Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 07:00
Hvað var í sigurpoka Bae?

Sang-Moon Bae tryggði sér 2. PGA Tour sigur sinn með 2 högga sigri sínum á Frys.com Open. Bae gerði m.a. þá breytingu að hann setti nýtt Graphite Design MJ-7X skaft (45 tomma) á Callaway Big Bertha V-Series dræver sinn. Bae notaði þar að auki Odyssey Damascus Grand pútter, sem hann náði sér í, í Japan og notaði fyrst í Silverado Country Club. Odyssey framleiddi aðeins 350 Damascus Grand púttera með #1 haus og þeir fengust aðeins í Japan. Pútterinn er svartur með PVD áferð og púttershöfuðið vegur aðeins 345 grömm og er úr Damascus stáli — sem er sama stálið sem notað hefir verið til að búa til samurai sverð Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 06:30
PGA: Ás Bill Hurley III á Frys.com Open – Myndskeið

Bill Hurley III átti frábæran ás á 2. hring Frys.com Open, sem lauk í gær. Ásinn kom á par-3 15. holunni og notaði Billy 7-járnið sitt. Ásinn var nokkuð sérstakur fyrir þær sakir að það heyrðist hár smellur þegar boltinn small beint í holuna! Sjá má ás Bill Hurley með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 13. 2014 | 06:00
PGA: Bae sigraði á Frys.com Open – Hápunktar lokahringsins

Það var Sang-Moon Bae frá Suður-Kóreu, sem sigraði á Frys.com Open. Bae lék á samtals 15 undir pari, 273 höggum (66 69 65 73). Í 2. sæti varð Ástralinn Steven Bowditch, sem varð 2 höggum á eftir á 275 höggum (73 68 67 67). Fimm deildu síðan 3. sætinu á samtals 12 undir pari hver: Hunter Mahan, Martin Laird, Retief Goosen, Hideki Matsuyama og Bryce Molder. Til þess að sjá lokastöðuna á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta lokahrings Frys.com Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 19:00
GR: Feðginin Guðni og Heiða sigruðu á styrktarmóti Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns – Ingvar Andri fór holu í höggi!!!

Í gær, laugardaginn 11.október var haldið Styrktarmót Ólafíu Þórunnar og Þórðar Rafns á Korpúlfsstaðavelli. Þau eru að berjast um að komast á mótaröð þeirra bestu í Evrópu. Ólafía hefur þegar keppt í einu móti á LET Access tour og náði þar glæsilegum árangri og er að undirbúa sig fyrir keppni á úrtökumótum. Þórður sýndi snilldartilþrif þegar hann vann sérinn rétt til að leika á öðru stigi úrtökumóta fyrir Evróputúrinn. Spilað var tveggja manna scramble og ræst var út á öllum teigum klukkan 11. Um hundrað manns tóku þátt, styrktu krakkana og spiluðu í fallegu haust veðri. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin og einnig voru veitt nándarverðlaun. Úrslitin voru eftirfarandi: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:45
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik í Tennessee

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU tóku þátt í Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu í Blackthorn golfklúbbnum at the Ridges, í Jonesboro, Tennessee. Þátttakendur voru u.þ.b. 80 frá 15 háskólaliðum. Mikið rigningaveður varð til þess að mótið var stytt í 36 holu mót Guðmundur Ágúst lauk keppni í 5. og síðasta sæti liðs síns þ.e. í 71. sæti í einstaklingskeppninni, með hringi upp á samtals 153 högg (75 78). Golflið ETSU varð í 2. sæti í mótinu en skor Guðmundar Ágústs taldi ekki. Næsta mót golfliðs ETSU er 17. október þ.e. eftir viku í Alpharetta, Georgia. Sjá má lokastöðuna á Bank of Tennessee Intercollegiate mótinu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:34
Ólafur Björn tryggði sér sæti á Nordic League!!! Varð T-12 á lokaúrtökumótinu

Ólafur Björn Loftsson, NK, varð í 12. sæti, sem hann deildi ásamt 4 öðrum á lokaúrtökumóti Nordic League í gær 11. október 2014. Hann lék samtals á 4 undir pari, 212 höggum (71 70 71). Hrefna Bragadóttir, kærasta Ólafs var kylfuberi fyrir hann í mótinu og þakkar Ólafur Björn hennar fyrir hennar þátt á facebook síðu sinni, en þar segir: „Það reyndi á ýmsu þessa 10 daga sem ég var hérna, þessi mót tóku svolítið á taugarnar en það var frábært að hafa Hrefnu á pokanum síðustu daga. Ég er mjög ánægður með þennan árangur, það er frábær tilfinning að vita að ég hafi tækifæri á að skipuleggja heilt tímabil Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:24
LET Access: Valdís Þóra lauk leik í 9. sæti í Grikklandi – á glæsilegum 68 höggum!!!

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, lauk leik í dag á Grecotel Amirandes Ladies Open, en mótið fór fram í Crete Golf Club í Hersonissos, Grikklandi. Mótið stóð dagana 10.-12. október 2014. Þáttakendur voru 62. Valdís Þóra lék á samtals 3 yfir pari ,216 höggum (77 71 68) og lauk leik í 9. sætinu!!! Glæsilegur topp-10 árangur hjá Valdísi Þóru!!! Sjá má lokastöðuna á Grecotel Amirandes Ladies Open með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 18:15
Evróputúrinn: Alexander Levy sigraði á Portugal Masters

Frakkinn Alexander Levy sigraði á Portugal Masters, sem fram fór á golfstað sem sumir íslenskir kylfingar kannast vel við: Oceânico Victoria GC í Vilamoura, Portugal. Leik var frestað ítrekað vegna mikilla úrkomu og loks ákveðið að stytta mótið í 36 holu mót. Levy sigraði á glæsiskori 18 undir pari, 124 höggum (63 61). Í 2. sæti varð Belgíumaðurinn Nicolas Colsaerts, sem var svo grátlega nálægt því að komast nálægt draumaskori sérhvers kylfings 59 höggum á fyrri hring sínum, en varð að sætta sig við 60 högg. Colsaerts var 3 höggum á eftir Levy á samtals 15 undir pari, 127 höggum (60 67) Sjá má lokastöðuna í Portugal Masters með því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Cristie Kerr ——- 12. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Cristie Kerr. Cristie er fædd 12. október 1977 og því 37 ára í dag. Hún er nr. 12 á Rolex-heimslistanum yfir bestu kvenkylfinga heims. Sjá má samantekt Golf 1 yfir þennan frábæra og vinsæla kylfing með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Freydís Ágústa Halldórsdóttir (53 ára) Reynir Línberg Dóróthea Jóhannesdóttir (20 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Todd Gibson (46 ára) Ragnheiður Adda Þorsteinsdóttir (57 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 12. 2014 | 14:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Nick Taylor (15/50)

Nick Taylor er sá 37. af 50 sem hlutu kortin sín á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Kanadamaðurinn Nick Taylor er fæddur 17 apríl 1988 í Winnipeg, Manitoba og því 26 ára. Hann ólst upp í Abbotsford, British Colombía. Heimavöllurinn er í Ledgeview Golf and Country Club. Taylor pilaði í bandaríska háskólagolfinu og útskrifaðist frá University of Washington,og sigraði á Canadian Amateur Championship árið 2007. Árið 2008 komst Taylor í gegnum úrtökumót fyrir Opna bandaríska þar sem aðeins munaði 3 höggum að hann kæmist í gengum niðurskurð. Hann varð T-53 í RBC Canadian Open árið 2008. Taylor náði aftur inn á Opna bandaríska 2009 þegar spilað var á Bethpage Black, í Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

