Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 13:38

Bandaríska háskólagolfið: Guðmundur Ágúst lauk leik á US Collegiate Championship

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR og golflið ETSU luku í gær leik á US Collegiate Championship. Mótið fór fram í The Golf Club of Georgia,  í Alpharetta, Georgía dagana 17.-19. október 2014 Það má svo sannarlega segja að Guðmundur Ágúst hafi oft spilað betur en hann lék á samtals 233 höggum (76 77 80) og spilað sífellt ver eftir því sem leið á mótið. Hann hafnaði í 74. sæti í mótinu af 78 þátttakendum og var á 5. og lakasta skori í sínu liði í heildina tekið.  Skor hans taldi þó á 2. og 3. hring en í bæði skipti átti hann 4. besta skorið í liðinu og átti Guðmundur Ágúst Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín og the Ragin Cajuns sigruðu í Moe O´Brien holukeppninni

Haraldur Franklín Magnús, GR og golflið Louisiana Lafayette tóku þátt í Moe O´Brien holukeppninni, en gestgjafi mótsins en háskóli Ragnars Más Garðarssonar, McNeese State.   Þetta var bara 1 dags móts, sem 4 háskólalið tóku þátt í  – Leikið var fyrir hádegið og eftir hádegið sunnudaginn 19. október 2014. Í gærmorgun mættu the Ragin Cajuns, þ.e. lið Haraldar Franklíns liði Southeastern Louisiana University (skammst. SLU) og fóru leikar svo að 3 leikir unnust 2 féllu á jöfnu en (SLU). (Úrslitin 3-0-2 þ.e. 3 sigrar engin töp og 2 jafnt) Í heildina vann lið Haraldar Franklíns Louisiana Lafayette 4-0. Haraldur Franklín var einn þeirra sem vann sína viðureign í liði University Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 12:15

Nokkrar staðreyndir um sigur Ilonen í Volvo heimsmótinu í holukeppni

Finninn Mikko Ilonen sigraði í gær á Volvo heimsmótinu í holukeppni. Eftirfarandi eru staðreyndir um sigur Ilonen: · Þetta er 5. sigur Ilonen á Evróputúrnum í 310 mótum, sem hann hefir tekið þátt í. · Vinningsfé hans á peningalista Evrópumótaraðarinnar 2014 eru nú €1,483,208. · Ilonen fer úr 52. sætinu á heimslistanum á topp-40. · Þetta er 2. sigur Ilonen á Evróputúrnum 2014; sá fyrri kom á Opna írska – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: · Ilonen er 4 sigurvegarinn á Evróputúrnum í ár sem unnið hefir oftar en 1 sinni á þessu ári.  Hinir eru:  Rory McIlroy (BMW PGA Championship. Opna breska, WGC – Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 09:00

Champions Tour: Jay Haas sigraði á Greater Hickory KIA Classic – Hápunktar lokadags

Jay Haas sigraði á Greater Hickory KIA Classic mótinu sem fram fór á Rock Barn G&S í Conover, Norður-Karólínu. Hass lék samtals á 17 undir pari, 196 höggum (63 66 67) og átti 2 högg á næstu keppendur sína þá Kirk Triplett og Joe Durant, sem deildu 2. sæti. Þess mætti geta að Haas er á heimavelli í N-Karólínu, en hann er m.a. faðir PGA Tour leikmannsins Bill Haas en þeir feðgar voru í Wake Forest líkt og Íslandsmeistarinn okkar í höggleik Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Þess mætti geta að Jay Haas á sama afmælisdag og annar golfsnillingur, Bjarki Pétursson, GB, en þeir eru báðir fæddir 2. desember (Jay Haas 1953 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 08:30

LET: Lee-Ann Pace sigraði á heimavelli

Lee Anne Pace frá S-Afríku sigraði á Cell C South African Women´s Open, sem fram fór á Hibiscus Coast í S-Afríku. Pace og enska stúlkan Holly Clyburn voru efstar og jafnar eftir 54 holu leik en þetta var 3 hringja mót og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Báðar voru þær búnar að spila á 5 undir pari, 211 höggum; Pace (71 73 67) og Clyburn (71 70 70). Í 3. sæti varð franski kylfingurinn Gwladys Nocera, á samtals 3 undir pari og fjórar deildu 4. sætinu á samtals 2 undir pari, hver þ.e. ensku kylfingarnir Georgina Simpson og Florentyna Parker, Valentine Derrey frá Frakklandi og Ann-Kathrin Lindner frá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 08:00

PGA: Hvað var í sigurpoka Ben Martin?

Bandaríski kylfingurinn Ben Martin var á 4 undir pari á síðustu fjórum lokaholum sínum þegar hann sigraði í gær á Shriners Hospitals for Children Open, þ.á.m. fékk hann glæsiörn á par-5 16. holunni og átti að lokum 2 högg á þeim sem næstur kom, landa sinn, Kevin Streelman. Hér er það sem var í poka Martin: Dræver: Titleist 910D3 (Graphite Design Tour AD-DI 7X skaft), 8.5° 3-tré: Ping i25 (Aldila Tour Blue 85TX skaft), 15° Hybrid: Titleist 913H (True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 skaft), 17° Járn: Titleist 714CB Forged (3, 5-PW; True Temper Dynamic Gold Tour Issue X100 sköft). Fleygjárn: Titleist Vokey SM5 (50-08F og 54-11M°; True Temper Dynamic Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 07:00

GÓ: Rósa sigraði í Saltkjöts og bauna mótinu

Saltkjöt og baunamótið fór fram á Skeggjabrekkuvelli, laugardaginn 18. október 2014 Styrktarmót www.tindaoxl.com Úrslit voru eftirfarandi: Staða Kylfingur Klúbbur Forgjöf Alls Hola Högg Punktar 1 Rósa Jónsdóttir GÓ 20 +6 F 39 22 2 Hafsteinn Þór Sæmundsson GÓ 26 +11 F 44 20 3 Ármann Þórðarson GÓ 20 +8 F 41 20 4 Björg Traustadóttir GÓ 12 +6 F 39 18 5 Björn Kjartansson GÓ 25 +15 F 48 16 6 Svavar Berg Magnússon GÓ 20 +12 F 45 16 7 Konráð Þór Sigurðsson GÓ 25 +19 F 52 15 8 Haukur Sigurðsson GÓ 24 +15 F 48 15 9 Sigmundur Agnarsson GÓ 17 +14 F 47 14 10 Anna Þórisdóttir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2014 | 01:00

PGA: Sigurinn á Shriners fyrsti PGA Tour sigur Ben Martin – Hápunktar lokahringsins

Bandaríkjamaðurinn Ben Martin sigraði á fyrsta móti sínu á PGA Tour í gærkvöldi, Shriners Hospitals for Children Open. Sjá má kynningu Golf 1 á Martin með því að SMELLA HÉR: Martin lék á samtals á 20 undir pari, 264 höggum (68 66 62 68). Í 2. sæti varð Kevin Streelman 2 höggum á eftir Martin. Í 3. sæti varð síðan Skotinn Russell Knox, á 16 undir pari, 268 höggum. Til þess að sjá lokastöðuna á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Shriners Hospitals for Children Open SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Max Homa (20/50)

Max Homa var nr. 32 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Max Homa fæddist í Burbank, California, 19. nóvember 1990; sonur  John Homa og Bonnie Milstein og er því 23 ára. Homa útskrifaðist frá Valencia High School árið 2009 og spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði UCLA þ.e. University of California, Berkeley . Í UCLA var Homa first-team All-American sem efstibekkingur (ens. senior). Árið 2010, náði Homa í fjórðungsúrslit U.S. Amateur áður en hann tapaði fyrir þeim sem átti titil að verja liðsfélaga sínum í golfliði UCLA , An Byeong-hun. Homa keppti sem áhugamðaur í Opna bandaríska risamótinu 2013 og sigraði í einstaklingskeppninni árið 2013 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 19. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingur dagsins: Louis Oosthuizen og Sara Margrét Hinriksdóttir – 19. október 2014

Það eru Louis Oosthuizen og  Sara Margrét Hinriksdóttir sem eru  afmæliskylfingar dagsins. Sara Margrét er fædd 19. október 1996 og er því 18 ára í dag. Hún er afrekskylfingur í Golfklúbbnum Keili og í afreksmannahóp GSÍ völdum af Úlfari Jónssyni. Sara Margrét var nú nýlega í sveit Keilis sem landaði 10. sætinu á European Ladies Club Trophy, sem fram fór í Þýskalandi 2.-4. október 2014. Komast má á facebooksíðu Söru Margrétar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Sara Margrét Hinriksdóttir (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Einnig verður að geta þess sérstaklega að suður-afríski golfsnillingurinn Louis Oosthuizen á afmæli í dag, en hann er fæddur 19. október 1982 Lesa meira