Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 09:00
Grand Slam: Kaymer með 2 högga forystu e. fyrri dag

Sigurvegari Opna bandaríska Martin Kaymer hefir tekið tveggja högga forystu á Grand Slam of Golf eftir frábæran hring upp á 6 undir pari, 65 högg, þar sem hann fékk 5 fugla og glæsiörn. Í 2. sæti er Masters sigurvegarinn Bubba Watson, sem lék á 67 höggum. Sigurvegari Opna breska og PGA Championship Rory McIlroy átti ágætis byrjun en lauk síðan hring sínum á 69 höggum og Jim Furyk rekur lestina á 73 höggum. Leikur Kaymer var næstum eins fullkominn og þegar hann sigraði á Pinehurst nr. 2 í sumar. Einu mistök hans var þrípútt á par-3 13. holunni, þar sem hann fékk skolla. „Það er mikilvægt að slaka ekki á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 08:00
Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í 8. sæti í Kaliforníu

Rúnar Arnórsson, GK og félagar í Minnesota golfliðinu luku leik í gær á Alister MacKenzie Invitational. Mótið stóð dagana 13.-14. október 2014 og þátttakendur voru 80 frá 16 háskólaliðum. Leikið var á golfvelli Meadow Club, sem er par-71 í Fairfax, Kaliforníu. Rúnar lék á samtals 221 höggi (72 70 79) og átti þátt í 8. sætis árangri Minnesota í liðakeppninni. Rúnar hafnaði í 52. sæti í einstaklingskeppninni. Næsta mót Minnesota er Royal Oaks Invitational í Texas, þ. 27. október n.k. Sjá má lokastöðuna í Alister MacKenzie Invitationa með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín lauk leik í Miramont mótinu í 13. sæti

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette og Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese léku á Miramont Invitaional mótinu í Miramont CC í Bryant, Texas. Mótið fór fram dagana 13.-14. október 2014 og lauk því í gær. Þátttakendur voru frá 14 háskólum. Haraldur Franklín lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (75 69) og varð í 13. sæti í einstaklingskeppninni. Golflið Louisiana Lafayette deildi 4. sætinu ásamt 3 öðrum háskólum. Ragnar Már lék á 152 höggum (78 74) og hafnaði í 47. sæti í einstaklingskeppninni. Golflið Mc Neese State varð í 9. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Haraldar Franklín er Moe O´Brien holukeppnin 19. október n.k. Næsta mót Ragnars Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 15. 2014 | 06:30
Sandy Lyle lék best með „spýtunum“

Hinn 56 ára Sandy Lyle bar sigurorð af samkeppni sinni á World Hickory Open, sem fram fór á Panmure golfvellinum í Skotlandi, 7.-8. október s.l. Á World Hickory Open er spilað með kylfum sem framleiddar eru fyrir 1935 oft trékylfum („spýtum“). Þetta var í 10. sinn sem mótið fór fram og yfir 1000 þátttakendur í þetta sinn. Að ári liðnu fer mótið fram á Carnoustie. Lyle sigraði með skori upp á samtals 143 höggum (74 69) og átti 3 högg á svissneska kylfinginn Paolo Quirci og Andrew Marshall frá Englandi. Lyle sigraði m.a. í Opna breska 1985 og í The Masters 1988. Komast má á vefsíðu World Hickory Open Championship Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 21:00
Bandaríska háskólagolfið: Sunna lauk leik í 23. sæti á Lady Pirate

Sunna Víðisdóttir, GR, lauk leik í 23. sæti í Lady Pirate Invitational og var á besta skori golfliðs Elon háskóla! 18 háskólalið tóku þátt í mótinu, sem fram fór í Greenville, Norður-Karólínu og stóð 13.-14. október og lauk því í dag Sunna lék á samtals 11 yfir pari, 227 höggum (76 71 80). Lesa má um glæsilegan árangur Sunnu á heimasíðu Elon, en hún var m.a. T-5 eftir fyrstu 2 hringi – Sjá með því að SMELLA HÉR: Gunnhildur Kristjánsdóttir, GKG tók einnig þátt og hafnaði í 93. sæti (87 86 82). Lið Elon lauk leik í 10. sæti í liðakeppninni. Sjá má lokastöðuna í Lady Pirate Invitational með því Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 17:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Steve Wheatcroft (16/50)

Steve Wheatcroft var nr. 36 af þeim sem hlutu kortin sín á PGA Tour keppnistímabioð 2014-2015. Wheatcroft fæddist í Indiana, Pennsylvanía 21. febrúar 1978 og er því 36 ára. Hann stundaði nám og lék með golfliði Indiana University og vann sér inn gráðu í markaðssetningu íþróttavara og íþróttastjórn (ens. Sports Marketing and Management). Wheatcroft gerðist atvinnumaður 2001 og hefir spilað í fjölmörgum málum yfir árin. Fysti sigur hans kom í Pennsylvania Open Championship árið 2003. Á fyrsta ári sínu á forvera Web.com árið 2006 á Nationwide Tour var Wheatcroft aðeins með 1 topp-10 árangur og komst ekki í gegnum niðurskurð 12 sinnum. Þrátt fyrir þessa erfiðleika gekk honum vel í Q-school Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ásta Óskarsdóttir – 14. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ásta Óskarsdóttir. Ásta er fædd 14. október 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Ásta er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Komast má á facebooksíðu Ástu til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið Ásta Óskarsdóttir, GR (50 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jesse Carlyle „J.C.“ Snead, f. 14. október 1940 (74 ára); Beth Daniel 14. október 1956 (58 ára); Kaisa Ruuttila, 14. október 1983 (31 árs) ….. og ….. Barnaföt Og Fleira Sala (34 ára) Siglfirðingafélagið Siglfirðingar (53 ára) Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 14:00
Bandaríska háskólagolfið: Stefanía og Pfeiffer taka þátt í Patsy Rendleman Inv.

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer taka þátt í Patsy Rendleman Invitational, mótinu. Mótið fer fram dagana 12.-14. október í Country Club of Salisbury í Salisbury, Norður-Karólínu og þátttakendur eru 15 háskólalið. Stefanía Kristín lék 1. hring á 77 höggum og er á næstbesta skori í liði sínu Pfeiffer, sem deilir 9. sætinu í liðakeppninni. Stefanía Kristín deilir 18. sætinu í einstaklingskeppninni, en alls eru þátttakendur 77. Sjá má stöðuna eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 13:00
GK: Valdís Þóra og Leifur Kristjáns sigruðu í mánaðarmótinu

Mánaðarmóti GK lauk síðastliðinn föstudag, 10. október 2014. Veðrið í september var nú ekki uppá það besta. Samt sem áður voru yfir 200 hringir leiknir í mótinu. Vinnigshafar eru vinamlegast beðnir um að nálgast vinningana á skrifstofu Keilis. Platínukortin má nálgast í afgreiðslu Hraunkots. Eftirfarandi urðu í verðlaunasætum: Án forgjafar 1 Valdís Þóra Jónsdóttir GL 69 25.000 króna úttekt í Kringlunni 2 Ágúst Ársælsson GVS 71 Inneign hjá Vita ferðum 20,000 krónur 3 Tinna Jóhannsdóttir GK 71 15,000 inneign hjá golfverslun Keilis 4 Magnús Lárusson GJÓ 72 10,000 inneign hjá golfverslun Keilis 5 Guðlaugur Rafnsson Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2014 | 11:00
PGA Grand Slam hefst í dag – viðtal við Martin Kaymer

Í dag hefst á Bermúda mót risamótsmeistara ársins 2014, PGA Grand Slam, þ.e. Rory McIlroy (PGA Championship, Opna breska) Martin Kaymer (Opna bandaríska) og Bubba Watson, (Masters) mætast. Auk þess spilar Jim Furyk í mótinu en hann stóð sig vel á risamótum ársins og er hæstur á stigalistanum hvað risamót varðar. Verðlaunafé er hátt: sigurvegarinn fær 72 ísl milljónir í vasann; sá sem er í 2. sæti 36 ísl. milljónir; sá sem er í 3. sæti 30 milljónir og sá sem er neðstur fær 24 milljónir fyrir að taka þátt. Leiknir eru 2 hringir á 2 dögum og mótið því þægileg viðurkenning fyrir risamótsmeistarana. Sigurvegarinn fær auk þess að klæðast bleika jakkanum. Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

