Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 14:00

Champions Tour: Durant og Haas efstir í N-Karólínu – Hápunktar 1. dags

Joe Durant og Jay Haas eru efstir og jafnir e. 1. dag Greater Hickory Kia Classic at Rock Barn mótsins, sem hófst í gær í Rock Barn G&S, í Conover, Norður-Karólínu. Báðir léku þeir Durant og Haas á 8 undir pari, 63 höggum. Í 3. sæti eru Scott Dunlap og enski kylfingurinn Roger Chapman, á samtals 6 undir pari, 64 höggum, hvor. Fimm kylfingar deila síðan 5. sætinu: Bill Glasson, Mike Goodes, John Riegger, Kirk Triplett og Rocco Mediate, á samtals 4 undir pari, allir. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Greater Hickory Kia Classic at Rock Barn SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:15

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá í 12. sæti e. 1. hring í Indíana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State hófu í gær leik í Indiana á Hoosier Fall Invitaional mótinu. Gestgjafi mótsins er Indiana University og fer það fram í Noblesville, Indiana.  Þátttakendur eru 52 í 8 háskólaliðum, en þar af drógu 12 keppendur sig úr mótinu, en skorin í mótinu eru óvenjuhá. Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 högg og deilir 12. sæti með 3 öðrum. Fresno State er sem stendur í 4. sætinu í liðakeppninni og Guðrún Brá á 3. besta skori liðsins og telur skor hennar því, en 4 bestu skor af 5 telja. Fylgjast má með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:13

Bandaríska háskólagolfið: Erfið byrjun hjá Guðmundi Ágúst í Georgia

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og félagar í ETSU hófu í gær leik á US Collegiate Championship mótinu í Alpharetta, Georgia. Mótið fer fram á Lake side golfvelli Golf Club of Georgia og stendur dagana 17.-19. október.  Þátttakendur eru 15 háskólalið. Guðmundur Ágúst lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 höggum og er á 5. og lakasta skori ETSU. Lið ETSU er sem stendur í 5.-6. sæti í mótinu. Til þess að fylgjast með Guðmundi Ágúst og stöðunni á US Collegiate Championship mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 13:00

LPGA: Bae og Baek leiða e. 3. dag Hana Bank mótsins

Það eru „heimakonurnar“ Kyu Jung Baek og Hee Kyung Bae sem leiða á LPGA KEB – Hana Bank Championship í Suður-Kóreu. Leikið er á glæsilegum Ocean golfvelli 72 Sky klúbbsins. Baek og Bae eru báðar búnar að spila á 5 undir pari, Baek (74 69 68) og Bae (70 73 68). Þriðja sætinu deila hvorki fleiri né færri en 10 kylfingar allar á samtals 4 undir pari aðeins 1 höggi á eftir forystukonunum.  Þetta er franski Solheim Cup kylfingurinn Karine Icher, sem leiddi í gær, fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum, Inbee Park, Sandra Gal, Beatriz Recari, Brittany Lincicome, norska frænka okkar Suzann Pettersen og síðan heimakonurnar Ilhee Lee, Yoon Kyung Heo og In Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 11:00

Viðtal við Rory – Myndskeið

Rugby hetjan írska  Mike McGoldrick tók viðtal við Rory McIlroy nú á dögunum. Þar voru ýmsar spurningar lagðar fyrir Rory m.a. hvað hann gerði þegar hann kæmi heim til Norður-Írlands, hvort hann væri með einhverjar venjur þegar hann kæmi heim o.s.frv. Eins var Rory spurður um golfleik sinn og af hverju hann hefði leiðst út í hann. Rory svaraði að þegar hann hefði verið 12-13 ára hefði hann fljótt sér að „alvöru“ íþróttir væru ekkert fyrir sig.  Hmmmm golf ekki alvöru íþrótt? Eins var Rory spurður út í raðirnar af konum í lífi sínu og hvað það væri sem hann hefði. Rory svaraði brosandi að hann gerði sér ekki grein fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 10:00

Dubuisson og Stenson í 8 manna úrslitum í Volvo heimsmótinu í holukeppni

Frakkinn Victor Dubuisson og Svíinn Henrik Stenson eru í 8 manna úrslitum í heimsmótinu í holukeppni. 4. umferð hefst kl. 11:40 að staðartíma (þ.e. kl. 10:40 að íslenskum tíma). Þessir mætast: Patrick Reed g. George Coetzee Victor Dubuisson g. Mikko Ilonen Joost Luiten g. Pablo Larrazabal Henrik Stenson g. Jonas Blixt Til þess að fylgjast með gangi mála á heimsmótinu SMELLIÐ HÉR:  Úrslitin í 3. umferð í gær voru eftirfarandi (sigurvegarar feitletraðir): Patrick Reed g. Jamie Donaldson 3&2 Jonas Blixt g. Paul Casey allt jafnt Stephen Gallacher g. Victor Dubuisson 2&1 Pablo Larrrazabal g. Shane Lowry 2&1 Joost Luiten g. GMac 2&0 Mikko Ilonen g. Alexander Levy 1&0 Henrik Stenson Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 09:00

PGA: Putnam og Knox í forystu á Shriners – Hápunktar 2. dags

Bandaríski kylfingurinn Andrew Putnam og skoski kylfingurinn Russell Knox eru í forystu í hálfleik á  Shriners Hospitals for Children Open, sem fram fer á TPC Summerlin, í Las Vegas, Nevada. Putnam og Knox eru samtals búnir að spila á  samtals 10 undir pari; Putnam (67 65) og Knox (65 67). Öðru sætinu deila Andrew Svoboda og Tony Finau, á samtals 9 undir pari, hvor og 8 kylfingar deila 5. sætinu á samtals 8 undir pari, hver, þ.á.m. Webb Simpson og Martin Laird. Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Fraser efstur fyrir lokahringinn í Hong Kong

Það er Ástralinn Marcus Fraser, sem er efstur fyrir lokahringinn á Hong Kong Open. Fraser er búinn að spila á samtals 11 undir pari, 199 höggum (67 67 65). Í 2. sæti er annar Ástrali, Scott Hend, einu höggi á eftir þ.e. á samtals 10 undir pari, 200 höggum (67 66 67). Í þrðja sæti eru síðan 3 kylfingar á samtals 9 undir pari: Angelo Que frá Filippseyjum,  Mark Foster frá Englandi og Jbe Kruger frá S-Afríku. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 05:00

LET: Charley Hull efst e. 1. hring Cell C South African Ladies Open

Það er enski Solheim Cup kylfingurinn Charlie Hull,  sem er í efsta sæti eftir 1. dag Cell C South African Ladies Open, sem fram fer  í San Lameer Country Club á Hibiscus Coast í Suður-Afríku. Hull lék 1. hring á 4 undir pari, 68 höggum. Í 2. sæti eru enski kylfingurinn Rebecca Hudson og þýski kylfingurinn Steffi Kirchmayr; báðar á 3 undir pari, 69 höggum. Fjórar deila síðan 4. sætinu á 2 undir pari, 70 höggum: Patrica Sanz Barrio frá Spáni; svissneski kylfingurinn Fabienne In-Albon; Ann-Kathrine Lindner frá Þýskalandi og Valentine Derrey frá Frakklandi. Til þess að fylgjast með stöðunni á Cell C South African Ladies Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 17. 2014 | 17:15

Dýr á golfvöllum: Örn stelur bolta af flöt – Myndskeið

Það er alltaf mikið af dýralífi á golfvöllum um allan heim …. ólíkum dýrum og þeim finnst oft golfboltarnir líkjast fæðu eða leikföngum. Hér má sjá myndskeið af erni sem stelur golfbolta af flöt SMELLIÐ HÉR: