Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:45

Mikko Ilonen Volvo heimsmeistari í holukeppni!!! Vann Stenson 3&1

Finninn Mikko Ilonen var í þessu að vinna Svíann Henrik Stenson í úrslitaleiknum á Volvo heimsmótinu í holukeppni!!! Leiknum lauk á 16. holu en þar var Ilonen kominn 2 Up. Sem sagt 3&1 fyrir Ilonen gegn sjálfum Stenson!!! Leik er ekki lokið í úrslitum um 3. sætið en þar eigast við Hollendingurinn Joost Luiten og George Coetzee frá Suður-Afríku, en allt er jafnt á 18. holu sem stendur. Sjá má stöðuna í Volvo heimmótinu í holukeppni með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:30

81 árs maður með 4 ása á 33 dögum

Að segja Dom DeBonis hafi bara verið heppinn á golfvellinum myndi vera vanmat ársins! Dom er 81 árs og með 14 í forgjöf.  Á 33 daga tímabili fékk hann 4 ása skv. frétt í Pittsburgh Post-Gazette, þ.á.m. 3 á 3 dögum þegar hann var í golfferðalagi með vinum sínum á Myrtle Beach. Hér sjáum við afrek Dom í réttri tímaröð: 3. september 2014: Dom fær fyrsta ás sinn í 45 ár á par-3 5. brautinni á the Villages með pitchara af 101 yarda færi (92 metra). 6. október 2014: Dom fær ás á 17. holu Farmstead Golf Club í Calabash, N-Karólínu, með 9-járni, en lengd brautarinnar var 112 yarda (102 metra). 7. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 15:07

PGA: Ben Martin leiðir á Shriners – Hápunktar 3. dags

Ben Martin tók forystu á Shriners Hospital for Children´s Open með glæsihring upp á 62 högg á 3. degi. Martin er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 196 höggum (68 66 62). Í 2. sæti á samtals 15 undir pari er Skotinn Russell Knox og Jimmy Walker og Andrew Svoboda deila 3. sætinu á samtals 13 undir pari, hvor. Nú er spenningur hvort Martin tekst að halda út og vinna fyrsta sigur sinn í kvöld á PGA Tour! Til þess að sjá stöðuna á Shriners Hospital for Children´s Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags  Shriners Hospital for Children´s Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 14:00

Poulter sér ekki eftir að hafa sagt við Monty: „F*** off!“

Ætli jólabók kylfinga í ár verði ekki sjálfsævisaga Ian Poulter : „No Limits: My Autobiography“, en bókin kemur út nú á fimmtudaginn 23. október hjá útgáfufyrirtækinu Quercus og kostar £20. Í bókinni kemur m.a. fram að Ian Poulter hafi aldrei séð eftir að hafa sagt við Colin Montgomerie, fyrrum fyrirliða Ryder Cup: „f*** off!!!“ Orðaskiptin milli Poulter og Monty áttu sér stað á Seve Trophy 2005. The ugly clash happened when Monty, the Great Britain captain, had an argument with Poulter at the 2005 Seve Trophy. Monty hélt því fram að Poulter hefði átt að styðja síðasta leik Evrópuliðsins í stað þess að fara á æfingarsvæðið eftir að hafa ásamt Nick Dougherty Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 13:00

LPGA: Baek með fyrsta LPGA sigur sinn á Hana Bank mótinu

Kyu Jung Baek frá Suður-Kóreu vann sinn fyrsta sigur á LPGA mótinu LPGA KEB – Hana Bank Championship, sem fram fór á „heimavelli“ Baek Ocean golfvellinum í Sky 72 golfklúbbnum í Incheon, Suður-Kóreu. Baek var jöfn þeim Brittany Lincicome og löndu sinni In Gee Chun eftir hefðbundin 72 holu leik; allar léku á samtals 10 undir pari og því varð að koma til bráðabana þar sem Baek hafði best! Þetta er fyrsti sigur Baek á LPGA mótaröðinni. Í 4. sæti varð fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna Inbee Park og 5. sætinu deildu stórkylfingarnir Michelle Wie og Catriona Matthew á samtals 8 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 12:00

Skandinavískur úrslitaleikur í Volvo heimsmótinu í holukeppni – Fylgist með Stenson/Ilonen

Hvorir munu hafa betur í Volvo heimsmótinu í holukeppni – Svíinn Henrik Stenson eða Finninn Mikko Ilonen? Úrslitaleikurinn er hafinn og er um skandinavískt einvígi að ræða!!! Annaðhvort Stenson eða Ilonen stendur uppi sem heimsmeistarinn í holukeppni 2014. George Coetzee frá Suður-Afríku og Hollendingurinn Joost Luiten spila um 3. sætið. Úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið er hafinn og má fylgjast með þeim á skortöflu með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Scott Hend sigraði á Hong Kong Open e. bráðabana

Ástralinn Scott Hend sigraði í Hong Kong Open eftir bráðabana við Angelo Que frá Filippseyjum. Hend og Que voru efstir og jafnir eftir 72 spilaðar holur, báðir á 13 undir pari, 267 höggum; Hend (67 66 67 67) og Que (65 69 67 66). Það varð því að koma til bráðabana þeirra á milli og var par-4 18. brautin spiluð aftur.  Sigurinn varð Hends eftir að hann fékk par en Que skolla. Í 3. sæti varð Írinn Kevin Phelan á samtals 11 undir pari og í 4. sæti varð Englendingurinn Mark Foster á samtals 10 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Heath Slocum (19/50)

Heath Slocum var sá 33. í röðinni til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Tyler Heath Slocum fæddist í Baton Rouge, Louisiana 3. febrúar 1974 og varð því 40 ára á árinu. Hann var í  St. Anthony of Padua Catholic School í  Bunkie, Louisiana frá árinu 1986 (6. bekk) til  ársins 1987 (8. bekk). Slocum lærði að spila golf af pabba sínum Jack. Hann spilaði í samaMilton High School golfliðinu í  Milton, Flórída  eins og PGA Tour leikmaðurinn Boo Weekley, og var síðar í the University of South Alabama í Mobile, Alabama.Meðan hann var nemandi þar vann hann marga titil og var m.a. þrisvar sinnum  All-American. Slocum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Arnór Þorri og Aðalsteinn – 18. október 2014

Það eru tveir afmæliskylfingar í dag: Arnór Þorri Sigurðsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson.  Arnór Þorri er fæddur 18. október 1994 og er því 20 ára í dag.  Komast má á facebook síðu Arnórs Þorra til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Arnór Þorri Sigurðsson (20 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið!) Hinn afmæliskylfingurinn er Aðalsteinn Aðalsteinsson, en hann er fæddur 18. október 1964 og á því 50 ára merkisafmæli í dag.  Komast má á facebook síðu Aðalsteins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Aðalsteinn Aðalsteinsson (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 18. 2014 | 15:00

Cassie frá Cookstown hitti Rory

Cassie McGeehan litla frá Cookstown hitti nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy þegar hann opnaði formlega Daisy Lodge sem styrkt er af styrktarsjóði Rory,  Cancer Fund for Children’s Daisy Lodge, en hann var í stuttu fríi í Newcastle í N-Írlandi fyrir skemmstu. Sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: Cassie litla sem kljást hefir við krabbamein var boðin sérstaklega ásamt fjölskyldu sinni,  til þess að vera viðstödd þegar Rory opnaði opinberlega Daisy Lodge. Daisy Lodge sér fjölskyldum krabbameinsveikra og þeim sem eru með krabbamein fyrir stuttum hvíldarfríum.  Hér er um að ræða fjölskyldur, sem hjúkra þurfa krabbameinssjúku barni sínu, þeim sem misst hafa aðstandenda úr krabbameini Lesa meira