.m. allþjóðlegir félagar alls 82% af 3/4 hluta allra félagsmanna R&A guldu jáyrði sitt við því að konum yrði heimiluð félagsaðild að golfklúbbnum, sem hingað til hefir verið lokaður karlaklúbbur. Fannst mörgum sem tími væri kominn á að heimila konum að gerast félagar einkum í ljósi þess að St. Andrews er nú einu sinni „vagga golfsins“ og ekki bara hvaða golfklúbbur sem er. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 08:00

Rory á Thames á

Maður skyldi ætla að Rory væri nú við æfingar eða að hvíla sig fyrir Ryder bikars slaginn við lið Bandaríkjanna í næstu viku…. en ekkert er fjær því. Í gær var Rory á miðri Thames-á í London, en einn styrktaraðila hans Santander stóð fyrir skemmtilegum leik. Búið var að koma upp skotskífu í miðri Thames á og þeir sem áttu skot í miðju skífunnar, merkt Rory, hlutu 5000 punda (1/2 milljón króna) golfferð með Santander. Rory var síðan á pallinum þegar fólk reyndi að hitta í miðju skífunnar og afhenti verðlaun. Einn þeirra sem reyndi að næla sér í golfferð var borgarstjóri London, Boris Johnson.  


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 07:30

Evróputúrinn: Colsaerts setti nýtt met um lengsta drævið á túrnum á Wales Open – Luiten leiðir – Hápunktar 1. dags

Nicolas Colsaerts frá Belgíu er enn einn kylfingurinn sem var í kraftaverkaliði Olazabál í Medinah, sem ekki verður með í Ryder bikarnum í Gleneagles í næstu viku. Colsaerts er ein mesta sleggja golfsins beggja vegna Atlantsála og setti nýtt met hvað högglengd varðar í gær á 18. holu (9. hola hans á hringnum) Twenty ten vallarins á Celtic Manor, þar sem Wales Open fer fram. Átjánda holan er par-5 575 yarda (525,78 metra).  Teighögg Colsaerts á 18. holu var 447 yarda (408,74 metra) og bætti hann eldra lengdarmet á Evrópumótaröðinni um 5 yarda (u.þ.b. 4,5 metra), en fyrra metið átti Indverjinn Shiv Kapur og setti hann það á Madeira Islands Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 22:00

Hetjurnar okkar – Gísli og Ragnhildur!!!

Það besta í íslensku golfi í dag var sigur Gísla Sveinbergssonar, GK. á Duke of York mótinu! Hann varð efstur af 54 sterkustu unglingum, í evrópsku golfi! Stórglæsilegt hjá Gísla og það sem vitað var að þar færi flottur kylfingur, sem sífellt er að ná lengra og lengra!!! Ragnhildur Kristinsdóttir GR, lauk leik í 35. sæti, bætti sig um heil 6 högg seinni daginn þ.e. lék á samtals 156 höggum (81 75). Þetta er glæsilegur árangur íslenskra unglinga á erlendri grund og eru þau svo sannarlega hetjur íslensks golfs í dag!!! Sjá má lokastöðuna á Duke of York mótinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 21:45

GB: Opna Gevalía fer fram n.k. laugardag!!! Glæsilegir vinningar!!!

Opna Gevalía fer fram á Hamarsvelli í Borgarnesi, laugardaginn 20.september n.k. Keppnisfyrirkomulag er punktakeppni með FULLRI FORGJÖF!! Hér er tengill inn á golf.is til þess að skrá sig í mótið SMELLIÐ HÉR:  Glæsileg verðlaun í boði!!! 1.sæti: 45.000kr gjafabréf í Örninn golf 2.sæti: 30.000kr gjafabréf í örninn-golf 3.sæti: 20.000kr gjafabréf í Örninn-golf 4.sæti:  15.000kr gjafabréf í Örninn-golf 5.sæti:  10.000kr gjafabréf í Örninn-golf Besta skor: 35.000kr gjafabréf í Örninn-golf Nándarverðlaun á öllum par 3 holum Mótanefnd Golfklúbbs Borgarness


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 21:30

Slæmur skrambi á 18. eyðilagði annars góðan hring Axels á 3. hring í Fleesensee

Það var slæmur skrambi, 7 högg á par-4 18. holu Fleesensee golfvallarins (9. holu Axels á hringnum en hann hóf hringinn á 10. teig í morgun), sem eyðilagði annars flottan 3. hring Axels Bóassonar, GK, sem tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í Fleesensee í Þýskalandi. Axel lék á 1 yfir pari,  73 höggum í dag; fékk m.a. 5 fugla!!! í mikilli baráttu að vinna upp skrambann. Axel er búinn að leika á samtals 2 yfir pari, 218 höggum (75 70 73) og er í 37.-43. sæti eftir 3. mótsdag. Vonandi gengur Axel sem best á morgun!!! Til þess að sjá stöðuna á Fleesensee úrtökumótinu eftir 3. mótsdag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 21:00

Þórður Rafn á 5 undir pari á 3. degi úrtökumótsins í Frilford Heath!!!

Þórður Rafn Gissurarson, GR átti hreint frábæran hring á 3. degi 1. stigs úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer á Frilford Heath Blue vellinum í Englandi. Þórður Rafn lék á 5 undir pari, 67 höggum fékk m.a. 2 erni og 3 fugla á hringnum, en því miður einnig 2 skolla. Engu að síður stórglæsilegt hjá Þórði Rafni! Samtals er Þórður Rafn búinn að spila á 211 höggum (72 72 67) og er aðeins 1 höggi frá hópi 16 efstu. þ.e. þeirra sem eru í 16.-23. sæti.  Þórður Rafn er sem stendur í 24.-31. sæti með 7 öðrum og þessi árangur nægir ekki og verður Þórður Rafn því að halda uppteknum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 18:45

Sögulegt: Konur fá að gerast félagar í Royal&Ancient!!!

Félagar í The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews kusu um það hvort veita ætti kvenfólki inngöngu í klúbbinn ….. og með miklum meirihluta og í fyrsta sinn í 260 ára sögu þessa eins íhaldsamasta golfklúbbs heims fá konur nú að gerast félagar. Peter Dawson ritari klúbbsins sagði m.a. af því tilefni: „Ég er mjög ánægður að kynna að félagar The Royal and Ancient Golf Club of St Andrews hafa kosið í miklum meirihluta að velkoma eiga konur sem félaga í klúbbinn.“ „Meira en 3/4 alþjóðlegs hluta félaga sem þátt tóku í kosningunni og 85% þeirra guldu jáyrði sitt við því að konum yrði leyft að gerast félagar í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 18. 2014 | 18:00

Gísli sigurvegari Duke of York mótsins 2014!!!

Gísli Sveinbergsson, GK, sigraði á Duke of York mótinu, sem fram fór á Royal Aberdeen golfvellinum í Aberdeen, Skotlandi. Gísli lék á samtals á glæsilegum 137 höggum (69 68) og átti hann heil 4 högg á næsta keppanda Japanann Ren Okazaki. Aðeins voru leiknir 2 hringir í mótinu og sá þriðji felldur niður vegna þykkrar þoku. Svo virðist sem Íslendingar sigri í DOY annað hvert ár, en Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR sigraði árið 2010 og Ragnar Már Garðarsson, GKG, árið 2012.!!! En mikið ofboðslega var þetta flott hjá Gísla – innilega til hamingju með þennan stórkostlega árangur!!! Sjá má lokastöðuna á Duke of York mótinu með því að SMELLA HÉR: