Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 17:30

Scott 51 árs bróðir Steve Stricker látinn

Scott Stricker, eldri bróðir PGA Tour kylfingsins Steve Stricker lést s.l. laugardag á University of Wisconsin Hospital í Madison, Wisconsin. Scott Stricker, sem bjó í Cambridge,Wisconsin varð 51 árs. Í janúar gekkst hann undir skurðaðgerð á görnum þar sem gall lak inn í maga hans. Í kjölfarið gekkst hann undir lifrarígræðslu í febrúar sem bjargaði lífi hans þá. En eftir þessar aðgerðir gáfu nýru hans sig og hann var stöðugt inn og út á gjörgæslu. Scott Stricker var einnig með Crohn’s disease. Skv. dánarfregn í  the Janesville Gazette, mun jarðarför hans fara fram nú á miðvikudaginn kl. 11 f.h. frá   Central Catholic Church í Edgerton. Hinsta kveðja er milli Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Pam Kometani —— 6. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Pam Kometani, Pam fæddist í Honolulu, Hawaii þann 6. október 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag!!!  Kometani gerðist atvinnumaður í golfi 1990 og spilaði m.a. á LPGA.  Frægur er leikur hennar gegn Anniku Sörenstam í Long Drugs Challenge í Kaliforníu 1997 en þar tapaði hún gegn sænsku golfdrottningunni í 2 holu bráðabana. Þá var Annika í 1. sæti á peningalistanum með verðlaunafé upp á $326,551 það árið,  en Kometani var í 156. sæti með $629.  Með því að ná 2. sætinu í þessu móti og þar með í verðlaunaféð fyrir það sæti, $46,546  fjórfaldaði Kometani allt verðlaunafé sitt sem hún hafði unnið sér inn á ferli sínum. Kometani var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 15:00

Andri Þór og Emil Þór hefja leik í dag á Harold Funston mótinu í Texas

Andri Þór Björnsson, GR og Emil Þór Ragnarsson, GKG og golflið Geaux Colonels hefja leik í dag á SHSU Harold Funston Invitational. Mótið fer fram í Huntsville, Texas, á Ravens Nest golfvellinum,  dagana 6.-7. október 2014. Golf 1 mun verða með stöðufréttir og úrslit í mótinu um leið og þær berast.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 14:30

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í dag í Fresno

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State, the Bulldogs hefja leik í dag á Fresno State Classic. Gestgjafi mótsins er háskóli Guðrúnar Brár Fresno State. Þátttakendur eru 28 frá 5 háskólum. Mótið fer fram dagana 6.-7. október 2014 og leikið er í San Joaquin Country Club 3484 W. Bluff Avenue, Fresno, Kaliforníu. Guðrún Brá á rástíma kl. 9:00 að staðartíma (kl. 16:00 að okkar tíma) og fer út af 3. teig, en allar eru ræstar út á sama tíma. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og Fresno SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 13:55

Keiliskonur í 10. sæti á European Ladies Club Trophy

Kvennasveit Keilis skipuð þeim Tinnu Jóhannsdóttur, Þórdísi Geirs, Önnu Sólveigu Snorradóttur og Söru Margréti Hinriksdóttur hafnaði í 10. sæti á European Ladies Club Trophy. Mótið fór fram í Achental GC, Mietenkamer Straße 65, í Grassau, Þýskalandi, 2. -4. október s.l. og lauk því á laugardeginum s.l. Sigurvegarar voru kvenkylfingar í franska klúbbnum Racing Club de France, La Boulie. Sjá má úrslitin með því að SMELLA HÉR: Tinna Jóhannsdóttir skrifaði ferðasöguna, sem birtist á keilir.is: „Við lögðum af stað í stormi síðastliðinn mánudag og var það viðeigandi byrjun á skemmtilegri viku. Ferðalagið gekk snurðulaust þar til á hótelið var komið, sem á korti væri hægt að finna nokkuð nálægt “middle of no Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 13:30

Axel á 79 og Ólafur Björn á 77 e. 1. dag úrtökumóts Nordic Golf League

Axel Bóasson, GK og Ólafur Björn Loftsson, NK hófu leik nú  í morgun á úrtökumóti á Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska í dag. Mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk.  Þátttakendur eru 79. Axel lék á 7 yfir pari, 79 höggum og Ólafur Björn á 5 yfir pari, 77 höggum. Mótsaðstæður eru erfiðar en völlurinn er fremur blautur. Sjá má stöðuna eftir 1. dag í Skjoldenæsholm Golf Center með því að SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 11:00

LET: Azahara Muñoz sigraði á Opna franska

Lacoste Ladies Open de France mótið m.ö.o. Opna franska fór fram dagana 2.-5. október og lauk í gær í Chantaco Golf Club, í Saint-Jean-de-Luz, Aquitaine, í Frakklandi. Það var spænski kylfingurinn Azahara Muñoz sem sigraði en hún lék samtals á 11 undir pari, 269 höggum (67 68 67 67). Öðru sætinu deildu þær Amy Boulden frá Wales og spænski kylfingurinn María Hernandez, báðar á 10 undir pari. Í 4. sæti varð enski kylfingurinn Florentyna Parker á samtals 9 undir pari og í 5. sæti varð „heimakonan“ Isabelle Boineau á samtals 8 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Lacoste Ladies Open de France SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í 5. sæti á David Toms Intercollegiate

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette léku á David Toms Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Baton Rouge, Louisiana og lauk í gær. Mótið fór fram dagana 4.-5. október 2014 og þátttakendur voru tæp 70 frá 12 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals 223 höggum (73 79 71) og lauk keppni jafn öðrum í 5. sæti í keppninni! Haraldur Franklín var á besta skori The Ragin Cajuns, golfliðs Louisiana Lafayette, sem hafnaði T-8 í liðakeppninni. Næsta mót Haraldar Franklín og golfliðs Louisiana Lafayetter er Miramont Invitational, sem hefst 13. október n.k í Bryan, Texas. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring á David Toms Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 17:45

GVS: Þorbjörn Bjartmar Björnsson sigraði í Opna haustmótinu nr. 2

Í gær fór fram 2. opna haustmót GVS.  Alls skráðu sig um 25 manns í mótið en aðeins 10 kláruðu; 8 karl- og 2 kvenkylfingar! Það var „heimamaðurinn“ Þorbjörn Bjartmar Björnsson, sem sigraði, var með 28 punkta! Í 2. sæti varð Björn Arnar Rafnsson, GMS, með 27 punkta (og fleiri á seinni 9 eða 13) og í 3. sæti varð Guðni Sigurður Ingvarsson, GK á 27 punktum (12 punktar á seinni 9). Heildarúrslitin í Opna haustmóti GVS nr. 2 voru eftirfarandi: 1 Þorbjörn Bjartmar Björnsson GVS 17 F 16 12 28 28 28 2 Björn Arnar Rafnsson GMS 16 F 14 13 27 27 27 3 Guðni Sigurður Ingvarsson GK Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 5. 2014 | 17:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Byron Smith (9/50)

Byron Smith varð nr. 42 af þeim 50 sem fengu kortin sín eftir Web.com finals fyrir viku síðan. Smith er fæddur 31. mars 1981 í Palm Springs, Kaliforníu og því 33 ára.  Hann spilaði með golfliði Pepperdine University í bandaríska háskólagolfinu. Hann spilaði ekki með háskólaliðinu síðustu 2 árin af því að hann ákvað að gerast atvinnumaður í golfi 2001 og hætti í háskóla. Smith spilaði fyrst á kanadíska PGA túrnum árið 2005 en vakti í raun enga athygli fyrr en 2007, þegar hann vann 2 sinnum og var með 5 topp-10 árangra og yfir  $89,000 í verðlaunafé.  Byron Smith varð sem sagt í 1. sæti á peningalistanum og hlaut hann fyrir Lesa meira