Ragnheiður Jónsdóttir | september. 26. 2014 | 02:00

Ólafur Björn í 13. sæti fyrir lokahringinn

Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi. Í gær, á 3. mótsdegi, lék Ólafur Björn aftur á parinu og er því samtals búinn að spila á 2 undir pari, 211 höggum (69 71 71). Á 3. hring fékk 6 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Ólafur Björn deilir sem stendur 13. sætinu með Englendingnum Toby Tree. Á facebook síðu sinni skrifaði Ólafur Björn um 3. hring sinn í úrtökumótinu: „Skrautlegur þriðji hringur að baki í Frakklandi, lék á 71 (E) höggi í dag. Það vantaði aðeins meiri ákveðni hjá mér á köflum og slæmu höggin voru of mörg. En eftir erfiða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 16:45

Afmæliskylfingar dagsins: Douglas & Zeta-Jones,Van der Walt og Jón Halldór Guðmundsson – 25. september 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru leikarahjónin og áhugakylfingarnir Michael Douglas og Catherine Zeta Jones, sem eiga sama afmælisdag, 25. september; Michael er fæddur 1944 og á 70 ára stórafmæli og Catherine er fædd 1969 og er 45 ára, í dag.  Michael Douglas hóar árlega saman stjörnuliði kylfinga og rennur ágóðinn af golfmóti hans til góðgerðarmála. Catherine hóf að spila golf eftir að hún giftist Michael.  Þau hjón hafa skv. allskyns slúðurblöðum átt ansi erfitt, sem m.a. reiknast á maníu-depressívu Catherine. Þau eiga tvö börn Carys og Dylan.  Sagt er að þau haldi í hjúskap sinn eftir fremur erfiða tíma.  Annar afmæliskylfingur dagsins er Tjaart Van der Walt, frá Suður-Afríku, sem fæddur er 25. september 1974 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 16:00

LET Access: Ólafía Þórunn á 2 undir pari og í 8. sæti eftir 1. dag í Strasbourg!!!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hóf í dag leik á Open Generali de Strasbourg mótinu í Strasbourg, Frakklandi í dag, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið er þriggja hringja og stendur dagana 25.-27. september. Skorið verður að venju niður eftir 2 hringi og þær sem ná gegnum niðurskurð fá að spila lokahringinn. Þetta er fyrsta mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt á, á atvinnumannamótaröð…. og hún stóð sig í einu orði sagt æðislega! Ólafía Þórunn lék Strasbourgarvöllinn á glæsilegum 2 undir pari, 70 höggum; fékk m.a. 4 fugla í röð á 12.-15. holu, en því miður líka 2 skolla. Vel gert!!! Ólafía Þórunn deilir nú 8. sætinu með 6 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 13:00

10 dramatískustu augnablikin í Rydernum í gegnum tíðina

Hér fer ein samantektin á því sem að áliti eins golfskríbentsins eru 10 dramatískustu augnablikin í  Ryder Cup golfsögunni s.l. 50 ár (í réttri tímaröð): 1. 1967: Eftir að hafa hlustað þolinmóður meðan fyrirliði  Breta&Íra Dai Rees kynnti lið sitt með skrúðorðaflaumi, bað fyrirliði liðs Bandaríkjanna Ben Hogan  lið sitt einfaldlega að standa upp, nefndi nöfn þeirra en bætti síðan við: „Herrar mínir og frúr, þetta er bandaríska Ryder Cup liðið … bestu kylfingar í heiminum. „Stuðningsmenn heimaliðsins (Bandaríkjamanna) beinlínis fóru úr límingunum af stolti og fagnaðarlætin voru á við sprengingu í Champions-golfklúbbnum í Houston. Leikurinn vannst þarna á opnunarhátíðinni. Bandaríska liðið vann allar sex umferðirnar (annað form var notað þá) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 11:00

GO: Glóboltamót á morgun í Oddinum!!!

Golfklúbburinn Oddur ætlar að standa fyrir Glóboltamóti á Urriðavell, föstudaginn 25. september.  Hægt er að skrá sig í mótið með því að SMELLA HÉR:  Í auglýsingu fyrir Glóboltamótið frá Golfklúbbnum Oddi segir: HAGSTÆÐ VEÐURSPÁ ER FYRIR GOLF Á FÖSTUDAGSKVÖLDI EN MYRKUR !! ÞIG LANGAR Í GOLF ER ÞAÐ EKKI ? TÍMABILIÐ AÐ RENNA SITT SKEIÐ ÞETTA SUMARIÐ !! MÁLIÐ LEYST, KOMDU Í „GLÓ BOLTA“ GOLFMÓT!!! Hefurðu leikið golf í myrkri ? Viltu taka þátt í einu skemmtilegasta móti haustsins ? Við í golfklúbbnum Oddi á Urriðavelli ætlum að standa fyrir alvöru miðnæturmóti í algjöru myrkri á neon-upplýstum golfvellinum þar sem keppendur leika með neon lýstum bolta. FYRIRKOMULAGIÐ ER 4RA MANNA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 10:30

Dustin Johnson og Paulina Gretzky eiga von á fyrsta barni sínu

Paulina Gretzky, kærasta Dustin Johnson, tilkynnti á Twitter s.l. þriðjudag 23. september að hún væri ófrísk af barni Johnson. Erlendir fjölmiðlar eru þegar farnir að tala um von sé á „litlum „Great One““ en „The Great One“ er viðurnefni hins verðandi afa, Wayne Gretzky, sem þykir ein albesti íshokkíleik- maður allra tíma. Hinn verðandi faðir, PGA kylfingurinn Dustin Johnson, hefir verið að koma lífi sínu og heilsu á réttan kjöl eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Johnson tók sér frí frá PGA mótaröðinni eins og öllum er nú kunnugt til þess að takast á við „persónulega áskoranir.“ Johnson og Paulina Gretzky hafa verið saman frá árinu 2011 og trúlofuðu sig Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 10:00

LET Access: Ólafía Þórunn hefur leik á 1. atvinnumannsmótinu sínu í Strasbourg í dag!

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR hefur leik á Open Generali de Strasbourg mótinu í Strasbourg, Frakklandi í dag, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Mótið er þriggja hringja og stendur dagana 25.-27. september. Skorið verður að venju niður eftir 2 hringi og þær sem ná gegnum niðurskurð fá að spila lokahringinn. Þetta er fyrsta mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt á, á atvinnumannamótaröð. Ólafía Þórunn fer út kl. 13:36 að staðartíma, sem er eftir u.þ.b. 1 1/2 tíma hér hjá okkurá Íslandi eða kl. 11:36 að íslenskum tíma. Til þess að fylgjast með gengi Ólafíu SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 25. 2014 | 03:00

Golf1 þriggja ára í dag!

Golf 1 er þriggja ára í dag, þ.e.  3 ár eru frá því að fyrsta fréttin birtist á Golf 1 golffréttavefnum.  Það var frétt í greinaflokknum „Frægir kylfingar“ og um John F. Kennedy 35. forseta Bandaríkjanna, sem enn í dag þykir fremstur í golfi af þeim sem setið hafa í forsetastóli í Bandaríkjunum.. Sjá fyrstu grein Golf 1 með því að SMELLA HÉR:  Frá því fyrir þremur árum síðan hafa um 10.500 greinar birtst á Golf1, á íslensku, ensku og þýsku en Golf 1 er því eini golffréttavefurinn í heiminum sem skrifar golffréttir á íslensku, ensku og þýsku. Golf 1 mun áfram flytja fréttir af 2. vinsælustu íþróttagrein á Íslandi ásamt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 21:00

Ryder Cup 2014: Galakvöldið – Myndasería

Í kvöld, 24. september 2014, fór fram nokkuð sem orðið er að hefð á Ryder Cup en það er Gala kvöldið, þar sem allir leikmenn beggja liða Ryder bikarsins mæta í kjóli og hvítu og síðklæðnaði og borða saman áður en slagurinn hefst á morgun með opnunarhátið! Sjá má myndaseríu frá Gala-kvöldinu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 24. 2014 | 20:00

Ryder Cup 2014: Jamie Donaldson hefir áhyggjur….

Jamie Donaldson, 38 ára,  hefir áhyggjur…. af borðtenniskunnáttu sinni! 🙂  … jafnvel meiri en af því að ráða við PGA Centenary völlinn … sem hann þekkir út og inn Nýliðinn í Ryder bikars liði Evrópu tryggði sér sætið í liðinu með því að sigra á Czech Open og er sá fyrsti í 12 ár frá Wales til þess að spila í Rydernum, en allt frá því Philip Price var í liðinu 2002. Ryder bikarinn er þekktur fyrir að leikmenn beggja liða spila borðtennis til þess að róa taugarnar. Því virðist öðruvísi farið með Donaldson …. a.m.k. var hann úrvinda eftir borðtennisleik við Thomas Björn. „Ég spilaði borðtennis við Thomas Björn, Lesa meira