Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Theodór Emil í 9. sæti á UAM Fall Classic

Þann 20.-21. október s.l. fór fram UAM Fall Classic mótið í Greystone CC, í Cabot, Arkansas. Meðal 45 þátttakenda var Theodór Emil Karlsson, GKJ og félagar í Universisty of Monticello at Arkansas. Theódór Emil lauk keppni T-9, þ.e. deildi 9. sæti með öðrum, sem er ágætis topp-10 árangur. Theodór Emil lék hringina á samtals 154 höggum (76 78) og var á 2. besta heildarskori af félögum sínum í Monticello. Ari Magnússon, GKG, tók einnig þátt í mótinu og lék hann á samtals 170 höggum (88 82); var í 32. sæti í einstaklingskeppninni og eins taldi seinni hringur hans í 5. sætis árangri Monticello í liðakeppninni. Næsta mót Ara, Theodórs Emils Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 10:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og félagar í Fresno luku leik í 2. sæti í Indíana

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og félagar í Fresno State tóku þátt í Indiana á Hoosier Fall Invitaional mótinu, sem fram fór í Noblesville, Indiana, dagana 17.-19. október s.l. Þátttakendur voru 52 frá 8 háskólaliðum. Fyrsta daginn var spilaður höggleikur og seinni tvo dagana liðaholukeppni. Guðrún Brá lék 1. hring á 4 yfir pari, 76 högg og deilir 12. sæti með 3 öðrum, eftir 1. daginn. Á lokadeginum kepptu Illinois háskóli og Fresno State til úrslita og þar hafði Illinois betur vann 3 af 5 leikjum, en Guðrún Brá vann sinn leik 2&0 fyrir Fresno. Sjá má umfjöllun um Guðrúnu Brá og liðsfélaga hennar á vefsíðu Fresno State með því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 07:32

Evróputúrinn: Olesen og Wade efstir í Ástralíu e. 1. dag

Fyrr í morgun hófst ISPS Handa Perth International, í Lake Karrinyup golfvellinum í Perth, Ástralíu, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni. Það er heimamaðurinn John Wade, sem er í efsta sæti – á 8 undir pari, 64 höggum. Jafn Wade í 1. sæti er danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, en hann er einnig á 8 undir pari. Kannski að samband Olesen við Caroline Wozniacki sé að hafa svona frábær áhrif á leik hans, en fremur langt er síðan að hann hefir sést í einhverju af efstu sætum í móti! Fylgjast má með stöðunni á ISPS Handa Perth International með því að  SMELLA HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 01:00

Kylfingar sem hnetur

Golf Digest hefir tekið saman smá húmor, sem því miður er ekki hægt að þýða á íslensku. Kylfingum er öllum veitt nafn á hnetu sem eiginlega er útúrsnúningur á nafni viðkomandi kylfings eða einhverju sem hann er þekktur fyrir. Golf Digest segir að þetta sé í tilefni af National Nut Day…. ….. og margar myndir af þekktustu kylfingum samtímans, Mickelson og Tiger aðeins tveir af mörgum. Kannski „nuts“ en hér má sjá hnetumyndaseríu Golf Digest  SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 18:30

Frægir kylfingar: Bill Murray fær golfbuxur að gjöf

Bandaríski skemmtikrafturinn Ellen Degeneris fékk annan þekktan grínista í sjónvarpsþátt sinn, en þar var mættur enginn annar en einn aðalleikari uppáhalds-golfkvikmynd margra Caddyshack, enginn annar en Bill Murray. Ellen Degeneris er þekkt fyrir að vera ansi rausnarleg.  T.a.m. gaf hún afgreiðsludömu nokkurri sem borgaði pöntun 2 hermanna úr eigin vasa upp á $ 27, 75 heil $ 10.000,-  Sjá erlenda frétt með því að SMELLA HÉR:  Hún gaf hinum 3 ára Tommy Morrissey, sem er einhentur kylfingur sinn eigin golfbíl – Þetta er nokkuð sem allir verða að sjá!!! Sjá með því að SMELLA HÉR:  Bill Murray er þekktur m.a. þekktur fyrir skrítinn smekk sinn á golfbuxum og auðvitað var Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Kristinn Reyr Sigurðsson – 22. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins, 22. október 2014 er Kristinn Reyr Sigurðsson. Kristinn Reyr er fæddur 22. október 1996 og því 18 ára í dag. Kristinn Reyr er í Golfklúbbi Reykjavíkur. Kristinn Reyr varð m.a. í 4. sæti á stigalista GSÍ 2013 í piltaflokki.  Hann spilaði m.a. á Eimskipsmótaröðinni í ár. Kristinn Reyr er í afreksmannahóp GSÍ völdum af landsliðsþjálfaranum, Úlfari Jónssyni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:   Kristinn Reyr Sigurðsson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Adam Gee, 22. október 1980 (34 ára);  Peter Tomasulo, 22. október 1981 (33 ára); Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 14:45

GMac, Keegan Bradley og Freddie Jacobson hefja framleiðslu á bjór

PGA Tour kylfingarnir Graeme McDowell (GMac), Keegan Bradley og Freddie Jacobson hafa sameinast um að koma í framleiðslu nýrri bjórlínu í samstarfi við bandaríska bjór framleiðandann The Brew Hub í Flórída. Það verður um 3 tegundir bjórs að ræða:  G-Mac’s Celtic Style Pale Ale, Keegan Bradley’s New England Style Lager og Freddie Jacobson’s Scandinavian Style Blonde Ale. Þessar bjórtegundir hafa verið til sölu á völdum golfstöðum í Flórída. Í byrjun desember verður hægt að fá bjórinn í dósum (sjá meðfylgjandi mynd) og síðan verður bjórinn settur á flöskur, fyrsta ársfjórðung 2015. Fyrst um sinn verða bjórarnir aðeins fáanlegir á nokkrum golfstöðum en síðan er ætlunin að dreifa honum til almennra veitingastaða Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 14:00

Poulter skiptir yfir í Titleist

Í síðustu viku tilkynnti Ian Poulter að hann myndi ekki lengur vera á samningi hjá Cobra-Puma Golf og sagði jafnframt á Twitter: „Ég mun tilkynna um nýja samningsaðila mína fljótt.“ Og Poulter stóð við orð sín. Í gær tilkynnti Poulter á félagsmiðlunum: „Ég er í fullri alvöru ánægður að tilkynna að ég mun ganga til liðs við  @Titleist @FootJoy og spila með útbúnaði þeirra keppnistímabilið 2015. Svo spenntur.“ Með tvíti Poulter fylgdi mynd af nýjum poka hans en í honum er m.a.  915 series dræver og 3-tré og tveir blendingar. Járnin eru blöndið þ.e.  Titleist CB járn og  MB módel. Þrjú  Vokey fleygjárn eru líka í pokanum. Það sem ekki sást Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 12:00

LEK: Landsliðin 2015 liggja fyrir

Landslið LEK 2015 liggja nú fyrir, byggð á stigatöflum frá þessu ári, 2014. Landslið karla 55 ára + Höggleikur án forgjafar Jón Haukur Guðlaugsson, GR Sæmundur Pálsson, GR Óskar Sæmundsson, GR Rúnar Svanholt, GR Skarphéðinn Skarphéðinsson, GR Óskar Pálsson, GHR Landslið karla 55 ára + Höggleikur með forgjöf Ragnar Gíslason, GO Þórhallur Sigurðsson, GK Tómas Jónsson, GKG Jóhann Peter Andersen, GK Haraldur Örn Pálsson, GK Hafþór Kristjánsson, GK Landslið karla 70 ára og eldri  – Höggleikur  Jóhann Peter Andersen, GK Sigurjón R Gíslason, GK Helgi Hólm, GSG Hans Jakob Kristinsson, GR Jens Karlsson, GK Guðlaugur R Jóhannsson, GO Landslið kvenna 50+ – Höggleikur án forgjafar Ásgerður Sverrisdóttir , GR Steinunn Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 22. 2014 | 11:00

80 leiðbeinendur hafa útskrifast eftir SNAG leiðbeinendanámskeið

Fyrsta SNAG leiðbeinendanámskeiðið var haldið mars 2013 og nú hafa um 80 manns fengið þjálfun í að leiðbeina með SNAG kennslufræðinni á fyrsta stigi. Þessir 80 leiðbeinendur eru úr 27 sveitarfélögum á Íslandi og eru á aldrinum 14 ára til 80 ára. Í nýjasta tölublaði Golf á Íslandi er viðtal við Maríu Guðnadóttur íþróttakennara um SNAG og  hvernig hún notar þessa kennsluaðferð í íþróttakennslunni. „Það sem heillaði mig var þessi einfaldleiki, stórar golfkylfur, golfboltar og sniðug hjálpartæki. Þannig að allir geta lært golf á skemmtilegan hátt, byrjendur, börn, unglingar, eldri borgarar og þeir sem eru aðeins farnir að fikta við golfið,“ segir María Guðnadóttir, íþróttakennari og lágforgjafarkylfingur í en hún hefur verið Lesa meira