Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 08:45

Hvað er í pokanum hjá Rickie Fowler?

Rickie Fowler sem er nr. 10 á heimslistanum, tapaði tvímenningsleik sínum gegn nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í Ryder bikars keppninni s.l. helgi. Svo sem allir vita getur allt gerst í holukeppni og ósigurinn má því alveg eins skrifa á dagsformið, það að lið Evrópu var „á heimavelli“, fremur en að mikill munur sé á Rory og Rickie hæfileikalega séð. Áhugavert er hvað Rickie var eiginlega með í pokanum á Rydernum?  Það voru eftirfarandi kylfur: Dræver: Cobra BiO Cell (9.5°), með  Mitsubishi Rayon Diamana White Board 73X skafti. Brautarjárn: Cobra BiO Cell (13.5° and 18.5°), með Aldila Tour Blue TX 75 sköftum. Járn: Cobra AMP Cell Pro (4-9), með True Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 08:00

Hætta menn í golfi vegna þess að það er forréttindasport?

James Corrigan, golfskríbent The Telegraph skrifar áhugaverða grein sem ber heitið: „Love-in with celebrities at big events like the Ryder Cup is doing golf no favours“ (Lausleg þýðing: Ást á þeim frægu í stórum mótum eins og Ryder Cup er ekki að gera golf neinn greiða.“  Sjá má greinina með því að SMELLA HÉR:  Í grein sinni ræðir Corrigan m.a. pro-am mótin, þar sem frægir einstaklingar á borð við leikarann Hugh Grant, Bill Murray og Kyle McLachlan eru fengnir til að spila í og segir það skiljanlegt að slík mót séu haldin vegna styrktaraðila og auglýsenda, en frægir aðilar draga athygli að mótunum og þar með vörunni sem verið er Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 2. 2014 | 07:00

Tiger opnar veitingastað

Skv. the Palm Beach Post, mun Tiger Woods opna veitingastað í  Jupiter, Flórída. Veitingastaðurinn mun koma til til með að heita „The Woods Jupiter: Sports and Dining Club“ (mjög frumlegt) og opnar á næsta ári, 2015. Í blaðagreininni kemur fram að samfélagið og samfélagsverkefni séu Tiger Woods mikilvæg. „Ég sér fyrir mér stað þar sem fólk getur hitt vini sína, horft á íþróttir í sjónvarpinu og notið góðs matar,“sagði Tiger.  „Ég vildi koma á fót veitingastað hér í samfélaginu sem ég bý í, þar sem það gæti hjálpað samfélaginu.“ Það er áhugavert í hvaða átt Tiger fer með þennan nýja stað sinn, en hann er nú farinn að nálgast 40 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 23:59

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon í 1. sæti – Berglind og UNCG í 10. sæti í N-Karólínu

Þrír íslenskir kvenkylfingar tóku þátt í UNCG Forest Oaks Fall Classic, sem fram fór í Greensboro, Norður-Karólínu: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG, sem var að spila í sínu fyrsta háskólamóti í Bandaríkjunum og Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon háskóla og Berglind Björnsdóttir, GR og golflið UNCG. Gestgjafi var UNCG, háskóli Berglindar.  Mótið fór fram dagana 29.-30. september 2014 og þátttakendur voru 96 frá 18 háskólum. Sunna lék hringina 3 á samtals 8 yfir pari, 224 höggum (73 77 74) og deildi 11. sæti í einstaklingskeppninni.  Hún var á 3. besta skori Elon og taldi það því í sigri Elon í liðakeppninni. Gunnhildur hafnaði í 54. sæti í einstaklingskeppninni var á samtals 21 yfir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 21:00

Rory kylfingur ársins á PGA – Hadley nýliði ársins

Rory McIlroy var í dag valinn leikmaður ársins af félögum sínum á PGA túrnum í 2. sinn á 3 árum – Nýliði ársins var valinn Chesson Hadley. Þar með er Rory kominn í hóp  Tiger Woods, Greg Norman og Nick Price, en þeir hafa allir unniðthe Jack Nicklaus Award oftar en 1 sinni frá því farið var að veita viðurkenninguna 1990. „Mig langar til að vinna fleiri slíkar (viðurkenningar) á ferli mínum og mér finnst eins og ég geti það,“ sagði Rory en hann er í St. Andrews þar sem hann ætlar að spila í Dunhill Links Championship. Meðal þess sem talið er hafa vegið þungt í valinu á Rory sem leikmanni Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 20:00

Birgir Leifur í 3. sæti í Portúgal e. 2. dag

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG tekur þátt í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina en mótið fer fram í Ribagolfe, í Portugal. Birgir Leifur er búinn að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (69 70) og deilir 3. sæti eftir 2 leikna hringi, ásamt þeim Carlos Rodiles frá Spáni, Jonathan Fly frá Bandaríkjunum og Cyril Suk frá Tékklandi. Í efsta sæti er Raphaël de Soussa frá Sviss á samtals 7 undir pari, aðeins 2 höggum á undan Birgi Leif. Allt lítur vel út hjá Birgi Leif á þessari stundu og vonandi að svo verði áfram! Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag í Ribagolfe SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 16:00

Nordea Tour: Kristján Þór og Einar Haukur úr leik

Kristján Þór Einarsson, GKJ og Einar Haukur Óskarsson, Delsjö Golfklubb eru úr leik eftir bráðabana um, hver af 5 sem urðu í 15. sæti á  úrtökumóti fyrir Nordea Tour í Ljunghusens golfklúbbnum í Svíþjóð, kæmist áfram. Báðir voru þeir Kristján Þór og Einar Haukur á 5 yfir pari; Kristján Þór (77 72) en Einar Haukur (72 77). Fyrst var talið að allir sem yrðu í 15. sæti og þeir sem jafnir væri í því hefðu komist áfram. Þetta hefði þýtt að 19 hefðu komist áfram.  Það fór hins vegar fram bráðabani og því miður eru báðir Íslendingarnir úr leik. Mótið fór fram 30. september – 1. október 2014 og þátttakendur voru 66. Sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 15:30

Afmæliskylfingur dagsins: Þórdís Geirs ———- 1. október 2014

Það er Þórdís Geirsdóttir, GK, sem er afmæliskylfingur dagsins. Þórdís er fædd í Reykjavík 1. október 1965. Þórdís er gift Guðbrandi Sigurbergssyni og á 3 syni, Sigurberg, Geir og Þráinn. Guðbrandur og Sigurberg eru líkt og Þórdís í GK og spila golf. Þórdís var aðeins 11 ára þegar hún byrjaði í golfi og strax 1976 gekk hún í Golfklúbbinn Keili í Hafnarfirði, sem hún hefir síðan verið í alla tíð.  Þórdís segist hafa elt bræður sína, Lúðvík og Hörð út á golfvöll og ekki leið á löngu þar til hún hnuplaði kylfum frá þeim og fór að æfa sig. Það var stór og skemmtilegur hópur krakka í Keili á þessum árum, sem margir hverjir eru orðnir landsþekktir kylfingar og er Þórdís Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 1. 2014 | 12:00

Stigameistarar krýndir á lokahófi GSÍ 2014 – Myndasería

Lokahóf GSÍ fór fram í gær, 30. september 2014, í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand.  Í hófinu voru stigarmeistarar Eimskipsmótaraðarinnar, Íslandsbankamótaraðarinnar og Áskorendamótaröð Íslandsbanka krýndir og auk þess veittar aðrar viðurkenningar innan golfíþróttarinnar.  Golf 1 var á staðnum og má sjá myndaseríu frá lokahófinu með því að SMELLA HÉR: Eins er hér tengill inn á myndasíðu GSÍ þar sem sjá má fallegar myndir frá lokahófinu SMELLIÐ HÉR:  Krýningarathöfn lokahófsins hófst með ávarpi forseta GSÍ, Hauks Arnar Birgissonar, en hann rifjaði upp árangur íslenskra kylfinga s.l. sumar. Íslenskir kylfingar hafa náð frábærum árangri erlendis og sagði forsetinn skemmst að minnast glæsilegs sigurs i Gísla Sveinbergssonar, GK,  í Duke of York mótinu, en hann Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | september. 30. 2014 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Anna Einarsdóttir – 30. september 2014

Það er Anna Einarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Anna er fædd 30. september 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag í dag. Anna er í Golfklúbbi Akureyrar. Sjá má viðtal við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebooksíðu Önnu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Anna Einarsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Kim Bauer, 30. september 1959 (55 ára); Nadine Handford, 30. september 1967 (47 ára) ástralskur kylfingur frá Adelaide (1993 T77 Alpine Aust Ladies)  ….. og ….. Ragnheiður Elín Árnadóttir (47 ára) Þot -Bandalagþýðendaogtúlka Herdís Jónsdóttir  Magnús M Norðdahl (58 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira