Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í 13. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota luku leik í gær á Windon Memorial Classic mótinu í Evanston, Illinois. Mótið var tveggja daga, stóð 21.-22. september og þátttakendur voru 81 frá 15 háskólum. Rúnar lék á 18 yfir pari, 228 höggum (77 76 75) og bætti sig með hverjum hring, en var þó langt frá sínu besta og var á lakasta skori Minnesota liðsins, sem hafnaði í 13. sæti í liðakeppninni. Ýmis háskólamet fuku í þessu móti t.a.m. jafnaði Colton Staggs, sem sigraði í einstaklingskeppninni (á samtals 5 undir pari, 205 höggum), vallarmet Luke Donald í Evanston frá árinu 2007 með glæsilegum lokahring sínum, sem hann spilaði á 7 undir pari, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 22:00

Ryder Cup 2014: Sergio Garcia: Ryderinn verður skrítinn án Luke Donald

Sergio Garcia hefir sagt í fjölmiðlum að sér finnist skrítið að keppa í Ryder bikarnum án Luke Donald. Garcia komst sjálfur ekki í liðið 2010 en er nú á góðum stað í leik sínum og keppnir nú aftur f.h. Evrópu. Síðast þegar Bandaríkin kepptu á heimavelli Evópu í Celtic Manor 2010 þá var Garcia varafyrirliði og hann viðurkennir fúsleg að það hafi verið ein af erfiðustu reynslum sínum á golfvellinum. Aðspurður hvort Ryder Cup keppnin yrði skrítin án Donald sagði Garcia: „Já, hún verður það.“ En svo bætti hann (Garcia) við: „Ég var heldur ekki með 2010 en er aftur hér nú.“ „Það hefði verið frábært ef Luke hefði verið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Eric Axley – (1/50)

Eric Axley varð í 50. og síðasta sæti af þeim sem komust inn á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Eric Allen Axley er fæddur 22. apríl 1974 í Athens, Tennessee og varð því 40 ára á árinu og er meðal þeirra elstu sem hljóta kortið sitt í ár á PGA Tour.  Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 1997 og er því búinn að vera að í 17 ár! (er því líklega kominn á seinni 9 holur sínar á ferlinum eins og Rory myndi orða það).  Hann er einn af fáum örvhentum kylfingum sem sigrað hefir bæði á  Web.com Tour og PGA Tour. Axley var á háskólaárum sínum í East Tennessee State University, sama Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Áslaug Jónsdóttir – 22. september 2014

Það er Áslaug Jónsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Áslaug er fædd 22. september 1992 og á því 22 ára afmæli í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Akureyrar, en var þar áður í Golfklúbbnum Keili. Hún hefir m.a. farið í æfingaferð á Costa Ballena. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Áslaug Þóra Jónsdóttir (22 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   John Bland, frá S-Afríku, 22. september 1945 (69 ára); Jerry Anderson 22. september 1955 (59 ára);  Philip Arnold Blackmar, 22. september 1957 (57 ára); Greg Bruckner, 22. september 1959 (55 ára);  Michele Berteotti, 22. september 1963 (51 árs);  Mikaela Parmlid (W-7 módel), Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 13:30

Ryder Cup 2014: Rickie Fowler með töff klippingu

Rickie Fowler setti skilaboð á Instagram þar sem hann þakkaði hárskerunum í youarenextbarbershop fyrir að gera sig kláran fyrir Ryder Cup með flottri klippingu. Sjáið með því að SMELLA HÉR:  Hann er með Bandaríkin eða USA rakað í hárið á sér.  Töff!!! Hinn 25 ára Fowler er einn besti kylfingur Bandaríkjanna, sem spilar á Gleneagles, Skotlandi í þessari viku. Sjá má klippingu Fowler nánar hér að neðan:    


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 11:45

GK: Styrktarmót Axel Bóassonar fer fram á Hvaleyrarvelli n.k. laugardag

Þann 27. september næstkomandi verður haldið styrktarmót á Hvaleyrarvelli hjá Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði fyrir Axel Bóasson, sem er að hefja atvinnumannaferill sinn. Axel mun byrja  á því að fara í úrtökumót fyrir Evrópsku mótaröðina sem fram fer  í Þýskalandi og einnig úrtökumót fyrir Nordic Golf League mótaröðina. Til þess að takast á við þessi verkefni þarf hann á fjárhagslegum stuðningi að halda og vonumst við til að sem flestir sjái sér fært að mæta til að styðja þennan frábæra kylfing. Hægt er að komast inn á golf.is til þess að skrá sig styrktarmót Axels með því að SMELLA HÉR:  Keppnisfyrirkomulag mótsins verður tveggja manna Texas Scramble. Fjöldi veglegra vinninga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 10:30

Ryder Cup 2014: Monty telur að allir í bandaríska Ryder Cup liðinu vilji spila á móti Rory

Colin Montgomerie telur að allir kylfingar í Ryder Cup liði Bandaríkjanna vilji takast á við Rory McIlroy á Ryder Cup í vikunni – og forðast pörupiltinn Ian Poulter. Og fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu árið 2010 segir að hann myndi fara sparlega með að nýta nr. 1 í heiminum til þess að koma í veg fyrir sama sálfræðilega tjón og Bandaríkjamenn urðu fyrir þegar Tiger tapaði leik. „Ég tel að það sé mikill þrýstingur á herðum Rory,“ sagði Monty. „Hann er sá leikmaður sem allir í bandaríska liðinu vilja spila við, vegna þess að þeir hafa engu að tapa.“ „Það er dálítið eins og hjá okkur gegn Tiger Woods.“ „Þegar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 08:00

LPGA: MJ Hur sigraði á Yokohama LPGA Tire Classic

Mi Jung (oftast stytt í MJ) Hur sigraði á Yokohama LPGA Tire Classic í gær. Hún lék Senator golfvöllinn í Prattville, Alabama á samtals 21 undir pari 267 höggum (64 79 67 66). Í 2. sæti heilum 4 höggum á eftir var sú sem átti titil að verja Stacy Lewis á samtals 17 undir pari og í 3. sæti varð nýliðinn frá Suður-Afríku, Paula Reto, en mótið var einkar glæsilegt hjá henni.  Reto lék á samtals 14 undir pari. Nokkra athygli vakti að Lexi Thompson, sem alltaf hefir kunnað einstaklega vel við sig í Alabama komst ekki einu sinni í gegnum niðurskurð þetta skiptið eftir hring upp á 76 högg 2. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2014 | 07:00

NÝTT!!! Nýju strákarnir á PGA Tour 2015!

Í gær eftir að úrslitin lágu ljós fyrir á Web.com Tour Championship lokamótinu af 4 á Web.com finals mótaröðinni (Sjá grein Golf 1 um Web.com finals með því að SMELLA HÉR: ) (Sjá úrslitin á Web.com Championships með því að SMELLA HÉR:)  réðist hvaða 50 hjóta kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Það eru eftirfarandi 50 kylfingar: Nafn Aldur Bær Háskóli 1 Adam Hadwin* 26 Moose Jaw, Saskatchewan, Canada University of Louisville 1 Derek Fathauer 28 Stuart, Florida University of Louisville 3 Carlos Ortiz* 23 Guadalajara, Mexico University of North Texas 4 Bud Cauley 24 Daytona Beach, Florida University of Alabama 5 Justin Thomas* 21 Louisville, Kentucky University of Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2014 | 16:30

Ólafur Björn tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina í Hardelot Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fer fram á Hardelot golfvellinum í Frakklandi. Ólafur Björn ritaði eftirfarandi á facebook síðuna um úrtökumótið sem framundan er: „Mættur til Frakklands í fyrsta stig úrtökumótsins fyrir evrópsku mótaröðina. Mótið hefst á þriðjudaginn og að loknum 72 holum fara 20-25 efstu kylfingarnir áfram á næsta stig. Ég hef eytt síðustu vikum í Danmörku og Svíþjóð við æfingar og keppni þar sem ég hef prófað mig áfram í mínum leik. Næstu tveir dagar fara svo í að fínpússa og fá góða tilfinningu fyrir vellinum. Völlurinn er skemmtilegur, krefjandi og í góðu standi. Ég hlakka til að takast á við á Lesa meira