Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 07:30

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG höfnuðu í 17. sæti á Lady Paladin mótinu

Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG luku leik í gær á Lady Paladin Invitational mótinu í Greenville, Suður-Karólínu, en gestgjafi er Furman háskóli, fyrrum háskóli Ingunnar Gunnarsdóttur, GKG. Mótið stóð dagana 21.-23. september og lauk því í gær en þátttakendur í mótinu voru 96 frá 18 háskólum. Berglind lék á samtals 27 yfir pari, 243 höggum og varð í 87. sætinu í einstaklingskeppninni. Berglind var á 4. besta skori UNCG og taldi skor hennar í 17. sætis árangri UNCG í liðakeppninni. Næsta mót Berglindar og UNCG er Forest Oaks Fall Classic í Greensboro N-Karólínu  (þ.e. á heimavelli UNCG) og hefst mótið 29. september n.k. Sjá má lokastöðuna í  Lady Paladin Invitational Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 07:00

Góð byrjun hjá Ólafi Birni – lék á 69 1. dag!

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi. Fyrsti hringur var leikinn í gær og lék Ólafur Björn á glæsilegum 2 undir pari, 69 höggum og deilir sem stendur 14. sætinu með 8 öðrum og er í góðum málum að komast áfram á 2. stig úrtökumótsins. Ólafur Björn var með 4 fugla og 2 skolla á þessum flotta hring. Um 1. daginn í Hardelot skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Ég fór vel af stað í úrtökumótinu í Frakklandi í dag, lék á 69 (-2) höggum. Sáttur með spilamennsku dagsins, spilaði stöðugt og flott golf. Boltaslátturinn var betri en í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Carlos Sainz Jr. – (2/50)

Carlos Sainz Jr. er fæddur 7. nóvember 1985 í Chicago og því 28 ára. Carlos var í  Larkin High School í úthverfi Chicago, þ.e. Elgin, Illinois. Hann gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hann útskrifaðist frá University of Mississippi 2010, en hann hafði spilað golf í bandaríska háskólagolfinu 4 ár þar á undan. Besti árangur Carlos Sainz á Web.com Tour er að verða T-2 í Price Cutter Charity Championship presented by Dr Pepper nú á þessu ári, 2014.  Það dugði þó til þess að hann var í 74. sæti þeirra 75 efstu á peningalista Web.com Tour, sem fengu að spila í Web.com Tour Finals mótaröðinni og eftir 4. og lokamótið í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Inga María Björgvins – 23. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Inga María Björgvinsdóttir.  Inga María er fædd 23. september 1997 og á því 17 ára afmæli í dag.  Hún er úr stórri golffjölskyldu, sem flestir tengjast Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni Ingu Maríu til hamingju með árin 17 …. Inga María Björgvins · 17 ára (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rodney Pampling, 23. september 1969 (45 ára) og  Stacy Prammanasudh,(W-7 módel)  23. september 1979 (35 ára).   Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 14:00

Ryder Cup 2014: Rory skotskífa liðs Bandaríkjamanna – Rory telur að Evrópa sigri ef hann nær 5 stigum

Nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, er skotskífa liðs Bandaríkjanna í Ryder bikarnum þessa vikuna og þeir vilja ná fram hefndum á la William Wallace í Skotlandi eftir hræðilegan ósigur sinn í því sem nefnt hefir verið kraftaverkið í Medinah 2012. (Fyrir þá sem ekki eru kunnugir sögu Skotlands þá var William Wallace (alias Braveheart fyrir þá sem kannast fremur við hann úr kvikmyndinni) ein af frelsishetjum Skota. Hann var fæddur 1280 og dó kvalarfullum vítisdauðdaga 23. ágúst 1305, sem enn er í minnum hafður fyrir hversu hrottaleg aftaka Englendinga á Wallace var. Hann var m.a. dreginn af hesti allsnakinn um götur London til aftölustaðarins í Elms, þar sem hann var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 13:45

Það borgar sig að þekkja golfreglurnar – Kristján Geir vann ferð til Montecastillo á vegum Heimsferðar í spurningaleik Varðar

Það getur borgað sig að þekkja golfreglurnar! Vinningshafinn í spurningaleik Varðar og Golfsambandsins var dreginn út nú fyrir skemmstu. GSÍ og Vörður þakka frábæra þátttöku í Regluverði, spurningaleik Golfsambands Íslands og Varðar. Leiknum er nú lokið og tóku rúmlega 5.000 manns þátt þetta sumarið. Það er um fimmtungi fleiri en í fyrra. Í leiknum gafst þátttakendum færi á að kanna þekkingu sína á golfreglunum og gátu þeir sem stóðust prófið fengið gull-, silfur- eða bronsverðlaun. Um 2.000 þátttakendur hlutu gullverðlaunin og sýndu með því yfirburða þekkingu á golfreglunum. Sigurvegari Regluvarðar þetta sumarið er Kristján Geir Guðmundsson. Hann hlýtur að launum magnaða haustgolfferð með Heimsferðum fyrir tvo á Montecastillo golfsvæðið á Spáni. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Fyrsta myndin af Ryderbikarsliði Evrópu – Kynning á liðinu

Hér að ofan birtist fyrsta myndin af Ryderbikarsliði Evrópu 2014.  Frekar dauflegir litir í klæðnaðnum en þó með hefðbundu skosku munstri til þess að vekja athygli á mótsstaðnum, sem er Gleneagles í Skotlandi!!! Eftirfarandi 12 leikmenn eru í liði Evrópu (í stafrófsröð eftir eftirnöfnum): 1. Thomas Björn (Danmörku) Aldur: 43 ára Gerðist atvinnumaður í golfi: 1993 Ryder Cup þátttaka: 1997 (Evrópa vann), 2002 (Evrópa vann)   2. Jamie Donaldson (Wales) Aldur: 38 ára Gerðist atvinnumaður í golfi: 2000 Ryder Cup þátttaka: Nýliði   3. Victor Dubuisson (Frakkland) Aldur: 24 ára Gerðist atvinnumaður í golfi: 2010 Ryder Cup þátttaka: Nýliði   4. Stephen Gallacher (Skotlandi) Aldur: 39 ára Gerðist atvinnumaður í golfi: 1995 Ryder Cup þátttaka: Nýliði   5. Sergio Garcia (Spáni) Aldur: 34 ára Gerðist Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 09:30

Hver er besti Ryder Cup leikmaður allra tíma?

Kylfingar þurfa að vera búnir allskyns kostum til þess að teljast vera Ryder bikars stjörnur. Einn hæfileikinn sem þarf að hafa til að bera er að geta sökkt púttum undir pressu, annar að slá lýtalaus járnahögg af brautum og sá þriðji að vera sleggja – þruma teighöggin langt niður eftir braut. Síðan eru það  óáþreifanlegu hæfileikarnir, sem bestu Ryder bikars leikmennirnir búa allir yfir en það er:  sjálfstraust, karakter og stjórnunarhæfileikar. Í haustlegu umhverfi annaðhvert ár verða mestu sjálfhverfupúkarnir, sem hugsa um ekkert nema sjálfa sig mest allt árið að koma saman sem lið og spila holukeppni undir dúndrandi látum í áhorfendum, sem hvetja ekki þá sjálfa heldur annað hvort Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 08:29

Fylgist með Ólafi Birni á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í Frakklandi

Ólafur Björn Loftsson, NK, hefur í dag leik á Hardelot golfvellinum í Frakklandi, í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina. Ólafur Björn fer út nákvæmlega kl. 13:29 að staðartíma (þ.e. eftir u.þ.b. 3 klst þ.e. kl. 11:29 að okkar tíma hér heima á Íslandi). Fylgjast má með Ólafi Birni á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 23. 2014 | 08:15

GL: Valdís Þóra á besta skorinu í N1 mótinu

Alls tóku 150 kylfingar þátt á Opna N1 mótinu sem fram fór á Garðavelli á Akranesi s.l. laugardag, 20. september 2014. Veðrið lék við kylfinga en keppt var í tveimur forgjafaflokkum og einnig í höggleik án forgjafar. Helstu úrslit voru eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 0-11,4 1.sæti Birgir Arnar Birgisson GL, 40 punktar 2.sæti Björn Bergmann Þórhallsson GL, 39 punktar 3.sæti Steingrímur Hjörtur Haraldsson GR, 38 punktar (betri á seinni níu holum) 4.sæti Guðmundur Hreiðarsson GL, 38 punktar 5.sæti Helgi Róbert Þórisson GKG, 36 punktar  Punktakeppni með forgjöf 11,5-24/28: 1.sæti Trausti Freyr Jónsson GL, 39 punktar. 2.sæti Friðrik Þór Sigmarsson GV, 38 punktar 3.sæti Stefanía Baldursdóttir GKG, 36 punktar (betri á Lesa meira