Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 17:30
Rory gaf 192 milljónir ísl. króna til krabbameinsveikra barna

Árið 2014 hefir verið Rory McIlroy gott – hann er aftur orðinn nr. 1 á heimslistanum og hefir m.a. sigrað í 2 risamótum og með liði Evrópu í Ryder bikarnum. En Rory er líka að bæta líf annarra utan vallar og gefa af sér og það gerði hann svo um munaði þegar hann gaf $ 1,6 milljónir (u.þ.b. 192 milljónir íslenskra króna) til krabbameinsbarna í Daisy Lodge á í Newcastle, Írlandi. Gjöfin er liður í samstarfi Rory og the Cancer Fund for Children, en Daisy Lodge er skammstímavistun fyrir krabbameinsveik börn og aðstandendur þeirra, þar sem þau eiga að njóta alls hins besta. „Short breaks þ.e. skammtímavistunin sér þreyttum fjölskyldum fyrir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 17:00
Hús Ian Poulter við Lake Nona til sölu fyrir $ 1,3 milljónir – Myndskeið

Hún Poulter fjölskyldunnar við Lake Nona er til sölu fyrir $ 1,3 milljónir. Á mánudaginn 6. október s.l. setti Ian Poulter auglýsingu á Twitter þar sem sagði: „Our old Family home has had a video tour done, Its been a great house & now time for it to home someone else“ (Gamla fjölskylduheimili okkar hefir verið fest á myndband. Það hefir verið frábært hús & og nú er komin tíma á það fyrir einhvern annan að búa þar heimili sitt.“ Sjá má myndskeið af húsi Poulter á Golf Digest með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundur Ágúst Kristjánsson – 8. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR. Guðmundur Ágúst er fæddur 8. október 1992 og á því 22 ára afmæli í dag! Guðmundur Ágúst hefir m.a. orðið Íslandsmeistari í holukeppni 2013. Hann spilar golf í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði Eeast Tennessee State University (ETSU). Guðmundur Ágúst er einn af 3 Íslendingum sem unnið hafa Duke of York keppnina, en hann vann hana fyrstur Íslendinga árið 2010. Komast má á facebooksíðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Guðmundur Ágúst Kristjánsson (22 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar eru: Margaret Curtis, f. 8. október 1883- d. 24. desember 1965; Thomas Dickson „Tommy“ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 14:45
Bandaríska háskólagolfið: Ari lauk leik í 9. sæti og Theodór Emil í 17. sæti á Buccaneer Classic

Ari Magnússon, GKG og Theodór Emil Karlsson tóku þátt í Buccaneer Classic mótinu, sem fram fór á North Creek golfvellinum dagana 6.-7. október og lauk í gær. Ari lék á samtals 7 yfir pari, 217 höggum (72 74 71) og lauk leik í 9. sæti í einstaklingskeppninni. Theodór Emil lék á samtals 13 yfir pari, 223 höggum (74 73 76) og lauk leik jafn öðrum í 17. sæti í einstaklingskeppninni. Golflið University of Arkansas at Monticello varð í 3. sæti af 9 háskólaliðum. Næsta mót Ara, Theodórs Emils og félaga í Monticello er 19. október n.k. Til þess að sjá lokastöðuna á Buccaneer Classic SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 13:00
Hver er kylfingurinn: Oliver Wilson?

Enski kylfingurinn Oliver Wilson sigraði s.l. helgi á Alfred Dunhill Links Open, en mótið fór að venju fram á 3 af bestu golfvöllum heims: St. Andrews Old Course (vöggu golfsins), Carnoustie og Kingsbarns. Þetta er langstærsti sigur Wilson á ferli hans og sá fyrsti á Evrópumótaröðinni. En hver er þessi Wilson? Oliver John Wilson fæddist 14. september 1980 í Mansfield, Englandi og er því nýorðinn 34 ára. Hann byrjaði feril sinn í Coxmoor Golf Club, eftir að hafa tekið þátt í unglingastarfinu í Oakmere Park Golf Club. Wilson var í bandaríska háskólagolfinu og lék með golfliði Augusta State University, Wilson gerðist atvinnumaður 2003 og spilaði á Challenge Tour árið 2004. Hann Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 11:59
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín og Pfeiffer í 13. sæti á Myrtle Beach mótinu

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer tóku þátt í 13. Myrtle Beach Intercollegiate mótinu, sem fram fór á Myrtle Beach í Suður-Karólínu, þ. 6.-7. október 2014 og lauk í gær. Þetta var gríðarstórt mót, en þáttakendur voru 104 frá 20 háskólum. Stefanía Kristín lék á samtals 15 yfir pari, 159 höggum (79 80) og var á 2.-3. besta skori í liði sínu og deildi 41. sæti með liðsfélaga sínum Amanda Floberg í einstaklingskeppninni. Pfeiffer hafnaði í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Stefaníu Kristínar og Pfeiffer er í Norður-Karólínu 12.-14. október n.k. Til þess að sjá lokaniðurstöðuna í Myrtle Beack mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 11:30
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk leik í 8. sæti í Texas

Andri Þór Bjjörnsson, GR og Geaux Colonels, háskólalið Nicholls State tóku þátt í SHSU Harold Funston mótinu sem fram fór í Ravens Nest Golf Club í Huntsville, Texas. Mótið stóð dagana 6.-7. október 2014 og lauk í gær. Þátttakendur voru 48 frá 9 háskólum. Andri Þór stóð sig best af liðsfélögum sínum í Nicholls State, lék á samtals 217 höggum (74 72 71) og hafnaði í 8. sæti í einstaklingskeppninni, sem hann deildi ásamt einum öðrum, Nicolas Platret úr Texas-Pan American háskólanum. Nicholls State varð í 7. sæti í liðakeppninni. Sjá má að Nicholls State er afar stolt af Andra Þór en í blaðagrein á skólavefnum segir að þetta sé Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 06:50
Cindy Davis forseti NIKE segir af sér

Cindy Davis, 52 ára forseti Nike Golf frá árinu 2008 tilkynnti í fréttatilkynningu í gær að hún hygðist segja af sér. Cindy er fyrsta konan, sem rís til æðstu metorða í golfútbúnaðarfyrirtæki á heimsmælikvarða. Jaime Martin, varaforseti og framkvæmdastjóri Nike Global Categories, sagði „Við þökkum Cindi fyrir stjórn hennar gegnum árum en hún hefir verið í forystu þróunar og vaxtar Nike Golf Business worldwide. Undir forystu Cindy hefir Nike Golf stöðugt skilað hagnaði ár eftir ár frá árinu 2009.“ Davis var fyrst framkvæmdastjóri Nike Golf árið 2004. Fjórum árum síðar var hún orðinn forseti fyrirtækisins. Áður en hún kom til Nike var hún varaforseti Golf Channel og vann hjá Arnold Palmer Golf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 02:22
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá varð í 3. sæti – Fresno State í 1. sæti!!!

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, og golflið Fresno State, the Bulldogs luku leik í gær á Fresno State Classic. Gestgjafi mótsins var háskóli Guðrúnar Brár, Fresno State. Þátttakendur voru 28 frá 5 háskólum. Mótið fór fram dagana 6.-7. október 2014 og leikið var í San Joaquin Country Club 3484 W. Bluff Avenue, Fresno, Kaliforníu – 2 hringir fyrri dag og 1 hringur seinni dag. Guðrún Brá lék samtals á 5 yfir pari, 221 höggi (71 78 72) og lauk keppni í 3. sæti Glæsilegt hjá Guðrúnu Brá!!! Fjórir liðsmenn Fresno State voru í 4 efstu sætum mótsins og liðið því nokkuð örugglega í 1. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Guðrúnar Brár og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2014 | 02:00
Ólafur Björn komst á lokastigið – Axel úr leik

Ljóst er eftir 2. hring á úrtökumótinu í Skjoldnæs Centrum að Ólafur Björn Loftsson, NK, er kominn áfram á lokastig úrtökumótsins, en Axel Bóasson, NK, er úr leik. Ólafur Björn skrifaði eftirfarandi á facebook síðu sína eftir að ljóst var að hann hefði komist áfram: „Eftir tvo ótrúlega krefjandi hringi í Danmörku komst ég áfram á lokastig úrtökumótsins fyrir Nordic League mótaröðina. Ég lék á 76 (+4) höggum og endaði jafn í 14. sæti en 21 kylfingur komst áfram af þessum stað. Með þessum árangri hef ég tryggt mér ákveðinn þátttökurétt á næsta ári en á lokastiginu hef ég tækifæri til að bæta mína stöðu enn fremur. Ég spilaði af Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

