Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 14:00

GK: Siggi Hlö sigraði í styrktarmóti Axels

Styrktarmót Axels Bóassonar fór fram laugardaginn 27. september á  Hvaleyravelli. Axel Bóasson afrekskylfingur úr golfklúbbi Keilis en hann er að hefja feril sinn sem atvinnukylfingur og var sett upp styrktarmót honum til stuðnings. Veðurspáin fyrir daginn gjörbreyttist og var flott golfveður á laugardaginn. Glæsileg verðlaun voru í boði fyrir efstu sætin o.fl. sæti ásamt nándarverðlaun á 4. og 6 . holu og fleiri flottum verðlaunum. Úrslit úr mótinu voru eftirfarandi: 1. Siggi Hlö 2. Torfan 3. Millarnir 4. LFC 5. Timon og Pumba 6. Feðgarnir 9. Kálfar 11. Fríða og Dýrið 14. Múr og Mál 19. Synir Atla 22. Valli Sport 23. Sjeffósus 24. Poolararnir 30. Solla Stirða 3ja síðasta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 13:00

Westy og Rory styðja Clarke í að verða nýr Ryder bikars fyrirliði Evrópu 2016

Lee Westwood (Westy) og Rory McIlroy hafa báðir lýst yfir stuðningi sínum að hinn 46 ára Darren Clarke taki við af Paul McGinley 2016 þegar lið Evrópu keppir í Bandaríkjunum. Rory hefir sagt að sér finnist Clarke vera tilvalinn fyrirliði 2016….   Og Westy tekur undir með Rory. Þannig sagði Westwood: „Þetta er algjörlega réttur tími í ferli Darren til þess að taka við sem fyrirliði.“ „Hann er mjög vinsæll í Bandaríkjunum og myndi vera góður fyrirliði,“ sagði Westy ennfremur. Clarke er vinsælastur þeirra sem nefndir hafa verið til sögunnar sem hugsanlegir fyrirliðar og ekki má gleyma því að McGinley var valinn fyrirliði eftir að hann hafði hlotið stuðning heimsins Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 12:00

Rory gerir mikið fyrir sig í líkamsrækt

Myndin af Rory McIlroy í engu nema Skotapilsi og í hárrauðri hárkollu (sem fylgir frétt hér á Golf 1 í dag) hefir vakið athygli vegna fagurs vaxtar og vöðvarstælts efri parts líkama Rory. En leiðin að vextinum flotta og titilsins nr. 1 á heimslistanum hefir kostað sitt …. m.a. blóð, svita og tár í líkamsræktinni. Þetta er 3. sigur Rory með Ryder bikars liði Evrópu í röð (2010, 2012 og 2014). Rory er einnig í flottum félagsskap með Jack Nicklaus og Tiger Woods, en þeir 3 eru einu kylfingarnir í nútíma golfi sem sigrað hafa í 4 risamótum fyrir 26 ára aldurinn. Rory hefir löngum þótt hæfileikaríkur kylfingur en það Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ari og Theodór deila 13. sætinu e. fyrri dag í Tennessee

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson, GKJ, hófu leik í gær á Union Fall Classic boðsmótinu, sem fram fer í Jackson, Tennessee. Mótið fer fram 29.-30. september og verður lokarhingurinn því spilaður í dag. Þátttakendur eru 42 frá 8 háskólum. Ari og Theodór léku fyrstu tvo hringina í gær á samtals 8 yfir pari, 152 höggum; Ari (75 77) en Theodór á (79 73). Báðir deila þeir 13. sætinu og eru á 2.-3. besta skori Arkansas Monticello golfliðsins. Arkansas Monticello er í 4. sæti í liðakeppninni og þar telur skor Íslendinganna beggja. Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Union Fall Classic mótsins með því að SMELLA HÉR:     


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU luku leik í 5. sæti á Jack Nicklaus Inv.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku í gær leik á Jack Nicklaus boðsmótinu, sem fram fór í Colombus, Ohio. Þátttakendur í mótinu, sem fram fór dagana 28.-29. september voru 65 frá 12 háskólum. Guðmundur Ágúst lék hringina 3 á samtals 9 yfir pari, 222 höggum (77 73 72) og lék sífellt betur með hverjum hringnum. Guðmundur Ágúst deildi 28. sætinu í einstaklingskeppninnni og var á 4. besta skori ETSU, og taldi það því í 5. sætis árangri ETSU í liðakeppninni. Næsta mót Guðmundur Ágústs og ETSU er Wolfpack Intercollegiate mótið sem hefst 6. október í Raleigh, Norður-Karólínu. Til þess að sjá lokastöðuna í Jack Nicklaus boðsmótinu SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 09:00

Rory, Rickie og Bubba skemmtu sér í skotapilsum

Rory McIlroy er með vel þjálfaðan líkama og ekki hræddur að sýna hann …. og í raun kemur ekki á óvart að Caroline skuli taka skilnaðinn við hann svo nærri sér! 🙂 Norður-Írinn Rory hélt upp á sigurinn á liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum með öðrum úr liði Evrópu, hér á meðfylgjandi mynd er hann með Skotanum Stephen Gallacher í engu öðru en skota-pilsi og rauðri hárkollu!!! Á Instagram skrifaði Rory:  „Got into the Scottish swing of things last night with Stevie G!“ En það voru fleiri að skemmta sér til þess að ná sér upp úr þunglyndinu að hafa tapað …. tveir úr bandaríska liðinu, Rickie Fowler og Bubba Watson, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 08:00

GSG: Þórdís með nýtt vallarmet á Kirkjubólsvelli og á besta skorinu í Skinnfisk mótinu!

Opna Skinnfisks kvennamótið var haldið laugardaginn 27. september 2014 á Kirkjubólsvelli í Sandgerði. Þátttakendur sem luku keppni voru 34, en 37 voru skráðir í mótið Í punktakeppni með forgjöf sigraði Hallbera Eiríksdóttir, Golfklúbbi Borgarness með 41 punkt. Þórdís Geirsdóttir, Golfklúbbnum Keili, sigraði í keppni án forgjafar og kom í hús á nýju vallarmeti á rauðum kvennateigum, 73 höggum. Glæsilegur árangur hjá báðum keppendum! Heildarúrrslit í Skinnfiskmótinu má sjá hér að neðan: Höggleikur án forgjafar: 1 Þórdís Geirsdóttir GK 1 F 36 37 73 1 73 73 1 2 Anna Jódís Sigurbergsdóttir GK 3 F 42 38 80 8 80 80 8 3 Sigurlaug Rún Jónsdóttir GK 5 F 40 41 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 07:00

Nordea Tour: 3 íslenskir kylfingar hefja leik á úrtökumóti í Svíþjóð í dag

Þeir Kristján Þór Einarsson, GKJ; Pétur Pétursson, GKJ og Einar Haukur Óskarsson, Delsjö Golfklubb hefja í dag leik á úrtökumóti fyrir Nordea Tour í Ljunghusens golfklúbbnum í Svíþjóð. Mótið fer fram 30. september – 1. október 2014 og þátttakendur eru 66. Pétur á fyrsta rástíma kl. 9 að staðartíma (þ.e. kl. 8 á íslenskum tíma) og Einar Haukur fer næst út af Íslendingunum þ.e. kl. 10:10 (þ.e. kl. 9:10 að íslenskum tíma) og í lokin fer Kristján Þór út kl. 10:10 (þ.e. 9:10 að íslenskum tíma.  Þeir Pétur og Einar Haukur hefja leik af 1. teig en Kristján Þór á 10. teig. Fylgjast má með gengi þeirra með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ingvar Andri Magnússon og Hildur Rún Guðjónsdóttir —— 29. september 2014

Það er meistarinn í Unglingaeinvíginu í Mosfellsbæ 2013 og 2014, Ingvar Andri Magnússon, GR, sem er afmæliskylfingur dagsins ásamt Hildi Rún Guðjónsdóttur, GK. Hildur Rún er fædd 29. september 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag.  Komast má á facebook síðu Hildar Rún til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan Hildur Rún Guðjónsdóttir GK (20 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Ingvar Andri er fæddur 29. september 2000 og á því 14 ára afmæli í dag!!! Ingvar Andri er í  Golfklúbbi Reykjavíkur og að öðrum ólöstuðum einn alefnilegasti kylfingur landsins.  Hann hefir staðið sig  vel á Íslandsbankamótaröðinni í sumar.  Sjá má viðtal Golf 1 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 29. 2014 | 13:55

Sergio Garcia tilbúinn að fyrirgefa „óþörf“ ummæli Faldo um sig

Það kom mörgum á óvart í miðri Ryder keppninni að fyrrum fyrirliði liðs Evrópu, Nick Faldo, skuli hafa ráðist munnlega á einn liðsmann í liði Evrópu, Spánverjann Sergio Garcia með ummælum um að hann hafi ekki verið til neinna nota, hreinlega óþarfur í Rydernum 2008, sem er eina tap liðs Evrópu frá árinu 1999. Í því móti náði Garcia aðeins 1 stigi fyrir Evrópu í 4 leikjum. Af hverju var Faldo að rifja þetta upp í miðri keppninni? Faldo bætti gráu ofan í svart með því að segja að hegðun Garcia hefði verið slæm. Sergio, sem þátt átti í sigri Evrópu í gær (2014) segist tilbúinn að fyrirgefa og gleyma Lesa meira