Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 12:00

Hagnaður GMac fer upp í $ 13,2

Hagnaður auglýsingastofu sem er í eigu risamótssigurvegarans Graeme McDowell (GMac) er  $3.29milljónir  (skammst. m) og fer því upp í $13.2m (€10.4m). Nýjar tölur sem birtar voru af  Boyport Services Ltd (í eigu GMac) sýna að fyrirtækið hélt áfram að blómstra undir stjórn umboðsskrifstofu GMac í Dublin, sem er í málaferlum við náinn vin GMac, Rory McIlroy,  s.s. allir vita, Að vísu lækkaði lausafjárstaðan úr $6.1m í $4.23m. En engu að síður jókst verðmæti eigna fyrirtækisins úr $3m to $9.3m. Heildarhagnaður fyrirtækisins fór einnig úr $9.94m í  $13.23m á 12 mánuðum til loka desember s.l. Fyrirtæki McDowell hefir verið stjórnað af skrifstofu Conor Ridge þ.e. Horizon Sports Management agency, en GMac tilkynnti nú nýlega að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 10:00

Írskur kylfingur fer í mál við klúbbinn sinn

Þær eru margar skrítnu golffréttirnar árið 2014. En þessi toppar kannski allar. S.l. fimmtudag var Thomas Talbot frá Dublin á Írlandi, fyrrum starfsmanni tryggingafélags, sem nú er kominn á eftirlaun synjað um áfrýjunarrétt í máli, sem Talbot hafði höfðað gegn fyrrum golfklúbbi sínum, fyrir að ófrægja mannorð sitt, með því að saka hann um að hafa gefið upp ranga forgjöf. Málið var 83 daga að velkjast í  hæstarétti Írlands, áður en málinu var vísað frá. Talbot krafðist skaðabóta úr hendi Hermitage golfklúbbsins og eins af starfsmönnum þess,  Eddie Murphy (frábært nafn!), og golfsambands Írlands. Talbot fannst klúbburinn vera að ásaka sig um að svindla þegar klúbburinn sendi honum skírteini þar sem sagði Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 20:00

Golfþjálfari dæmdur í 27 ára fangelsi f. kynferðisbrot gegn nemendum sínum

Golfþjálfari drengja frá San Francisco, Andrew Nisbet, 32 ára, frá Livermore,  var dæmdur í 27 ára og 4 mánaða fangelsi s.l. fimmtudag fyrir að hafa brotið gegn 3 skjólstæðingum sínum (þ.e. golfnemendum) kynferðislega og fyrir að hafa lagt á ráðinn um að ráða kærendur af dögum úr fangelsi, sagði einn saksóknara. Sjá má umfjöllun Golf 1 þegar upp komst um Nisbet í fyrra, 2013 með því að SMELLA HÉR:  Dómurinn var felldur eftir játningu Nesbit. Meðal sönnunargagna gegn Nesbit var bréf sem hann ritaði trúnaðarmanni sínum þar sem hann bað um að „að fórnarlömbunum yrði rutt úr vegi“ (ens.: asked to have the „victims taken care of“). Nisbet var handtekinn fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagins: Heiða Guðna og Michelle Wie – 11. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru Heiða Guðnadóttir og Michelle Wie. Báðar eru þær jafngamlar fæddar sama dag og sama ár 11. október 1989 og því báðar 25 ára í dag. Heiða er klúbbmeistari GKJ 2012 og Michelle Wie spilar á LPGA og hefir átt ágætis ár í ár, 2014; en hún byrjaði vel í ár þegar hún vann 3. sigur sinn á LPGA Lotte Championship á heimavelli í Hawaii.  Einn sigraði Wie á fyrsta risamóti sínu, þ.e. US Women´s Open þann 22. júní s.l. Komast má á heimasíðu Wie með því að SMELLA HÉR: og komast má á facebook síðu Heiðu Guðna til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Heiða Guðnadóttir (Innilega til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Zachary Blair (14/50)

Nú er brugðið aðeins út af röðinni því eiginlega væri sá 37. í röðinni nú yfir „nýju strákana“, sem hlutu kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015 og sem Golf 1 er að kynna stuttlega. Stokkið verður yfir í þann sem varð í 11. sæti, Zachary (Zac) Blair, því hann er sá af nýliðunum, sem virðist vera að slá í gegn snemma í ár, situr í 2. sæti á Frys.com Open mótinu, opnunarmóti keppnistímabilsins á PGA Tour. Zac Blair fæddist 20. ágúst 1990 og er því nýorðinn 24 ára. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu, með liði Brigham Young University í Salt Lake City, Utah og útskrifaðist þaðan nú í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 12:00

PGA: Laird leiðir í hálfleik Frys.com Open – Hápunktar 2. dags

Skotinn Martin Laird leiðir eftir 2. dag 1. PGA Tour mótsins, Frys.com Open, á 2014-2015 keppnistímabilinu, sem er nýhafið. Laird er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti eru Zachary Blair og Sang Moon Bae, báðir á samtals 9 undir pari; Blair (69 66) og Bae (66 69). Blair, 24 ára, er einn af nýliðunum á PGA Tour í ár – var sá sem var í 11. sæti af þeim 50, sem hlutu kortin sín á PGA Tour á nýja keppnistímabilinu og fróðlegt að sjá hvernig hann á eftir að standa sig í ár …. en eitt er víst að hann byrjar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundi Ágústi tókst ekki að ljúka hring sínum í gær

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU hófu í gær leik á Bank of Tennessee Intercollegiate í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges, í Jonesboro, Tennessee. Þátttakendur eru u.þ.b. 80 frá 15 háskólaliðum. Guðmundur Ágúst kláraði ekki hring sinn og er í 52. sæti sem stendur en á 6 holur eftir óspilaðar af 1. hring sínum. Fylgjast má með gengi Guðmundar Ágústs með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 10:00

LPGA: Phattlum efst fyrir lokahringinn í Malasíu

Thaílenski kylfingurinn Pornanong Phattlum leiðir fyrir lokahring Sime Darby LPGA Malaysia. Phattlum er samtals búin að spila á 14 undir pari, 199 höggum (67 67 65). Í 2. sæti er japanski kylfingurinn Ayako Uehara á samtals 11 undir pari. Fjórar deila síðan 3. sætinu á samtals 10 undir pari hver þ.e. : Lydia Ko, Shanshan Feng, Chella Choi og So Yeon Ryu, sem var í forystu eftir 1. daginn, en átti hring yfir 70 í gær, sem dugði lítið gegn lágu skori allra framantaldra kylfinga. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Sime Darby LPGA Malaysia SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Levy leiðir í hálfleik Portugal Masters – Hápunktar 2. dags

Frakkinn Alexander Levy hélt áfram þar sem frá var horfið,  síðdegis í gær, sem  markað var af töfum vegna mikilla rigninga á Portugal Masters. En rigningin aftraði ekki Levy, sem einungis hefir unnið 1 sinni á Evróputúrnum þ.e. á Volvo China Open. Levy fékkk 10 fugla á lýtalausum hring upp á 10 undir pari í  Oceånico Victoria Golf Club. Levy kom í hús á glæsilegu 61 höggi!!!   Samtals er Levy búinn að spila á 18 undir pari, 124 höggum (63 61) og á 3 högga forskot á þann sem var á langlægsta skorinu í gær Belgann Nicolas Colsaerts og situr í 2. sæti sem stendur á samtals 15 undir pari. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 10. 2014 | 22:00

5 ensk tvíræð golfhugtök – Myndskeið

Sumir sjá eitthvað kynferðislegt í öllu sem þeir taka sér fyrir hendur …. jafnvel golf. Hér má sjá myndskeið sem einhverjir tóku saman rétt fyrir Ryder keppninni; þ.e. viðkomandi fóru inn á PGA.com og fundu setningar og fannst ensku orðin þ.e. golfhugtökin,  sem golffréttamenn notuðu hafa kynferðislegan undirtón SMELLIÐ HÉR: