Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 11:03
Clarke eða Jiménez næstu fyrirliðar Ryder Cup liðs Evrópu?

Það eur ekki bara Bandaríkjamenn sem farnir eru að velta fyrir sér hverjir séu líklegir næstu fyrirliðar í liði Evrópu í Rydernum; Evrópumegin eru allskonar pælingar byrjaðar líka. Tvö nöfn eru nefnd oftast í umræðunni Darren Clarke og Miguel Ángel Jiménez. Clarke hefir lýst yfir að hann hafi áhuga á starfinu Jiménez hefir reynsluna m.a. sem fyrirliði Evrópu í EvrAsíu bikarnum.Ryder Cup fyrirliðar Evrópu, sem hafa skilað álfunni sigri, þ.e. Paul McGinley, Jose Maria Olazabal og Colin Montgomerie, ásamt framkvæmdastjóra Evrópumótaraðarinnar George O’Grady og fulltrúa leikmanna koma til með að velja næsta Ryder Cup fyrirliða Evrópu sem kemur til með að leiða liðið á Hazeltine National í Minnesota árið 2016. Eins og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 09:00
GL: Ástvaldur og Sigurður Elvar sigruðu í Vatnsmótinu!

Vatnsmótið 2014 fór fram á Garðavelli í gær, sunnudaginn 28. september 2014. Vatnsmótið sem er eitt elsta mót GL með sögu sína allt aftur til ársins 1970 stóð undir heiti sínu því fyrstu keppendurnir fóru út í mikilli rigningu og svo þegar á leið var hið besta golfveður sem lék við keppendur og kylfinga. Mæting var með ágætum þar sem 43 kylfingar mættu til leiks. Úrslit urðu eftirfarandi: Punktakeppni með forgjöf 1.sæti Ástvaldur Jóhannsson GL/NK, 35 punktar (betri á seinni níu holum) 2.sæti Guðjón Pétur Pétursson GL, 35 punktar 3.sæti Ísak Örn Elvarsson GL, 34 punktar Höggleikur án forgjafar 1.sæti Sigurður Elvar Þórólfsson GL/GOT, 81 högg Nándarverðlaun á par 3 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 07:30
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU í 3. sæti e. fyrri dag í Ohio

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU taka þátt í Jack Nicklaus Inv. í Colombus, Ohio. Mótið stendur dagana 28.-29. september; þátttakendur eru á 7. tug frá 12 háskólum og gestgjafi að þessu sinni The Ohio State University. Guðmundur Ágúst lék fyrstu tvo hringi mótsins á 77 og 73 höggum og er því á samtals 8 yfir pari, 150 höggum eftir fyrri mótsdag. Guðmundur Ágúst deilir 39. sæti og er með 4. besta árangur ETSU liðsins, sem er sem stendur í 3. sæti í liðakeppninni. Lokahringurinn í mótinu verður leikinn í kvöld. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Gunnhildur Kristjáns hefur leik í sínu fyrsta háskólamóti … ásamt Berglindi Björns og Sunnu Víðis í N-Karólínu í dag

Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon, sem og Berglind Björnsdóttir og golflið UNCG hefja leik í dag á Forest Oaks Fall Classics mótinu í dag, en það fer fram á „heimavelli“ Berglindar í Greensboro, Norður-Karólínu, en skóli hennar UNGC er gestgjafi mótsins. Mótið fer fram dagana 29.-30. september og þátttakendur eru yfir 90 frá 18 háskólum. Fylgjast má með Íslendingunum 3 í mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 06:30
GKG: Uppskeruhátið barna- og unglingastarfs

Síðastliðinn föstudag fór fram uppskeruhátíð barna- og unglingastarfs GKG. Áður en sjálf hátíðin hófst voru leiknar 9 holur í Mýrinni, með Texas scramble fyrirkomulagi, þar sem fjórir leikmenn voru saman í liði. rábært veður var á þessum haustdegi, og því nutu allir sín á vellinum segir í frétta á heimasíðu GKG. „Að loknu mótinu komu allir inn í skála þar sem fram fór verðlaunaafhending fyrir Mix og Egils Kristals mótaraðirnar, auk þess að veita sérstakar viðurkenningar fyrir mestu framfarir, efnilegustu og kylfinga ársins. Boðið var uppá veglega pizzuveislu fyrir krakkana og aðstandendur og var svo sannarlega góð stemmning. Mestu framfarir pilta: (mesta lækkun fgj.) Tekið er tillit til hvort leikmaður var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 22:00
Phil ofl. vilja Azinger sem næsta fyrirliða

Varla hafði síðasta púttið dottið í viðureign liðs Bandaríkjanna við lið Evrópu og sigur Evrópu í höfn 3. árið í röð (16 1/2 – 11 1/2) að farið er að spá í næsta fyrirliða bandaríska liðsins. Billy Horschel, sem ekki hlaut náð fyrir augum fyrirliðans, Tom Watson nú í ár var fljótur að tvíta: „Fyrirliði 2016 Fred Couples eða Paul Azinger!“ Phil Mickelson, sem talinn er öskureiður yfir að hafa ekki fengið að spila í gær (á laugardeginum) og var einn af fáum Bandaríkjamönnum, sem unnu leik sinn í dag sagði eftirfarandi: „Við vorum með frábæra formúlu 2008. Ég veit ekki af hverju við hættum við hana. Ég veit ekki Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sigurjón Harðarson – 28. september 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Sigurjón Harðarson. Sigurjón er fæddur 28. september 1952 og er því 62 ára í dag. Sigurjón er formaður Golfklúbbs Ásatúns og er þar að auki eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps. Hann er með héraðsdómararéttindi í golfi. Sigurjón er kvæntur Valgerði Jönu Jensdóttur, sem líka spilar golf og þau eiga tvo stráka. Sjá má viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Sigurjon Harðarson (Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Margaret „Wiffi“ Smith 28. september 1936 (78 ára); Giuseppe Calì, 28. september 1952 (62 ára); Gustavo Rojas, 28. september 1967 (47 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 15:40
Ryder Cup 2014: Donaldson innsiglaði sigur Evrópu!!!

Lið Evrópu sigraði Ryder bikarinn nú rétt í þessu eftir að Jamie Donaldson bar sigurorð af Keegan Bradley 4&3. Leikirnir sem eftir eru skipta því ekki máli að öðru leyti en því að ákvarða hversu stór sigur Evrópu verður. Það er komið 14 1/2 stig í hús!!! Til þess að fylgjast með leikjunum 4 sem eftir eru SMELLIÐ HÉR: Í augnablikinu er spáin að Ryderinn fari 17-11 í ár. Ótrúlega glæsilegur og flottur sigur. hjá liði Evrópu… 3 skiptið í röð!!!
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 15:20
Ryder Cup 2014: Aðeins vantar 1/2 stig núna þannig að Ryder bikarinn verði áfram í Evrópu

Það lítur allt út fyrir að Ryder bikarinn verði áfram í Evrópu! 🙂 Aðeins vantar 1/2 stig á þessari stundu (kl. 15:00) að svo verði. Hetjur Evrópu í dag eru GMac, sem vann viðureign sína gegn Jordan Spieth. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy vann yfirburðarsigur á Rickie Fowler 5&4 – þannig að Norður-Írarnir voru að standa sig í dag. Í 4. leiknum náði Justin Rose, sem á stóran þátt í sigri Evrópu verði hann að veruleika á næstu mínútum, hálfu stigi gegn Hunter Mahan í tvímenningi. Þýska stálið Martin Kaymer vann síðan 5. leikinn þ.e. gegn Bubba Watson 4&2 og verður að segjast eins og er að Bubba er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 28. 2014 | 13:53
Ryder Cup 2014: 6 ástæður fyrir að Bandaríkin sigra ekki í dag

Hér fara 6 ástæður að mati Golf Digest fyrir því að lið Bandaríkjanna nái ekki að snúa leiknum sér í vil og sigra í Ryders bikarnum í kvöld. Þessar ástæður eru eftirfarandi: 1. Það er ekkert „móment“ frá laugardeginum sem Bandaríkjamenn geta sótt krafta og hvatningu í fyrir daginn í dag líkt og lið Evrópu gerði eftir fjórmenningsleiki laugardagsins fyrir tveimur árum þegar Rory/Poulter og Donald/Garcia unnu leiki sína og gáfu liði Evrópu von. 2. ÖLLUM bandarísku leikmönnunum gengur illa – allt frá þeim reynslumesta Phil Mickelson til þess sem „rankaður“ er hæst á heimslistanum, Furyk. 3. Tölfræðin er liði Evrópu í vil en lið Bandaríkjanna hefir aðeins sigrað 2 Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

