Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Alex Prugh (10/50)

Alex Prugh er sá 41. sem af 50 sem hlaut kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015.   Hann varð í 11. sæti á peningalista Web.com í fyrra og spilaði því á PGA Tour keppnistímabilið 2013-2014 en þurfti að fara í Web.com Finals mótaröðinni, til þess að endurnýja keppnisréttindi sín, en þar spila allir þeir sem eru 126-200 á peningalista PGA Tour og var Prug einn af þeim í ár. Alexander Prugh fæddist 1. september 1984 í Spokane, Washington og varð því 30 ára fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Prugh var í Joel E. Ferris menntaskólanum, þar sem hann var í golfliðinu. Hann spilaði síðar í bandaríska háskólagolfinu með University of Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 18:15

Ólafur Björn í 15. sæti og Axel í 26. sæti e. 2. dag Nordic Golf League úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK og Axel Bóasson, GK,  taka þátt í úrtökumóti í Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska, en mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk. Þátttakendur eru 79. Þeir bættu sig báðir um 1 högg í dag, en Ólafur Björn er samtals búinn að spila á 9 yfir pari, 153 höggum (77 76) og Axel á samtals 13 yfir pari, 157 höggum (79 78). Ólafur Björn er í 15. sæti úrtökumótsins meðan Axel er í 26. sæti.   Það er vonandi að báðir komist í gegn í þessu úrtökumóti, en sem stendur eru góðar líkur á því! Sjá má stöðuna eftir 2. dag í Skjoldenæsholm Golf Center með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 18:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 13. sæti í Texas e. fyrri dag

Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State taka þátt í SHSU Harold Funston Invitational, sem fram fer í Ravens Nest Golf Club í Huntsville, Texas. Ranglega var getið að nýliðinn í liði Nicholls State, Emil Þór Ragnarsson, GKG, léki líka í mótinu, en hann er ekki með að þessu sinni. Mótið stendur dagana 6.-7. október 2014 og verður lokahringurinn því leikinn í kvöld.  Þátttakendur eru 48 frá 9 háskólum. Andri Þór var á besta skori Nicholls State 1. hringinn, lék á 74 höggum og deilir 13. sætinu. Sjá má stöðuna eftir fyrri dag Harold Funston mótsins í Texas með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 16:10

Leikhraðakönnun R&A

Eitt af því heitasta sem er í golfumræðunni í dag og hefir reyndar verið um nokkurt skeið er leikhraði kylfinga. Í mörgum nágrannaríkjum okkar er kylfingum, sem félagsbundnir eru í klúbbum, að fækka og er ein af ástæðum þess talinn vera of hægur leikur, sem leiðir til þess að mörgum finnst þeir einfaldlega ekki hafa fjárráð + tíma til þess að standa í þessu sporti þar sem hringur á góðviðrisdegi á sumri getur tekið allt að 6 tímum. Það eru margir þættir sem leiða til of hægs leikjar kylfinga, m.a. golfhæfileikar viðkomandi og leikstjórnunar- geta og hvernig golfvöllur er settur upp tiltekinn dag sem leikið er. Of hægur leikur hefir m.a. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Fannar Ingi Steingrímsson – 7. október 2014

Það er Fannar Ingi Steingrímsson, sem er afmæliskylfingur dagsins. Fannar Ingi er fæddur 7. október 1998 og er því 16 ára í dag. Fannar Ingi er í GHG, þ.e. Golfklúbbi Hveragerðis.   Fannar Ingi spilaði á Arionbankamótaröðinni 2012 með góðum árangri.  Sem fyrr tók Fannar Ingi einnig þátt í nokkrum mótum erlendis með góðum árangri. Þannig keppti hann í maí 2013 á US Kids European Championship sem fram fór á  golfvelli Luffness New Golf Club  í Skotlandi. Þar lauk Fannar Ingi keppni í 2. sæti. Eftirminnilegasta afrek Fannars Inga frá árinu 2013 er e.t.v. 2. mótið á Íslandsbankamótaröðinni, sem fram fór á Strandarvelli á Hellu.  Þar sigraði Fannar Ingi með glæsihring upp Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 12:00

Þessi náungi er svo slæmur í golfi að það er fyndið – Myndskeið

Á Golf Digest er fyndið myndskeið af náunga, Brian, sem er ekkert sérstaklega góður í golfi. Myndskeið með Brian má sjá á YouTube og ber þar heitið „Brian´s entire golf career in two minutes“ Hér er svo linkur inn á hvorutveggja á Golf Digest SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 10:00

Kylfusveinadansinn – Myndskeið

Michelle Tesori, eiginkona Paul Tesori, kylfusveins Webb Simpson, setti á félagsmiðlana skemmtilegt myndskeið af eiginmanni sínum og Simpson, þar sem þeir tveir taka „kylfusveinadansinn.“ Sjá má myndskeiðið með því að SMELLA HÉR:  Svona til upplýsingar þá er Simpson sá sem er til hægri á myndskeiðinu!


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 7. 2014 | 08:00

Ólafur Björn sáttur við spilamennskuna í óvenjulegum aðstæðum

Ólafur Björn Loftsson, NK og Axel Bóasson taka þátt í úrtökumóti í Nordic Golf League, á Ecco túrnum danska, en mótið fer fram í Skjoldenæsholm Golf Center, í Danmörk. Þátttakendur eru 79. Ólafur Björn og Axel voru á fremur háum skorum miðað við hvað maður er vanur að sjá hjá þeim félögum; Ólafur Björn 77 og Axel 79. Samt er Ólafur Björn ánægður með leik sinn en um fyrsta hringinn í úrtökumótinu skrifaði Ólafur Björn eftirfarandi á facebook síðu sína: „Fyrri hringur úrtökumótsins hér í Danmörku fór fram við afar óvenjulegar aðstæður. Þetta hljómar einkennilega en ég var tiltölulega sáttur við spilamennsku mína í dag, lék á 77 (+5) höggum. Ég er jafn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 22:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 1. sæti e. 1. hring á Fresno State Classic

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State, the Bulldogs hófu í dag leik á Fresno State Classic. Gestgjafi mótsins er háskóli Guðrúnar Brár Fresno State. Þátttakendur eru 28 frá 5 háskólum. Mótið fer fram dagana 6.-7. október 2014 og leikið er í San Joaquin Country Club 3484 W. Bluff Avenue, Fresno, Kaliforníu – 2 hringir fyrri dag og 1 hringur seinni dag. Guðrún Brá lék 1. hring á 1 undir pari 71 höggi.  Á hringnum fékk Guðrún Brá 2 fugla og 1 skolla og er í 1. sæti mótsins. Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Annar hringurinn er þegar hafinn. Til þess að fylgjast með gengi Guðrúnar Brár og Fresno SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 6. 2014 | 18:30

LPGA: Mirim Lee sigraði á Reignwood LPGA Classic

Mirim Lee frá Suður-Kóreu hafði betur gegn þeim Caroline Hedwall og Stacy Lewis, sem voru helstu keppinautarnir á lokasprettinum á Reignwood LPGA Classic í gær. Mótið fór fram á golfvelli Reignwood Pine Valley Golf Club, sem er par-73 og  í Nankou, Peking í  Kína. Þetta er 2. sigur Mirim Lee á LPGA á aðeins 2 1/2 mánuði. Lee lék samtals á 15 undir pari, 277 höggum (70 68 70 69). Í 2. sæti varð Íslandsvinurinn Caroline Hedwall, 2 höggum á eftir Lee og í 3. sæti voru Haeji Kang, Brittany Lang og  Inbee Park, enn öðru höggi á eftir. Stacy Lewis, sem var var annar helsti keppinautur Mirim Lee á lokahringnum lauk Lesa meira