Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 12:25

PGA: „Leiðinlegur“ ás MacKenzie – Myndskeið

Will MacKenzie taldi að gott högg hefði endað illa. Hann notaði 8-járn á par-3 6. holunni í gær á McGladrey Classic og sá að boltinn stefndi á flaggið og heyrði boltann smella í stönginni, en sá ekkert hvar boltinn lenti. Ef þessir 4 sem voru að horfa á klöppuðu, heyrði MacKenzie ekkert í þeim; Hann bara gekk að poka sínum og rétti kylfusveini sína kylfuna. „Ég hélt að boltinn hefði endurkastast,“ sagði MacKenzie. Það var bara eitt hann fann bolta sinn hvergi á flötinni. „Þetta er mesti antipata ás sem ég hef nokkru sinni fengið,“ sagði MacKenzie. En það var þessi ás ásamt frábæru 15 metra fuglapútti MacKenzie, sem kom honum í forystu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 12:00

LPGA: Tafir á Blue Bay í Kína vegna veðurs – mótinu lýkur á morgun!

Blue Bay LPGA mótið var frestað í dag til morguns þ.e. mánudags,  á Hainan eyju, í Kína ,vegna úrhellisrigningar. Leik lýkur á morgun, mánudag og hefir mótið verið stytt í 54 holur. U.þ.b. 2,5 tommur af rigningu féllu á Jian Lake Blue Bay golfvöllinn á sunnudag. Eftir 3 klst og 55 mínútna  og vegna óspilanlegra aðstæðna á vellinum var leik frestað kl. 18:14 vegna myrkurs. Lee-Anne Pace frá Suður-Afríku er með 4 högga forskot þegar eftir á að leika 5 holur. Sjá má stöðuna á Blue Bay LPGA með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Olesen sigraði í Ástralíu! – Hápunktar 4. dags

Það var danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem stóð uppi sem sigurvegari á ISPS Handa Perth International mótinu í Perth Ástralíu. Olesen lék á samtals 17 undir pari, 271 höggi (64 69 67 71).  Sjá má eldri kynningu Golf 1 á Olesen með því að SMELLA HÉR:  Sigur Olesen  var nokkuð sannfærandi, en Olesen átti 3 högg á þann sem varð í 2. sæti, Frakkann Victor Dubuisson -14, 274 (71 67 70 66). Í 3. sæti varð síðan Englendingurinn Mark Foster á 12 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á ISPS Handa Perth International SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 08:00

PGA: Svoboda og MacKenzie leiða á McGladrey mótinu – Hápunktar 3. dags

Það eru Bandaríkjamennirnir Andrew Svoboda og MacKenzie, sem leiða á McGladrey mótinu, í Sea Island í Georgíu. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 12 undir pari, 194 höggum; Svoboda (66 66 66) og MacKenzie (65 68 65). Forystumaður gærdagsins, Russell Henley, er aðeins 1 höggi á eftir á samtals 11 undir pari og er einn í 3. sæti. Til þess að sjá stöðuna á McGladrey mótinu eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á McGladrey mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 19:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Sean O´Hair (21/50) – Seinni hluti

Hér í kvöld birtist 2. hlutinn á kynningunni á „nýja stráknum“ Sean O´Hair á PGA Tour.  O´Hair er ekkert nýr á túrnum, þannig lagað, hann hefir þegar skráð sig á spjöld golfsögunnar og spilað á PGA Tour frá árinu 2005 – Það sem er nýtt er að hann var einn af 50 sem spiluðu í Web.com Tour Finals og var sá 31. af þessum 50 til þess að hljóta kortið sitt á 2014-2015 keppnistímabilinu. Hér má lesa fyrri hluta kynningar Golf 1 á Sean O´Hair SMELLIÐ HÉR:  2009: Besta tímabilið á PGA Tour O’Hair byrjaði árið 2009 vel með 4. sætinu á fyrsta móti ársins Mercedes-Benz Championship og síðan varð Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Denny Shute hefði orðið 110 ára í dag! – 25. október 2014

Herman Densmore „Denny“ Shute  f. 25. október 1904 – d. 13. maí 1974 var bandarískur kylfingur sem vann 3 risamót á 4. áratug síðustu aldar. Hann hefði orðið 110 ára í dag! Denny fæddist í Cleveland, Ohio. Pabbi hans fæddist í Englandi. Hann var í Western Reserve University (sem nú heitir Case Western Reserve University) og var félagi í Phi Gamma Delta. Hann kvæntist 20. mars 1930 Hettie Marie Potts og áttu þau 1 barn saman. Denny Shute sigraði á Opna breska árið 1933 og á PGA Championship, árin 1936 og 1937. Hann var síðasti kylfingurinn, sem tókst að sigra á PGA Championship 2 ár í röð áður en Tiger Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 15:00

Bishop biður Poulter afsökunar

Ted Bishop, fv. forseti PGA of America hefir beðist afsökunar á að hafa kalla Ian Poulter „litla stelpu.“ Bishop var látinn taka pokann sinn eftir að hann birti ummælin á Twitter og facebook, en hann átti aðeins eftir að gegna starfi í 1 mánuð. Hann tók ummæli sín út af Twitter og facebook, en það kom fyrir ekki hann var engu að síður rekinn. Afsökunarbeiðni Bishop er eftirfarandi: „Ég vil biðja Ian Poulter afsökunar og alla sem móðgast hafa við ummæli mín á félagsmiðlunum sem birtust 23. október 2014,# sagði hann í fréttatilkynningu. „Sérstaklega sé ég mikið eftir að athugasemdir mínar hafi innihaldið orðin „lítil stelpa“ vegna þess að ég Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:45

Caroline Wozniacki tekur þátt í NY maraþoninu

Tennisstjarnan Caroline Wozniacki tapaði fyrir vinkonu sinni Serenu Williams í  WTA Finals nú í dag en Caroline ætlar sko ekki að leggjast í volæði yfir einum ósigrinum enn, hún er strax búin að setja sér nýtt markmið hún ætlar að taka þátt í maraþon hlaupinu í New York í næsta mánuði. „Ég er að koma mér í maraþon gírinn sagði hún,“ strax eftir   2-6  6-3  7-6(6) tap fyrir Williams, frábæran, epískan leik sem tók 2 tíma og 15 mínútur. „Ég ætla að fara að jogga svolítið á morgun, til þess að ná úr mér stirðleikanum sem ég kem líklega til með af finna fyrir á morgun.“ „Lítið 30-40 mínútna hlaup á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:30

Viðbrögð nokkurra kylfinga, þ.á.m. Poulter við ummælum Bishop um Poulter

Golfweek hefir birt viðbrögð nokkurra kylfinga við ummælum Ted Bishop, fv. forseta PGA of America. Svo sem fram hefir komið á Golf1 sagði Bishop enska kylfinginn og Ryder Cup stjörnuna með meiru,  Ian Poulter vera „litla stelpu“ á Twitter og bætti síðan um betur á facebook, þar sem hann sagði Poulter vera litla vælandi skólastelpu. Í kjölfarið var Bishop sagt upp störfum eftir fund stjórarnefndar yfirmanna PGA. Nokkrir kylfingar hafa tjáð sig um ummælin og hefir Golfweek tekið saman þessi ummæli í grein, en þeir sem tjá sig eru Poulter sjálfur, Lee Westwood, Luke Donald og Ted Scott (kylfusveinn Bubba Watson). Meðal þess sem Poulter sagði einnig og ekki kemur fram Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 25. 2014 | 14:00

Haya prinsessa af Dubai áfram verndari Omega Dubai Ladies Masters

Prinsessan Haya Bint Al Hussain, eiginkona hans hátignar Shaikh Mohammad Bin Rashid Al Maktoum, sem er varaforseti og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og þjóðhöfðingi Dubai, hefir framlengt stöðu sína sem verndari Omega Dubai Ladies Masters og hefir þar með staðfest stuðning sinn við aðalkvengolfmótið í þessum heimshluta. Mótið fer fram í the Emirates Golf Club, dagana 10.-13. desember og hefir Haya prinsessa ljáð síðasta móti þessa keppnistímabils á  Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour, skammst. LET) fylgi sitt. Frá því að mótið var haldið árið 2006 hefir þetta mót, þar sem verðlaunafé € 500.000  og er skipulagt af Golf in DUBAI, verið vettvangur fyrir kvenkylfinga til þess að sýna hæfileika sína og Lesa meira