Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 18:00

Frægir kylfingar: Jessica Alba spilaði golf með John Daly – Myndskeið

Sem hluti af the Mission Hills World Celebrity Pro-Am í Kína í síðustu viku, þá spilaði Jessica Alba  hring með John Daly. Alba, er með 22 í forgjöf og getur að sögn drævað eitthvað um 183 metra. Það er bara býsna gott af meðalkylfingi að vera! Hún virðist ákaflega hrifin af lengd John Daly …. af teig. Hér má sjá myndskeið af þeim Alba og Daly á Mission Hills World Celebrity Pro-Am  SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá nokkrar myndir af Alba og Daly og reyndar líka Greg Norman, sem fylgdist áhugasamur með golfsveiflu Alba 🙂  SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Helena, Björgvin og Jódís – 27. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru þrír: Helena Árnadóttir Blowers, GR; og tvíburarnir Jódís og Björgvin Sigurbergsbörn, GK.  Helena er fædd 27. október 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag! Hún er gift Tim Blowers. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Helena Árnadóttir (30 ára) Anna Jódís og Björgvin eru fædd 27. október 1969. Komast má á facebook síðu Björgvins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Björgvin Sigurbergsson (45 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Carol Semple, 27. október 1948 (66 ára); Patty Sheehan, 27. október Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 11:00

Hvað var í sigurpoka Streb?

Robert Streb fékk fugl á 2. holu í bráðabana og vann þar með fyrsta titil sinn á PGA Tour í gær, 26. október 2014 á McGladrey Classic mótinu.  Hér fer listi yfir það sem var í poka hans: Dræver: Titleist 913D3 (Aldila Tour Blue 65TX skaft), 9.5°. 3-tré: Titleist 913Fd (Fujikura Motore VC 8.2X skaft), 15°. Járn: Titleist 714 CB (2-9; True Temper Dynamic Gold S300 Tour Issue sköft). Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (46° og 56°; True Temper Dynamic Golf S300 Tour Issue sköft), Titleist Vokey Design prototype (60°; True Temper Dynamic Gold S300 Tour Issue skaft). Pútter: Scotty Cameron GoLo Knucklehead. Bolti: Titleist Pro V1x.  


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 10:00

Hver er kylfingurinn: Robert Streb?

Robert Streb vann í gær, 26. október 2014,  fyrsta sigur sinn á PGA Tour, McGladrey Classic. Hér má t.a.m. sjá fallegt teighögg Streb frá lokahringnum, þar sem hann fór næstum holu í höggi SMELLIÐ HÉR:  En hver er kylfingurinn – Robert Streb? Robert Streb fæddist í Chickasha, Oklahoma, 7. apríl 1987 og er því 27 ára. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með golfliði Kansas State University. Streb útskrifaðist árið 2009 með gráðu  í markaðsfræðum og gerðist atvinnumaður í golfi það ár. Fyrstu sigrar hans sem atvinnumaður voru í Oklahoma Open árin 2009 og 2011. Fyrstu árin (2010 og 2011) eftir að Streb gerðist atvinnumaður spilaði hann á NGA Pro Golf Tour. Árið 2012 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 02:00

PGA: Streb sigraði á McGladrey mótinu – Hápunktar 4. dags

Robert Streb sigraði í McGladrey mótinu nú fyrr í kvöld,  en sigurinn er sá fyrsti sem hann vinnur á PGA Tour. Eftir hefðbundið 72 holu spil voru þeir Will MacKenzie, Brendon de Jonge og Robert Streb  efstir og jafnir en allir voru þá búnir að spila Seaside völlinn á samtals 14 undir pari, 266 höggum; MacKenzie (65 68 65 68); de Jonge (68 64 69 65) og Streb (69 66 68 63). Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra og var fyrst par-4 18. holan spiluð aftur.  Þar datt deJonge út en hann fékk skolla, lék holuna á 5 höggum.  Önnur holan sem spiluð var, var par-3 17. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 19:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá hefur leik í Las Vegas í dag

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State hefja leik í dag á Las Vegas Collegiate Showdown í Las Vegas, Kaliforníu í dag. Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 96 frá 19 háskólum. Gestgjafi er UNLV  (stendur fyrir University of Las Vegas). Til þess að fylgjast með Guðrúnu Brá og félögum í Fresno SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en næsta mót hjá henni og Fresno State er The Gold Rush á Long Beach Kaliforníu á næsta ári 2015.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 18:30

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og félagar við keppni í S-Karólínu

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í golfliði Elon eru sem stendur við keppni á Turtle Point golfvellinum, á Palmetto Intercollegiate mótinu á Kiawah Island í Suður-Karólínu. Mótið stendur dagana 26.-28. október og þátttakendur eru 104 frá 20 háskólum. 1. hringur er þegar hafinn. Til þess að fylgjast með gengi Sunnu og Elon á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Sunnu fyrir jól, en næstu mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verða ekki fyrr en á vorönn 2015.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Jonathan Randolph (22/50)

Jonathan Randolph var sá 30. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour, keppnistímabilið 2014-2015. Jonathan Randolph er fæddur 10. ágúst 1988 og er því 26 ára.  Hann byrjaði að spila golf 4 ára.  Fyrsta golfminning hans er að spila í Texas Scrambli með pabba sínum. Mesta afrekið til þess er að hafa verið aðeins 2 sigrum frá því að vinna sér inn þátttökurétt á Masters risamótinu á  U.S. Public Links Championship árið 2011. Uppáhaldsgolfvellir Randolph eru Muirfield, Sage Valley og Torrey Pines GC – Völlur sem Randolph langar til þess að spila er Augusta National. Segir að ef hann væri ekki atvinnumaður í golfi væri hann á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Helga Jóhannsdóttir – 26. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Helga Jóhannsdóttir. Helga er fædd 26. október 1963 og á því 51 árs afmæli í dag!!!! Helga er í Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði.  Helga hefir verið virk í kvennastarfi Keilis og hefir tekið þátt í mörgum opnum golfmótum hérlendis með góðum árangri og spilar golf hér á landi sem erlendis. Helga er gift Aðalsteini Svavarssyni og á tvær dætur: Írisi Ösp og Agnesi Ýr. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Helga Jóhannsdóttir; GK (51 árs – Innilega til hamingju!!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Mark Bucek, f. 26. október 1961 (53 ára);  David Miley f. 26. október 1966 (48 ára) Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 26. 2014 | 13:45

GSG: Farið í Sunnudagsbíl- og golftúr í Sandgerði og vöfflukaffi eftir á!

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði er opinn í dag, sunnudaginn 26. október 2014,  líkt og hann er búinn að vera alla helgina . Vallargjald 2500 kr. á mann og kaffi og vöflur innifalið. Ath rástímaskráning er á golf.is Nú er bara að drífa sig í sunndagsbíl- og golftúr í Sandgerði – spila dásamlegan Kirkjubólsvöllinn ….. og …… fá sér vöfflur og kaffi eftir á!!!