Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 12:00

GK: Snjókoma olli styttingu Evrópumóts klúbbliða – Keilir í 3.-4. sæti

Það voru mikil vonbrigði þegar vaknað var í Búlgaríu á Evrópumóti klúbbliða (ens. European Men Club Trophy)  í morgun. Það lá 10-15 cm jafnfallinn snjór  yfir öllu og ekkert annað að gera enn að stytta mótið í einungis einn hring. Keilisliðið taldi sig eiga mikið inni eftir fyrsta hringinn og voru þeir klárir að láta finna fyrir sér í dag. Því er 3.-4. sætið staðreynd og er það að sjálfsögðu frábær árangur. Sjá má link inn á mótið með því að SMELLA HÉR: Golf 1 óskar Keilisstrákunum og öðrum Keilisfélögum til hamingju!!!


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 11:00

PGA: Russell Henley efstur í hálfleik McGladrey Classic – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn frábæri Russell Henley, sem er efstur í hálfleik á McGladrey Classic, sem fram fer á Seaside golfvellinum á Sea Island, Georgíu. Henley er búinn á leika fyrstu tvo hringi mótsins á samtals 9 undir pari, 131 höggi (68 63). Öðru sætinu deila 3 kylfingar: Andrew Svoboda, Brian Harman og Brendon de Jonge; allir aðeins 1 höggi á eftir Henley þ.e. á 8 undir pari, hver. Will MacKenzie, Marc Wilson og argentínski kylfingurinn Fabian Gomez deila síðan 5. sætinu á 7 undir pari, hver. Bandarísku kylfingarnir Scott Piercy og Kevin Chappell eru svo í 8.-9. sætinu á 6 undir pari, hver. Aðeins munar því 3 höggum á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 10:00

Forseti PGA rekinn eftir að hann kallaði Poulter „litla (vælandi) stelpu“

Ted Bishop, forseti PGA of America hefir verið rekinn deginum eftir að hann kallaði enska kylfinginn Ian Poulter, „litla (vælandi) stelpu“ (ens. „lil girl“) á Twitter og endurtók síðan ummæli sín á Facebook. „Félagar og starfsfólk PGA of America verður að uppihalda hæsta standard og gildi íþróttagreinarinnar og það sama á við um hvernig framkoma okkar er  á öllum tímum,“ sagði varaforseti PGA, Derek Sprague, sem gegna mun starfi Bishop tímabundið. „Við biðjum hvern þann einstakling eða hóp sem finnst gert lítið úr sér afsökunar, á þessari óásættanlegu athugasemd.“ PGA of America sagði að ákvörðunin um að segja Bishop upp störfum hafi verið tekin af nefnd yfirmanna PGA (ens. board of directors). Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 09:00

LPGA: Pace og Korda leiða e. 2. dag á Blue Bay LPGA

Það eru þær Lee-Anne Pace frá S-Afríku og bandarísk-tékkneski kylfingurinn Jessica Korda, sem leiða eftir 2. dag á Blue Bay LPGA á Hainan eyju í Kína. Báðar eru þær búnar á leika á 11 undir pari, 133 höggum; Pace (67 66) og Korda (66 67). Ein í 3. sæti er Chella Choi frá S-Kóreu á samtals 10 undir pari og 4. sætinu deila 3 kylfingar: Michelle Wie, Brittany Lang og Shanshan Feng, allar á 9 undir pari. Í sjöunda sæti eru þýski Solheim Cup kylfingurinn Caroline Masson og bandaríski kylfingurinn Danielle Kang,  báðar á 8 undir pari. Níunda sætinu deila síðan kínverski kylfingurinn Wanyao Lu og bandaríski kylfingurinn Austin Ernst, á 7 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Oleson efstur fyrir lokahringinn í Ástralíu – Hápunktar 3. dags

Danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen er efstur fyrir lokahringinn  á ISPS Handa Perth International í Lake Karrinyup CC í Perth,  Ástralíu. Olesen hefir átt 3 glæsilega hringi, alla undir 70 og er á samtals  16 undir pari, 200 höggum (64 69 67). Olesen er með 3 högga forskot á þann sem kemur næstur, en það er Sihwan Kim, sem er á 13 undir pari, 203 höggum (66 68 69). Í 3. sæti er James Morrison, á samtals 12 undir pari og í 4. sæti er Bandaríkjamaðurinn Peter Uihlein á samtals 11 undir pari og síðan er tveir sem deila 5. sætinu: David Drysdale og Ástralinn Richard Green. Til þess að sjá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ian Michael Baker – 24. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ian Michael Baker Finch. Hann fæddist 24. október 1960 í Nambour, Queensland í Ástralíu og er því 54 ára í dag. Ian Michael ólst upp í sama nágrenni í Queensland og heimsþekktir ástralskir kylfingar þ.e. Greg Norman og Wayne Grady.  Þekktastur er Ian Michael fyrir að sigra á Opna breska, árið 1991. Ian Michal gerðist atvinnumaður í golfi 1979. Hann segir Jack Nicklaus hafa haft mest áhrif á feril sinn, þar sem hann segist hafa byggt golfleik sinn á bók Gullna Björnsins (Nicklaus) „Golf My Way”. Á atvinnumannsferli sínum sigraði Ian Michael 17 sinnum; 2 sinnum á PGA; 2 sinnum á Evróputúrnum; 3 sinnum á japanska PGA; 17 sinnum á Ástralasíutúrnum (sum mótin eru Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 24. 2014 | 09:00

PGA: 4 efstir á McGladrey´s Classic – Hápunktar 1. dags

Í gær hófst mót vikunnar á PGA mótaröðinni bandarísku á Sea Side Course, á Sea Island í Georgíu; McGladrey´s Classic. Það eru 4 efstir og jafnir í 1. sæti: Brian Harman, Michael Thompson, hjartaþeginn Eric Crompton og Will McKenzie, en fv. eiginkona hans, Alli, er talin önnur giftu kvennanna, sem Dustin Johnson á að hafa átt vingott við.  Þess mætti get að Alli og Will eru skilin nú en hér að neðan er mynd frá þeim dögum meðan allt lék í lyndi hjá þeim (en þá var Will m.a. kylfusveinn konu sinnar á golfmóti eiginkvenna PGA Tour leikmanna.) En aftur að McGladrey Classic: Ofangreindir  4 kylfingar spiluðu allir fyrsta hring Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Hlynur Bergs, Óðinn Þór Ríkharðs og Samúel og Friðrik Gunnarssynir – 23. október 2014

Það eru hvorki fleiri né færri en 3, sem eru afmæliskylfingar dagsins: Hlynur Bergsson, GKG;  Óðinn Þór Ríkharðsson, GKG; og Samúel og Friðrik Gunnarssynir, GÓ og GA. Hlynur er fæddur 23. október 1998 og er því 16 ára í dag.  Var t.a.m. einn af 17 unglingum sem þátt tóku í Finnish International Junior Championship nú í sumar.  Komast má á facebook síðu Hlyns hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið Hlynur Bergsson 23. október 1998 (16 ára – Innilega til hamingju með afmælið!) Óðinn Þór er fæddur 23. október 1997 og því 17 ára í dag.  Hann hefir m.a. bæði spilað á Íslandsbankamótaröðinni og Eimskipsmótaröðinni.  Sjá má Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 14:00

LPGA: Korda leiðir í Blue Bay e. 1. dag í Kína

Það er Jessica Korda sem leiðir eftir 1. dag  á LPGA Blue Bay mótinu, sem fram fer á Hainan eyju í Kína. Korda lék 1. hring á 66 höggum.  Hún skilaði hreinu, skollalausu skorkorti með 6 fuglum (þ.á.m. 3 í röð á 1.-3. holu og 12 pörum. Glæsilegt!!! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Korda eru: Shanshan Feng, Jodi Ewart Shadoff, Brittany Lang, Caroline Masson, Lee-Anne Pace og Michelle Wie, sem allar léku á 5 undir pari, 67 höggum. Nýsjálenski unglingurinn Lyda Ko deilir 14. sætinu með 7. öðrum kylfingum, en hún lék 1. hring á 3 undir pari, 69 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 13:00

Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór og Nicholls State luku leik í 10. sæti á Jim Rivers mótinu

Andri Þór Björnsson, GR og Geaux Colonels tóku þátt í Jim Rivers Intercollegiate mótinu sem fram fór á Squire golfvellinum í Choudrant Louisiana, dagana 20.-21. október s.l. Þátttakendur voru 60 frá 10 háskólum. Andri Þór lauk keppni í 35. sæti í einstaklingskeppninni, en hann lék samtals á 8 yfir pair, 224 höggum (73 74 77). Hann var á besta skori Nicholls State, sem hafnaði í 10. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Andra Þórs og Nicholls State er ASU Fall Beach Classic, sem hest 3. nóvember n.k. Til þess að sjá úrslitin á Jim Rivers mótinu SMELLIÐ HÉR: