Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 18:30

Ólafur Björn á parinu 2. dag í Hardelot

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi. Í dag, á 2. mótsdegi, lék Ólafur Björn á parinu og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 140 höggum (69 71). Ólafur Björn deilir sem stendur 12. sætinu í mótinu og væri því kominn áfram á 2. stigið, ef mótið væri blásið af núna. Það verður að halda vel á spöðunum og Ólafur Björn ekki nokkurn veginn öruggur því 1-2 högga forysta er fljót að fjúka. Ólafur Björn verður helst að spila betur á morgun en  í dag ætli hann sér áfram! Efstur í mótinu sem stendur er Porteous Haydn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Fabián Gómez – (3/50)

Fabián Gómez varð í 48. sætinu af þeim sem komust á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Hann er fyrsti „útlendingurinn“ sem kynntur verður hér af strákunum 50, þ.e. ekki frá Bandaríkjunum en Fabian er frá Argentínu og sá eini frá heimalandi sínum sem komst á PGA Tour 2015! Fabian Gomez fæddist í Chaco, Argentínu 27. október 1978 og er því 35 ára. Fabian hefir sigrað þrívegis á  Tour de las Americas, og eins 3 sinnum á argentínsku TPG Tour. Hann varð í 2. sæti á  Chaco Open árið 2006, á TLA Players Championship árið 2006 og Venezuela Open árið 2007. Hann varð í efsta sæti á stigalista  TPG Tour árið 2009. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Margrét Waage —- 24. september 2014

Það er Margrét Waage sem er afmæliskylfingur dagsins. Margrét er fædd 24. september 1954 og á því merkisafmæli í dag. Margrét er í Golfklúbbnum Oddi og hefir m.a. farið í golfferðir erlendis til Costa Ballena og á Novo St. Petri. Komast má á facebook síðu Margrétar til þess að óska afmæliskylfingnum til hamingju með afmælið hér að neðan: Margret Waage · 60 ára (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charlotte „Lottie„ Dod, f. 24. september 1871 – d. 27 júní 1960; Tommy Armour, f. 24. september 1895- d. 11. september 1968) ; Katrín Björg Aðalbjörnsdóttir, GHR, 24. september 1961 (53 ára); W-7 módelið Lisa Hall, 24. september 1967 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 14:00

Ryder Cup 2014: Kynning á bandaríska liðinu

Bandaríska liðið er mætt til Gleneagles í Skotlandi; ferskt, margir með flottar klippingar og allir spenntir að reyna að ná bikarnum úr krumlunum á liði Evrópu. Flestir er á því máli að það sé ógerlegt – lið Evrópu sé einfaldlega sterkara. Síðan er nú bara það, að þó lið Evrópu sé sterkara á pappírnum, þá er vitað mál að holukeppniskeppnir geta farið allaveganna. Hér fer fram kynning á liði Bandaríkjanna í Ryder Cup 2014, svipaðri þeirri og var á liði Evrópu í gær. Eftirfarandi 12 leikmenn eru í liði Bandaríkjanna (í stafrófsröð eftir eftirnöfnum) /reyndar má sjá ýtarlegri og flottari kynningu á liðinu með því að SMELLA HÉR:  1. Keegan Bradley Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 12:00

GKJ: Unglingum veittar viðurkenningar fyrir góðan árangur í lokahófi

Lokahóf unglingastarfs GKJ fór fram í fyrir rúmri viku 16. september 2014. Árangur sumarsins hjá unglingunum í GKJ var góður og eru þeir í GKJ afar stoltir af krökkunum sínum. Í lokahófinu voru veittar viðurkenningar fyrir árangur sumarsins auk mótaraðar unglinga sem fram fór í sumar. Að lokinni verðlaunaafhendingu var haldinn pizzaveisla. Veittar voru eftirfarandi viðurkenningar Afrek ársins: Kristófer Karl Karlsson fyrir sigur á lokamóti Íslandsbankamótaraðarinnar. Mestu framfarir: Andri Már Guðmundsson, Sigrún Linda Baldursdóttir, Sveinn Andri Sigurpálsson. Lægsta skor: Kristófer Karl Karlsson 68 högg (-4) á Korpúlfsstaðavelli. Þrautseigjuverðlaun: Sverrir Haraldsson   Lægsta meðalskor: Kristófer Karl Karlsson 76 högg Efnilegastur og efnilegust: Ragnar Már Ríkarðsson og Sigrún Linda Baldursdóttir Háttvísibikar GSÍ: Björn Óskar Guðjónsson – Björn er mikil fyrirmynd Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 11:00

Ryder Cup 2014: Bandarísku WAGs-in komin til Gleneagles – Myndasería

WAG´s er ensk stytting fyrir orðin Wifes and Girlfriends þ.e. eiginkonur og kærustur. Og nú eru eiginkonur og kærustur bandarísku leikmannanna komnar til Gleneagles  með eiginmönnum sínum. Athygli vekur að kærustu Rickie Fowler vantar í myndaseríu Golf Digest hér að neðan, sem og eiginkonur Zach Johnson, Webb Simpson og Bubba Watson. Sjá má myndseríu sem Golf Digest hefir tekið saman af komu bandarísku WAGs-anna til Skotlands með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 10:00

Ryder Cup 2014: Það eru 1 á móti milljón líkur á því sem Jordan Spieth afrekaði

Þegar Jordan Spieth liðsmaður Ryder Cup liðs Bandaríkjanna spilaði með Junior Ryder Cup liði Bandaríkjanna í Gleneagles, Skotlandi árið 2010, fannst honum sem  litlar líkur væru á að hann myndi spila í „alvöru“ Ryder Cup nokkrum árum síðar,  hvað þá á sama stað, en Ryder bikars keppnin hefst á morgun í Gleneagles, Skotlandi ….. og nú er Spieth með í „alvöru liðinu.“ Líkurnar á því: 1 á móti milljón. Og Spieth tekur undir það: „Ég myndi segja, að á þeim tíma hefðu líkurnar á þessu verið taldar milljón á móti 1,“ sagði Spieth í gær, þriðjudaginn 23. september á blaðamannafundi. Þetta voru líka líkurnar í byrjun árs 2013 en þá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 09:00

Ryder Cup 2014: Westwood skemmtir sér yfir klippingu Fowler

Fyrsti leikur Lee Westwood í Ryder bikarnum mun verða 38. leikur hans í Ryder bikar keppni og fer hann þar með fram úr Seve Ballesteros, sem situr jafn Lee í 4. sæti yfir flesta spilaða leiki í Ryder bikarnum. Nokkra athygli hefir vakið hversu grannur Lee Westwood er orðinn en hann lagði af um 10 kíló fyrir Ryderinn, til þess að vera í sem bestu formi fyrir Evrópu!  Það er samt nóg eftir af honum engu að síður 🙂 Einna mestu athygli hingað til á Ryder Cup í ár hefir samt klipping Rickie Fowler vakið en hann lét raka USA í hárið á sér (Sjá frétt Golf 1 um það Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 08:45

Ryder Cup 2014: Myndir

Margar skemmtilegar myndir hafa verið teknar nú í aðdraganda Ryder Cup og er ekki úr vegi að kíkja á nokkrar myndaseríur af því tilefni. Bandaríska liðið lenti á Edinborgar flugvelli á leið sinni til Gleneagles þar sem Ryder bikars keppnin 2014 hefst formlega á morgun.  Sjá má myndaseríu af því þegar bandaríska liðið lenti í Edinborg með því að SMELLA HÉR:  Hér má sjá myndir af liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum 2014 SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá myndir af liði Evrópu í Ryder bikarnum SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá myndir af Gleneagles frá því s.l. sunnudag 21/9 enginn mættur nema Rory til þess að kynna sér völlinn SMELLIÐ HÉR:  Hér Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 08:00

Ryder Cup 2014: Westwood tilbúinn í slaginn!

Á facebook síðu Lee Westwood mátti lesa eftirfarandi tilkynningu frá kappanum í gær: „Allir eru spenntir og tilbúnir í slaginn. Jafnvel nýliðarnir eru tilbúnir. Ég held ekki að þeir séu stressaðir. Þegar þeir eru eitt sinn byrjaðir á æfingunum, þá kemur þetta til með að vera eins og hvert annað mót. Mér finnst við (lið Evrópu) vera með sterkt lið og ég hlakka til þessarar viku og til þess að sýna hversu vel við getum spilað saman sem lið. Það er næs að vera hér; mér finnst ég ekki þurfa að réttlæta val fyrirliða míns, (á mér í liðið). Paul McGinley hafði augljóslega sínar ástæður fyrir að velja mig (innskot: Lesa meira