Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 17:00
Frægðarhallarkylfingurinn verðandi A.W Tillinghast var miklu meira en golfarkítekt

Nú um daginn var kynnt hverjir myndu hljóta inngöngu í frægðarhöll kylfinga. Flestallir kannast við golfdrottninguna Lauru Davies, Mark O´Meara en e.t.v. aðeins farið að fyrnast um Ástralann David Graham. Sá sem flestir könnuðust e.t.v. ekki við er golfvallararkítektinn A.W. Tillinghast, sem einnig verður vígður inn í frægðarhöllina 73 árum frá dánardægri sínum (1942) og 141 ári (1874) eftir fæðingardag sinn. A.W. Tillinghast var fæddur 7. maí 1874 og hann dó 19. maí 1942 68 ára að aldri. Hann var óumdeilanlega einn af albestu golfvallarhönnuðum heims á sínum tíma. Stíll hans var fjölbreytilegur aldrei leiðinlegur og hefur sett svip sinn á fjölda allan af risamótum, sem farið hafa fram á fjölmörgum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ernie Els ———– 17. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ernie Els. Ernie fæddist í Jóhannesarborg, Suður-Afríku, 17. október 1969 og er því 45 ára í dag. Hann vann e.t.v. stærsta sigur sinn á golfvellinum 2012 þegar hann vann Opna breska í annað sinn, en það hefir hann gert á 10 ára fresti 2002 og 2012 Sjá má kynningu Golf á afmæliskylfingnum með því að smella á eftirfarandi: Els 1 – Els 2 – Els 3 – Els 4 – Els 5 – Els 6 – Els 7 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Blaine McCallister, 17. október 1958 (56 ára) ….. og ….. Sigfús Ægir Árnason (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Stefán S Arnbjörnsson (55 ára) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 15:00
Evróputúrinn: Jiménez úr leik – Með matareitrun í Hong Kong

Spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez sem átti titil að verja á Hong Kong Open var á samtals 2 yfir pari, eftir 36 holur (72 70) og komst ekki í gegnum niðurskurð. Niðurskurður miðaðist við 1 undir pari. Jiménez sagði að ástæðan hefði verið matareitrun, fyrir 1. hringinn en þá lék hann á 2 yfir pari en seinni hringinn síðan á sléttu pari. Eftir 1. hringinn í gær var Jiménez spurður út í veikindin: Sp.. Þú ert líklega ánægður með 2 yfir pari við þessar aðstæður? MIGUEL ANGEL JIMENEZ: Nú þetta er ágætt. Veistu annars þetta er leiðinlegt. Ég er kominn hingað (til Hong Kong) og er veikur. En ég reyndi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 11:50
Golfútbúnaður: Hvað eru Face Slots í TaylorMade RSi járnum? Myndskeið

TaylorMade kynnti nú á dögunum nýjung í járnum sínum þ.e. TaylorMade RSi járnunum, nokkuð sem nefnist Face Slot. Hvað í ósköpunum eru Face Slot í golfinu? Hér er ágætis kynningarmyndskeið um hvert hlutverk Face Slot-anna er en það er m.a. að auka fyrirgefanleikann SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 11:45
GMac tapaði fyrir Ilonen í 2. umferð Volvo heimsmótsins í holukeppni

Annari umferð Volvo heimsmótsins í holukeppni lauk í gær á London GC í Englandi. Það sem vakti einna mestu athyglina var að sá sem á titil að verja, Graeme McDowell tapaði fyrir Finnanum Marko Ilonen 2&1. Önnur úrslit 2. umferðar voru eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir): Victor Dubuisson g. Shane Lowry 3&2. Pablo Larrazabal g. Stephen Gallacher 1&0 Joost Luiten g. Alexander Levy 4&3 Henrik Stenson g. Francesco Molinari 2&1 George Coetzee g. Thongchai Jaidee 2&1 Jamie Donaldson g. Jonas Blixt 3&2 Patrick Reed g. Paul Casey 2&1 Fylgjast má með 3. umferð á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 11:15
Bandríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar í Fresno hefja leik í dag í Indiana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State hefja leik í dag í Indiana á Hoosier Fall Invitaional. Gestgjafi mótsins er Indiana University og fer það fram í Noblesville, Indiana. Þátttakendur eru 8 háskólalið. Guðrún Brá á rástíma kl. 9:50 að staðartíma í Indiana (þ.e. kl. 13:50 hjá okkur hér heima á Íslandi). Fylgjast má með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno á Hoosier Fall Inv. með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 10:00
Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst og ETSU hefja leik í dag í Georgia

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU hefja í dag leik á US Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgia. Mótið fer fram á Lake side golfvelli Golf Club of Georgia og stendur dagana 17.-19. október. Þátttakendur eru 15 háskólalið. Til þess að fylgjast með Guðmundi Ágúst og stöðunni á US Collegiate Championship mótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 07:45
Evróputúrinn: Afmælisstrákurinn Els í forystu e. 2. dag í Hong Kong

Fjórfaldur risamótsmeistarinn Ernie Els er meðal efstu manna á 2. degi $1.3 milljóna Hong Kong Open eftir glæsihring nú í morgun upp á 5 undir pari, 65 höggum og hélt hann þannig upp á 45 ára afmælið með stæl! Samtals er Els búinn að spila á 9 undir pari, 131 höggi (66 65). „Ég spilaði ansi vel og 65a er nákvæmlega þar sem ég þarfnaðist, en völlurinn er þarna til þess að sigrast á þannig að við sjáum bara til hvort ég verði áfram í forystu,“ sagði Els sem er að taka þátt í þessu móti í fyrsta sinn. Fuglarnir 6 hans Ernie komu allir á fyrstu 11 holunum – eini skollinn Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 07:30
LPGA: Icher leiðir e. 2. dag í Incheon

Franski kylfingurinn Karine Icher hefir tekið forystuna í hálfleik LPGA KEB – HanaBank Championship, en mótið fer fram í Incheon, Suður-Kóreu. Icher er búin að spila á samtals 5 undir pari, 139 höggum (71 68). Í 2. sæti 1 höggi á eftir eru Beatriz Recari og Brittany Lincicome. Sex kylfingar deila síðan 4. sætinu þ.á.m hin þýska Sandra Gal og norska frænka okkar Suzann Pettersen; allar á samtals 3 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag LPGA KEB – HanaBank Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 07:15
PGA: Cink og Laird leiða á Shriners – Hápunktar 1. dags

Bandaríski kylfingurinn Stewart Cink og skoski kylfingurinn Martin Laird tóku forystuna á 1. degi Shriners Hospitals for Children Open í gær, sem fram fer á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Cink og Laird léku á samtals á 7 undir pari, 64 höggum. Í 3. sæti er Russell Knox á samtals 6 undir pari, 65 höggum. Sex kylfingar deila 4. sætinu, þ.á.m. barnabarn golfgoðsagnarinnar Arnold Palmer, Sam Saunders, sem er einn af nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

