Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 18:00

GB: Bjarki og Svandís sigruðu á Opna Gevalía/JGR

Í dag fór fram glæsilega Opna Gevalía/JGR mótið á Hamarsvelli í Borgarnesi. Þátttakendur voru 63 og luku 59 keppni þar af 9 kvenkylfingar. Keppnisform var höggleikur án forgjafar og punktakeppni með forgjöf. Á besta skorinu varð Bjarki Pétursson, GB, en hann lék Hamarsvöll á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum!!!  Hann hlaut í verðlaun 35.000kr gjafabréf í Örninn-golf. Helstu úrslit í punktakeppni: 1. sæti Svandís Rögnvaldsdóttir, GL, 39 punktar. Hún hlaut  45.000kr gjafabréf í Örninn golf. 2. sæti Gísli Sigurgeirsson, GO, 37 punktar (22 pkt. á seinni 9). Hann hlaut 30.000kr gjafabréf í Örninn-golf. 3. sæti Sigurður Ólafsson, GB, 37 punktar (20 pkt. á seinni 9). Hann hlaut  20.000kr gjafabréf í Örninn-golf. 4. sæti Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Adam Örn Jóhannsson – 20. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Adam Örn Jóhannsson. Adam Örn er fæddur 20. september 1980 og er því 34 ára í dag. Adam Örn er í Golfklúbbi Vatnsleysustrandar (GVS).  Hann hefir sigrað í ýmsum opnum mótum m.a. haustmótaröð GVS 2011 og Opna Carlsberg mótinu hjá Golfklúbbi Hveragerðis 2012. Adam Örn Jóhannsson · 34 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Marty Schiene, 20. september 1958  (56 ára); Becky Larson, 20. september 1961 (53 ára);  Jenny Murdock, 20. september 1971 (43 ára); Chad Collins, 20. september 1978 (36 ára – spilar á PGA Tour) . Golf 1 óskar öllum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 13:30

LEIÐRÉTT FRÉTT: Þórður Rafn komst áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina!!!

Hér með leiðréttist röng frétt Golf 1 „Það munaði aðeins 1 höggi hjá Þórði Rafni“ um að Þórður Rafn Gissurarson, GR, hafi ekki komist áfram á 2. stig úrtökumóts fyrir Evrópu. Hið rétta er að Þórður Rafn komst áfram á 2. stig úrtökumótsins Sjá með því að skoða niðurstöðuna í Frilford Heath úrtökumótinu en þar er merkt Q (Qualified) við alla þá sem komust áfram á 2. stig úrtökumótsins og þeirra á meðal er Þórður Rafn – Sjá með því að SMELLA HÉR:  Ranglega er sagt í fréttinni að munað hafi 1 höggi að Þórður kæmist á 2. stig úrtökumótsins og að aðeins 21 efstu í mótinu hafi tryggt sér Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 13:00

Ryder Cup 2014: Fyndnustu svör leikmanna – Myndskeið

Sky Sports hefir tekið saman myndskeið þar sem Ryder Cup leikmenn eru spurðir ýmissa spurninga, sem skipta akkúrat engu máli þegar kemur að golfleik. Meira svona til gamans gert. Þetta er spurningar á borð við í hvernig náttfötum þeir eru (ef einhverjum), hverjum þeir myndu vilja vera kaddýar hjá ef hlutverkin væru snúin við eða frá hverjum liðsmanna sinna þeir myndu síst vilja fá klippingu 🙂 Svörin eru að sama skapa fyndin á stundum. Hér má sjá þetta myndskeið Sky Sports með fyndnum tilsvörum Ryder Cup leikmanna – til þess að sjá það SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 12:15

LPGA: Nýliðinn Paula Reto leiðir þegar Yokohama Tire LPGA Classic er hálfnað

Það er nýliðinn á LPGA Paula Reto, frá Suður-Afríku, sem leiðir þegar Yokohama Tire LPGA Classic er hálfnað. Mótið fer fram á hinum fræga RTJ Trail í Prattville, Alabama, nánar tiltekið Senator golfvellinum á Senator Hill. Reto hefir átt tvo frábæra hringi, hefir spilað á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66). Í 2. sæti MJ Hur frá Suður-Kóreu, sem vakið hefir athygli fyrir frábært spil að undanförnu, en hún varð m.a. T-3 í Evian Masters risamótinu. Hur er 3 höggum á eftir Reto. Í 3. sæti er síðan sú sem á titil að verja en það er Stacy Lewis, frá Bandaríkjunum, sem samtals er búin að spila á 9 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 12:00

PGA: 5 kylfingar tilnefndir til titilsins kylfingur ársins

PGA mótaröðin hefir tilnefnt 5 kylfinga sem koma til greina til að hljóta heiðurstitilinn „kylfingur ársins.“ Tilnefningu hlutu: Rory McIlroy, frá Norður-Írlandi, sem sigrað hefir á tveimur risamótum á árinu þ.e. Opna breska og PGA Championship, Bandaríkjamaðurinn Billy Horschel, sem sigraði í 2 mótum FedExCup umspilsins BMW Championship og Tour Championship,  Martin Kaymer sem sigraði í The Players (sem oft er nefnt 5. risamótið í karlagolfinu) og Opna bandaríska risamótinu, Bubba Watson sem sigraði á The Masters risamótinu í 2. skipti á 2 árum og Jimmy Walker, sem átt hefir frábært tímabil á PGA Tour og sigrað í 3 PGA mótum á tímabilinu. Jafnframt hefir PGA mótaröðin upplýst hverjir tilnefndir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Lowry leiðir – Hápunktar 2. dags Wales Open

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Celtic Manor ISPS Handa Wales Open sem fram fer í the City of Newport, Wales. Nú þegar mótið er hálfnað er það Shane Lowry, sem er í forystu en hann er búinn að spila á 9 undir pari, 133 höggum (68 65). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lowry eru Hollendingurinn Joost Luiten og Nicholas Colsaerts frá Belgíu á 8 undir pari, 134 höggum, hvor. Hægt er að fylgjast með gangi mála á ISPS Handa Wales Open, en 3. hringurinn er þegar hafinn, með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wales Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 09:00

PGA: Lokamótið í Web.com Tour Finals hálfnað – Upprifjun á Web.com Tour Finals

Síðasta mótið af 4 í Web.com Tour Finals er nú hálfnað en það er Web.com Tour Championship, sem fram fer á TPC Sawgrass á Ponte Vedra Beach í Flórída. Zac Blair er efstur á 12 undir pari, eftir 2 hringi en á þó eftir að klára hringinn (3 holur), þar sem keppni frestaðist í gær. Sjá má stöðuna eftir 2. dag Web.com Tour Championship í því með því að SMELLA HÉR:  Til þess að rifja upp hvað Web.com Tour Finals eru þá er það þannig að í ársbyrjun 2013 breyttust reglurnar um hverjir kæmust inn á og hlytu keppnisrétt á sterkustu mótaröð heims: PGA mótaröðina.  Nú er orðið mun erfiðara Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 17:55

Gísli í blómahafi við komuna í GK

Í tilefni af sigri Gísla Sveinbergssonar, GK, á Duke of York mótinu í Aberdeen í Skotlandi efndi Golfsamband Íslands til blaðamannafundar í golfskála Keilis, nú rétt í þessu. Formenn Golfklúbbsins Keilis og bæjarstjórnar Hafnarfjarðar héldu ræður Gísla til heiðurs sem og forseti GSÍ, Haukur Örn Birgisson, sem sagði m.a. að Gísli væri ekki aðeins frábær kylfingur heldur einnig „drengur góður.“ Voru Gísla sem og Ragnhildi Kristinsdóttur, GR, afhentir blómvendir í viðurkenningarskyni fyrir frábæran árangur. Sjá má nokkrar myndir frá fundinum hér að neðan:    


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 19. 2014 | 16:15

Afmæliskylfingur dagsins: Brittany Lincicome – 19. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er bandaríski kylfingurinn Brittany Grace Lincicome. Hún er fædd 19. september 1985 í St. Petersburg, Flórída og því 29 ára í dag. Brittany býr í bænum Seminole í Flórída, en bæjarheitið er hið sama og nafnið á eina indíánaættflokk, sem býr í Flórída, en þeir búa á Seminole-verndarsvæðinu og reka þar m.a. spilavíti. Lincicome er meðal högglengstu kylfingur LPGA, slær um 278,6 yarda (255 metra). Hún varð atvinnumaður 2004 eftir að hafa “útskrifast” í 20. sæti úr Q-school LPGA. Fyrsti sigur hennar var á HSBC-heimsmeistaramóti kvenna, þar sem hún sigraði Michelle Wie í fjórðungsúrslitum, Lorenu Ochoa í undanúrslitum og Julie Inkster í lokaeinvíginu um meistaratitilinn. Næst sigraði hún í Ginn Open í apríl 2007, þar Lesa meira