Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Mark Hubbard (18/50)

Mark Hubbard var sá 34. til þess að fá kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Mark Hubbard fæddist í Denver, Colorado 24. maí 1989 og er því 25 ára. Hubbard lék golf með San Jose State University (SJSU) og útskrifaðist með gráðu í viðskiptafræði (ens. business management) 2012. Hubbard býr enn í dag í San Jose, Kaliforníu. Hér má sjá nokkra punkta um Hubbard: Hubbard á 4 bræður og eina systur. Hubbard var í Colorado Academy í Denver, Colorado. Hann var all-state í menntaskóla (ens. high school) bæði í golf og körfubolta. Fyrsta golfminningin var að slá í bakgarði fjölskyldu sinnar í fjöllunum og framkvæma síðan „páskaeggjaleit“ að þeim Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnór Tumi og Stefán Teitur – 16. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Arnór Tumi Finnsson, GB og Stefán Teitur Þórðarson, GL.  Þeir eiga báðir sama afmælisdag upp á ár; báðir fæddir 16. október 1996 og því báðir 18 ára í dag. Arnór Tumi sigraði m.a 12. maí 2012, á hinu árlega Kríumóti Golfklúbbs Staðarsveitar á Garðavelli undir Jökli og er klúbbmeistari GB 2014. Golf 1 hefir m.a. tekið viðtal við hinn afmæliskylfinginn, Stefán Teit, sem lesa má með því að SMELLA HÉR:  Komast má á Facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnór Tumi Finnsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Stefán Teitur Þórðarson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín lauk leik í 21. sæti í N-Karólínu!

Klúbbmeistari GA, Stefanía Kristín Valgeirsdóttir og golflið Pfeiffer tóku þátt í  Patsy Rendleman Invitational, mótinu. Mótið fór fram dagana 12.-14. október í Country Club of Salisbury í Salisbury, Norður-Karólínu. Þátttakendur voru 77 frá 15 háskólaliðum. Stefanía Kristín lék  samtals á 158 höggum (77 81) og lauk leik í 21. sæti í einstaklingskeppninni. Hún var á næstbesta skori Falcons, golfliðs Pfeiffer, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Stefanía Kristín er sú fyrsta af Íslendingunum í bandaríska háskólagolfinu, sem fer í „vetrarfrí“, en næsta mót hjá henni er ekki fyrr en á næsta ári   þ.e. 23. febrúar 2015 : Converse Invitational, í  Spartansburg,  Suður-Karólínu. Sjá má lokastöðuna á Patsy Rendleman Invitational með því að SMELLA Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 13:00

Fékk Bubba sér tattú á fingurinn?

Allt er nú skrifað um! Sjálft Golf Digest fór í heilmikla rannsóknarvinnu til þess að komast að því hvort Masters risamótssigurvegarinn í ár,  Bubba Watson, hefði fengið sér tattú á fingurinn. Dregnar voru fram myndir sem teknar höfðu verið af kappanum nú í ár og fingurinn umræddi skoðaður og krufinn í bak og fyrir. Komist var að þeirri niðurstöðu að ef um tattú væri að ræða, hefði Bubba látið gera það einhvern tímann milli loka PGA  Championship (10. ágúst 2014 – þegar Bubba var ekki kominn með svarta bauginn á fingurinn) og við upphaf The Barclays, sem hófst 10 dögum síðar (20. ágúst 2014)  en þá finnst fyrsta myndin þar sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 12:00

GA: Nýr göngustígur búinn til á Jaðarnum!

Sl. helgi mættu nokkrir galvaskir GA félagar og felldu nokkur tré á Jaðrinum. Ástæða þess er sú að göngustígur sem á að vera frá klúbbhúsinu og yfir á nýja par 3 æfingavöllinn fer í gegnum lundinn á milli núverandi sjöundu og áttundu brautar. Þar var talsvert magn af trjám og því þurfti að fella nokkur svo að hægt væri að búa til göngustíg þar í gegn. Snjóföl hafði fallið á Jaðarinn og því orðið nokkuð vetrarlegt um að litast. Sjá má nýja stíginn á meðfylgjandi mynd:  


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 10:30

Enn hallar undir fæti hjá Tiger

Segja má að árið 2014 hafi ekkert verið það besta golflega séð hjá Tiger, sem hefir verið hrjáður af meiðslum og þurfti að gangast undir bakaðgerð s.s næstum hver maður sem fylgist með golfi veit. Nú hallar enn undir fæti hjá Tiger. Skipuleggjendur móta í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, þ.e. í Abu Dhabi og Dubai segjast ekki lengur vilja borga Tiger 2-3 milljónir bandaríkjadala fyrir það eitt að mæta í mótum s.s. áður.  Það er nú liðin tíð. „Það eru aðrir kylfingar sem meiri áhugi er um ekki síst, Rory McIlroy,“ sagði heimildarmaður The Telegraph. „Við þessar markaðsaðstæður og á þessu verði þá er Tiger einfaldlega ekki að standa undir þeim Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 10:05

GR: Grafarholtið lokar – Korpan opin í dag!

Grafarholtsvöllur hefir lokað fyrir veturinn og þvi ekki lengur hægt að spila þar. Í dag, fimmtudaginn 16. október, hins vegar er Korpúlfsstaðvöllur opinn. Fín veðurspá er fyrir daginn þannig að það er um að gera að  nýta veðurblíðuna og skella sér í golf. GR vill benda áhugasömum kylfingum á að veitingasölunni á Korpu hefur verið lokað. Þess er vinsamlega beiðst að gengið sé vel um Korpuna!


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 09:55

LPGA: Haeji Kang leiðir e. 1. dag Hana Bank meistaramótsins

Í gær hófst á Ocean golfvelli Sky 72 golfklúbbsins í Incheon, Suður-Kóreu LPGA KEB – Hana Bank Championship. Eftir 1. dag hafa 4 „heimakonur“ raðað sér í efstu 2 sætin. Efst í 1. sæti er Haeji Kang, en hún lék Ocean golfvöllinn á 5 undir pari, 67 höggum. Öðru sætinu deila 5 kylfingar: „heimakonurnar“ Ilhee Lee, Amy Yang og Mirim Lee og síðan Minjee Lee frá Ástralíu og golfdrottningin skoska Catriona Matthew. Til þess að sjá heildarstöðuna á  LPGA KEB – Hana Bank Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 09:30

Evróputúrinn: Randhawa leiðir eftir 1. hring á Hong Kong Open

Fremur óþekktur indverskur kylfingur Jyoti Randhawa tyllti sér í 1. sæti Hong Kong Open, sem hófst í gær með frábæran hring upp á 6 undir pari, 64 högg. Reyndar má segja að Randhawa sé nokkurs konar „Rory“ Indlands a.m.k. eiga þeir tveir sama afmælisdag 4. maí! Í 2. sæti eru Angelo Que frá Filippseyjum og Daan Huizing frá Hollandi, á 5 undir pari. Huizing á reyndar ólokið leik á 1 holu, eins og nokkrir aðrir keppendur sem eftir eiga að leika 1-2 holur; og því getur staðan enn breyst. Hægt er að fylgjast með Hong Kong Open á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 16. 2014 | 09:00

GMac hóf titilvörnina á Volvo heimsmótinu með sigri á Levy!

Fyrsta umferð Volvo heimsmótsins í holukeppni hófst í gær á London GC í Englandi. GMac þ.e. Graeme McDowell á titil að verja og hann hóf titilvörnina með sigri á Frakkanum Alexander Levy, sem sigraði nú nýverið stytta Portugal Masters mótið. Úrslit 1. umferðar heimsmótsins er eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir): Graeme McDowell (N-Irl)  3&2 Alexander Levy (Fra) Joost Luiten (Hol) 1UP Mikko Ilonen (Fin) Henrik Stenson (Sví) Allt jafnt George Coetzee (S-Afr) Thongchai Jaidee (Thai) 2UP Francesco Molinari (Ita) Paul Casey (Eng) 2&1 Jamie Donaldson (Wal) Jonas Blixt (Sví) 2&1 Patrick Reed (US) Victor Dubuisson (Fra) 3&2 Pablo Larrazabal (Spánn) Shane Lowry (Írl) 3&2 Stephen Gallacher (Sko)   Fylgjast má með 2. umferð Lesa meira