Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 16:15
LET Access: Valdís Þóra lauk keppni í 26. sæti

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL lauk í dag keppni á Açcores Ladies Open á Azor-eyjumni Sao Miguel í Portúgal, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Leikið var á Golf de Batalha og voru þátttakendur um 50. Valdís Þóra lék á samtals 20 yfir pari, 236 höggum (75 78 83) og lauk keppni ein í 26. sæti. Tonje Daffinrud frá Noregi sigraði á samtals 4 undir pari. Sjá má lokastöðuna á Açcores Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 16:05
Evróputúrinn: Oliver Wilson sigraði á Alfred Dunhill Links Championship!

Það var Englendingurinn Oliver Wilson sem sigraði nú rétt í þessu á Alfred Dunhill Links Championship. Lokahringurinn var leikinn á St. Andrews, en Dunhill mótið fór fram á 3 golfvöllum: Carnoustie, Kingsbarns og á Old Course St. Andrews, vöggu golfsins. Wilson lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (64 72 65 70) og er þetta fyrsti sigur hans á Evrópumótaröðinni. Wilson á afmæli 14. september, verður 34 ára, eftir 9 daga og betri afmælisgjöf vart hægt að hugsa sér!!! Í 2. sæti urðu nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy, Skotinn Richie Ramsay og Englendingurinn Tommy Fleetwood; allir 1 höggi á eftir Wilson, þ.e. á samtals 16 undir pari, hver. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Laura Davies ——– 5. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er golfdrottningin Laura Davies. Laura fæddist 5. október 1963 í Coventry, Englandi og á því 51 árs stórafmæli í dag!!! Á löngum atvinnmannsferli sínum hefir Laura sigrað í 84 mótum þar af 20 á LPGA og 45 á LET og á hún met yfir flest unnin mót á LET. Jafnframt hefir Laura sigrað í 6 mótum á japanska LPGA og í 8 mótum á áströlsku ALPG mótaröðunni. Eins hefir hún sigrað í 7 öðrum atvinnumannamótum. Laura hefir auk framangreinds sigrað í 4 risamótum kvenna og tekið þátt í öllum Solheim Cup keppnum frá upphafi nema þeirri síðustu 2013, en hún hlaut ekki náð fyrir augum fyrirliðans Liselotte Neumann, en Neumann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 14:00
GKS: Golfsumarið 2014 á Sigló eftir Ingvar Kr. Hreinsson formann

Það má segja að golfsumarið 2014 hafi ekki byrjað á svipuðum nótum og síðasta sumar, völlurinn var blautur og ekki hægt að byrja að spila fyrr en í byrjun júní og voru flestar flatir vallarins meira og minna ónýtar af kalsárum. Útbúnar voru vetrarflatir til að gera völlinn leikfæran, en ekki var hæagt að byrja að keppa fyrr en 11. júní. Á dagskrá sumarsins voru 21 mót, en fresta eða fella þurfti niður 2 mót, bæði vegna vallaraðstæðna og veðurs. Stærsta mótið sem féll niður var Tunnumótið. Rauðkumótaröðin var að vanda mjög vegleg. Tíu mót voru haldin á miðvikudagskvöldum í sumar og veitti Rauðka glæsileg verðlaun fyrir þrjú fyrstu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 12:00
GÓ: Góðri vertíð Golfklúbbs Ólafsfjarðar (GÓ) er að ljúka – eftir Rósu Jónsdóttur formann

Veðurfar í sumar var almennt mjög gott og voru kylfingar duglegir að nýta sér það. Völlurinn (Skeggjabrekkuvöllur) var í góðu standi fyrir utan 2-3 flatir. Starfsmenn á vellinum voru Ólafur Halldórsson og Halldór I. Guðmundsson og stóðu þeir sig vel. Ferðamönnum á vellinum er ennþá að fjölga og er það vel fyrir sveitarfélagið. Í sumar var boðið upp á golfæfingar fyrir börn og ungmenni. Æfingar voru þrisvar sinnum í viku og stunduðu rúmlega 20 krakkar þær æfingar. Einnig var boðið upp á byrjenda- námskeið fyrir fullorðna og voru þau vel sótt. Leiðbeinandi á þessum æfingum var Sigurbjörn Þorgeirsson. Konukvöldin voru á mánudögum, karlakvöldin á þriðjudögum og svo voru haldin nokkur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 10:00
Ryder Cup 2014: Opið afsökunarbréf Tom Watson

Golf 1 greindi frá frétt ESPN.com í gær þar sem sagði frá óánægju liðsmanna Ryder bikars tapliðs Bandaríkjanna með fyrirliða sinn Tom Watson. Sjá með því að SMELLA HÉR: Hann á m.a. að hafa gert lítið úr andstæðingum þeirra í evrópska liðinu, skammað þá fyrir lélegan leik og hafa allt að því virt að vettugi gjöf sem þeir gáfu honum. Viðbrögð sumra leikmanna voru sterkari en annarra m.a. Phil Mickelson, sem gagnrýndi Tom Watson í kjölfarið. Tom Watson hefir nú sent frá sér eftirfarandi opinbert afsökunarbréf: Til að bregðast við nýlegri umfjöllun um Ryder bikars tap okkar, vildi ég gera nokkrar athugasemdir. Fyrst, ég tek fulla ábyrgð á samskiptum mínum, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 19:30
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 3. sæti e. 1. hring

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette leika á David Toms Intercollegiate mótinu, sem hófst í Baton Rouge, Louisiana í dag. Þátttakendur eru tæp 70 frá 12 háskólum. Haraldur lék 1. hringinn á 1 yfir pari, 73 höggum og er í 3. sæti eftir 1. spilaðan hring og á besta skori Louisiana Lafayette! Á flottum hring sínum fékk Haraldur Franklín 4 fugla, 3 skolla og 1 skramba. Glæsilegt hjá Haraldi Franklín!!! Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 19:00
LET Access: Valdís Þóra T-17 á Azor-eyjum e. 2. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í Açcores Ladies Open á Azor-eyjumni Sao Miguel í Portúgal, en mótið er hluti af LET Access mótaröðinni. Leikið er á Golf de Batalha og eru þátttakendur um 50. Valdís Þóra er samtals búin að spila á 9 yfir pari, 153 höggum (75 78) og er T-17 þ.e. deilir 17. sætinu með 3 öðrum kylfingum; Maríu Beautell og Carmen Alonso frá Spáni og Laure Sibille frá Frakklandi. Tonje Daffinrud frá Noregi er efst á samtals 5 undir pari eftir 2. dag. Sjá má stöðuna eftir 2. dag á Açcores Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Oscar Fraustro (8/50)

Oscar Fraustro frá Mexíkó var nr. 43 af 50 kylfingum sem hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Fraustro fæddist í Mexíkó City, Mexíkó þann 14. júní 1982 og er því 32 ára. Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið 2006. Fraustro býr í Chihuahua vegna þess að fjöskylda hans fluttist þanngað þegar hann var 4. Fraustro er mjög duglegur á Twitter og Facebook og heldur sambandi við vaxandi hóp aðdáenda sinna, þannig. Komast má á Twitter síðu Fraustro me því að SMELLA HÉR: Sem stendur er Fraustro nr. 566 á heimslistanum. Nú á s.l. keppnistímabili 2013-2014 keppti Fraustro í 22 mótum á Web.com Tour. Hann varð tvívegis meðal efstu Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 4. 2014 | 14:00
Afmæliskylfingur dagsins: Sunna Víðisdóttir – 4. október 2014

Þetta er stór afmælisdagur kylfinga þ.e. það eru margir frábærir kylfingar, sem eiga afmæli í dag. Þegar unnið er alla daga við að skrifa afmælisgreinar sést fljótt að suma daga er varla hægt að finna kylfing sem fæddur er á viðkomandi degi og svo aðra daga, sem margir stórkylfingar eru fæddir á. Þeir sem fæddir eru í dag virðast fæddir undir stórri golfstjörnu!!! Afmæliskylfingur dagsins er Sunna Víðisdóttir en hún er fædd 4. október 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Sunna leikur golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Elon. Hún byrjar keppnistímabilið 2014-2015 glæsilega með sigrum með liði sínu í 2 mótum. Sunna tók einnig nýlega þátt í HM Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

