Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 20:00

Ryder Cup 2014: Chamblee segir Mickelson hafa logið til um Tom Watson

Brandel Chamblee, golffréttaskýrandi Golf Channel (sá sami og var með óviðeigandi samlíkingar þ.e. sagði Tiger svindla eins og hann hefði gert í barnaskóla á stærðfræðiprófi – þegar vafaatriði komu upp hvort Tiger hefði farið að golfreglum, þegar hann tók víti)  þ.e. Chamblee kom fram í útvarpsþætti CBS og tók þar upp hanskann fyrir fyrirliða bandaríska liðsins, Tom Watson, þegar hann sagði Phil Mickelson hafa logið um það á blaðamannafundi að leikmenn hefðu ekki verið með í neinum ákvörðunum fyrirliðans. Chamblee sagði m.a. í útvarpsþættinum: „Á þessum blaðamannafundi sagði Phil m.a. að þeir (leikmenn) hefðu ekkert haft að segja í þessari Ryder bikars keppni. Ég veit að það er staðreynd að allir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Kyle Reifers (13/50)

Kyle Reifers var nr. 38 af þeim sem þeim 50 sem hlutu kortin sín á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Kyle Reifers fæddist í Columbus, Ohio, 13. október 1983 og er því 30 ára að vera 31 árs eftir nokkra daga! Kyle spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Wake Forest, sama háskóla og Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2014 Ólafía Þórunn spilaði golf í og eins Cheyenne Woods, frænka Tigers og Arnold Palmer, svo nokkrir frægir kylfingar þess skóla séu taldir. Reifers sigraði á Monroe Invitational og Ohio Amateur árið 2004 og í Northeast Amateur árið 2005. Reifers spilaði með liði Bandaríkjanna í Walker Cup þar sem Bandaríkin unnu 12½-11½. Reifers varð og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 17:30

LET Access: Valdís Þóra í 42. sæti e. 1. dag í Grikklandi

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk 1. hring á Grecotel Amirandes Ladies Open, en mótið fer fram í Crete Golf Club í Hersonissos, Grikklandi og hófst í dag Mótið stendur 10.-12. október 2014. Þáttakendur eru 62. Valdís Þóra lék á 5 yfir pari, 77 höggum og deilir 42. sæti ásamt 6 öðrum eftir 1. dag. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Grecotel Amirandes Ladies Open með því að  SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 17:00

GR: Opið styrktarmót fyrir Ólafíu Þórunni og Þórð Rafn á Korpu á morgunn

Á morgun, laugardaginn 11. október fer fram opið styrktarmót á Korpúlfsstaðavelli. Mótið er haldið til  styrktar þeim Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur og Þórði Rafni Gissurarsyni, sem bæði eru að berjast um að komast á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólafía hefur þegar keppt í einu móti á LET Access tour og náði þar glæsilegum árangri og er að undirbúa sig fyrir keppni á úrtökumótum. Þórður sýndi snilldartilþrif þegar hann vann sér inn rétt til að leika á öðru stigi úrtökumóta fyrir Evróputúrinn. Golfklúbbur Reykjavíkur er stoltur af þessum tveimur geðþekku og frábæru kylfingum og gefur nú félagsmönnum kost á að styrkja þau í baráttunni og um leið taka þátt í skemmtilegu Texas Scramble Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Rakel Kristjánsdóttir – 10. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Rakel Kristjánsdóttir. Rakel fæddist 10. október 1951. Rakel er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Rakel Kristjánsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Bruce Devlin, 10. október 1937 (77 ára); Craig Marseilles, 10. október 1957 (57 ára);  Jody Anschutz, 10. október 1962 (52 árs) ;  Bryn Parry, 10. október 1971 (43 árs);  Johan Edfors, 10. október 1975 (39 ára); Mika Miyazato, 10. október 1989  (25 ára) – vann sinn fyrsta sigur á LPGA 19. ágúst 2012. ….. og …… Gudlaugur Rafnsson Erna Hjaltested Haukur Dór (38 ára) Galleri Ozone Selfossi (104 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 15:00

Nýja kærasta Rickie Fowler er bikinímódel – Myndir

Rickie Fowler var til margra ára með dóttur stórkylfingsins Olin Browne, Amöndu, en svo virðist sem það samband sé nú á enda. A.m.k. ef marka má myndir sem Rickie setti inn á félagsmiðla af nýju kærustu sinni sem heitir Alexis Randock og er bikinímódel. Hér má sjá nokkrar myndir af Alexis:


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 14:55

Ólafur Björn á 70 höggum á 2. degi Nordic Golf League úrtökumótsins

Ólafur Björn Loftsson, NK tekur þá í úrtökumóti inn á Nordic Gofl League mótaröðina, en úrtökumótið fer fram dagana 8.-11. október 2014 í Danmörku. Ólafur Björn er búinn að spila á samtals 141 höggi (71 70) og er sem stendur í 6. sæti á mótinu, en nokkrir eiga eftir að ljúka leik þannig að sætistala hans getur enn breyst, en ljóst er að hann er meðal efstu manna. Til þess að sjá stöðuna á úrtökumóti Ólafs Björns SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 12:59

LPGA: Ryu efst e. 2. dag í Malasíu

So Yeon Ryu leiðir í hálfleik á Sime Darby LPGA Malaysia mótinu, sem fram fer í Kuala Lumpur GC&C, í Kuala Lumpur, Malasíu. Ryu er samtals búin að spila á 11 undir pari, 131 höggi (66 65). Japanska stúlkan Ayako Uehara, sem er ásamt 3 öðrum stúlkum í 2. sæti á samtals 9 undir pari,  átti besta skorið á 2. hring, lék á 8 undi pari, 63 höggum! Uehara deilir 2. sætinu með undraunglingnum 17 ára Lydiu Ko frá Nýja-Sjálandi, ensku stúlkunni Jodi Ewart-Shadoff og Eun-Hee Ji frá Suður-Kóreu. Ewart-Shadoff og Ko áttu glæsihringi báðar tvær upp á 64 högg, en þar með jafnaði Ko besta skor sitt eftir að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 09:00

PGA: Bae og Gonzalez leiða e. 1. dag á Frys.com Open – Hápunktar 1. dags

Fyrsta mót vikunnar á nýju 2014-2015 keppnistímabili á PGA Tour fer fram nú í þessari viku en það er Frys.com Open. Mótið fer fram á Siverado CC í Napa,Kaliforníu. Eftir 1. dag er það tiltölulega óþekktur kylfingur, Andres Gonzalez sem leiðir ásamt Sang-Moon Bae, frá Suður-Kóreu, sem er örlítið þekktari. Sjá má kynningu Golf 1 á Sang-Moon Bae með því að SMELLA HÉR:  Báðir léku þeir á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum. Einn í þriðja sæti, aðeins 1 höggi á eftir á 5 undir pari, 67 höggum er Skotinn Martin Laird. Sjá má stöðuna eftir 1. dag á Frys.com Open með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst hefur leik í Tennessee í dag

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU hefja leik í dag á Bank of Tennessee Intercollegiate í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges, í Jonesboro, Tennessee. Þátttakendur eru u.þ.b. 80 frá 15 háskólaliðum. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: