Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 16:15

Evróputúrinn: Luiten sigraði í Wales

Það var Hollendingurinn Joost Luiten, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Wales Open, en mótið fór fram á Celtic Manor Resort, í Wales. Luiten lék á samtals 14 undir pari, 270 höggum (65 69 65 71). Í 2. sæti urðu Englendingurinn Tommy Fleetwood og Írinn Shane Lowry einu höggi á eftir á samtals 13 undir pari, 271 höggi, hvor. Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Wales Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. og lokadagsins á ISPS Handa Wales Open SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Sólveig Leifsdóttir – 21. september 2014

Það er Sólveig Leifsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Sólveig er fædd 21. september 1951. Hún er í Golfklúbbi Ísafjarðar. Sólveig er góður kylfingur og það er sannkölluð ánægja og heiður að spila golf með henni; hún er góður félagi utan vallar sem innan. Komast má á Facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sólveig Leifsdóttir  (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Hannes Jóhannsson, GSG, 21. september 1979 (35 ára);   Lia Biehl, (spilaði á LPGA) 21. september 1969 (45 ára) ….. og ….. Svana Jónsdóttir (38 ára) Hulda Björg Birgisdóttir (54 ára) Albína Unndórsdóttir (67 ára) Siglfirðingur Siglufirði (56 ára) Erna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 12:00

Horovitz náði golfbolta kapteinsins!

Íslandsvinurinn Oliver Horovitz, sem m.a. skrifaði golfbókina vinsælu „An American Caddie in St. Andrews“ sem hann áritaði m.a. hér á landi í lok nóvember s.l. átti eftirminnilega stund á St. Andrews fyrir 3 dögum þegar nýr „kapteinn“, George MacGregor, OBE,  tók við í St. Andrews. Þannig er að þegar nýr kapteinn tekur við stöðu sinni þá „drævar“ hann sjálfan sig inn í embættið, svo að segja, þ.e. hann slær teighögg (drævar) af 1. teig Old Course eftir að skotið er úr fallbyssu, allt skv. hefðinni.  Athöfnin nefnist „The Drive In.“ Önnur hefð er sú að kylfusveinar St. Andrews eru fyrir miðju brautarinnar og hlaupa á eftir bolta nýja kapteinsins. Það Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Paul Azinger: „Lykillinn að því að sigra lið Evrópu í Rydernum er að skipta bandaríska liðinu upp í smærri einingar.“

Fyrrverandi fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna Paul Azinger telur að það að búa til lítil gengi innan Ryder bikars sveit Bandaríkjanna geti  hjálpað til við að vinna sigur á liði Evrópu – en hann segist hafa  stolið hugmyndinni frá sjálfu evrópska liðinu. Paul Azinger segir að það að skipta bandaríska Ryder bikars liðinu í klíkur sé lykillinn að því að það verði Bandaríkjamenn sem lyfti Ryder bikarnum í Gleneagles í næstu viku. Í löngu einkaviðtali við Record Sport, uppljóstrar Azinger, fyrrum fyrirliði Ryder bikars liðs Bandaríkjanna leyndarmál sem hann telur að geti komið löndum sínum að gagni við að læsa aftur krumlunum um Ryder bikarinn. Azinger var fyrirliði þegar Bandaríkin Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Rúnari við keppni í Illinois

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota hefja leik í dag á Windon Memorial Classic mótinu í Evanston, Illinois. Þátttakendur eru 81 frá 15 háskólum. Rúnar fer út af 10. teig og á rástíma kl. 8:33 að staðartíma (þ.e. kl. 13:33 að íslenskum tíma) Fylgjast má með gengi Rúnars og Minnesota liðsins með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Fylgist með Berglindi við keppni í S-Karólínu

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG hefja leik í dag á Lady Paladin Invitational mótinu í Greenville, Suður-Karólínú, en gestgjafi er Furman háskóli, fyrrum háskóli Ingunnar Gunnarsdóttur, GKG. Þátttakendur í mótinu eru 96 frá 18 háskólum. Fylgjast má með gengi Berglindar og golfliðs UNCG með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 7. sæti og Theodór Emil í 15. sæti í Mississippi

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ tóku ásamt golfliði University of Arkansas at Monticello þátt í Derrall Forman Classic mótinu, sem fram fór í Cleveland, Mississippi, dagana 18.-20. september og lauk í gær. Þátttakendur voru 40 frá 7 háskólum. Ari lék best allra í liði Monticello varð í 7. sæti í einstaklingskeppninni á samtals 212 höggum (70 68 74). Theodór var á 3. besta skori liðsins var T-15 í einstaklingskeppninni á samtals 215 höggum (74 70 71). Lið Arkansas Monticello varð í 5. sæti í liðakeppninni. Næsta mót þeirra Ara, Theodórs Emils og Monticello liðsins er Union Fall Classic sem fram fer í Tennessee og hefst 26. september Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 03:00

LPGA: Hur og Reto efstar e. 3. dag Yokohama Tire LPGA Classic

Það eru enn suður-afríski nýliðinn Paula Reto og nú einnig MJ Hur frá Suður-Kóreu, sem leiða fyrir lokahring Yokohama Tire LPGA Classic. Báðar eru búnar að spila á samtals 15 undir pari, 201 höggi, hvor; Reto (65 66 70) og Hur (64 70 67). Sú sem á titil að verja Stacy Lewis deilir 3. sætinu með Kris Tamalis, þ.e. báðar búnar að spila á samtals 11 undir pari og því 4 höggum á eftir þeim Hur og Reto, en það stefnir í einvígi þeirra síðarnefndu síðar í dag. Í 5. sæti eru síðan bandaríska stúlkan Alison Walshe og Moriya Jutanugarn frá Thaílandi, báðar á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 02:00

Evróputúrinn: Luiten efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er Hollendingurinn Joost Luiten sem leiðir eftir 3. dag Wales Open. Luiten er búinn að spila á samtals 14 undir pari, 199 höggum (65 69 65) og hefir 2 högga forystu á þann sem næstur kemur Shane Lawry, sem búinn er að spila á samtals 12 undir pari, 201 höggi (68 65 68). Um frábæran 3. hring sinn sagði Luiten þegar ljóst var að hann væri efstur fyrir lokahringinn: „Ég er ánægður með gott skor í dag. Ég spilaði sólíd og stöðugt golf, hitti fullt af flötum og setti niður góð pútt til að byrja með. Ég gerði ekki mikið um miðbikið en kom sterkur tilbaka í lokin með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 20:00

Ryder Cup 2014: Lið Evrópu – myndskeið

Nú nýverið birti Sky Sports myndskeið með kynningu um Ryder bikars lið Evrópu. Sjá má þessa kynningu með því að SMELLA HÉR: