Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 08:00

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar og Minnesota luku leik í Royal Oaks í 11. sæti

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota luku í gær leik á Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fór í Royal Oaks CC, í Dallas, Texas. Þetta var síðasta mótið á haustönn hjá Rúnari. Þátttakendur voru 72 frá 12 háskólum. Rúnar lék á samtals 225 höggum (72 76 77) og hafnaði í 40. sæti í einstaklingskeppninni. Rúnar var á 2. besta heildarskori Minnesota og taldi skor hans því í  11. sætis árangri Minnesota í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Royal Oaks Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 07:30

Frægir kylfingar: Keegan Bradley montar af því að vinna Michael Jordan í golfi

Körfuboltastjarnan Michael Jordan telst til frægu kylfinganna. Keegan Bradley er ein PGA Tour stjarnan, sem reglulega spilar golf við Michael Jordan (MJ) í Bears Club í Flórída. Nú það eitt sér er ágætt, hins vegar ekki að Bradley fór á Twitter og montaði sig af því að hann sigraði Jordan oftast. MJ var fljótur að svara fyrir sig, en hann tvítaði tilbaka: „Í síðasta sinn sem ég ég sá til varstu í skónum MÍNUM. Þú sérð mig ekkert í Air Keegan (skóm)!“ Góðlátt grín milli félaganna en…. MJ kann að svara fyrir sig og fannst mörgum miðlum vestra hann hafa haft betur í rimmu þeirra félaga að þessu sinni. Sjá t.d. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 07:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna og Elon luku leik í 14. sæti á Palmetto mótinu

Sunna Víðisdóttir, GR og félagar í golfliði Elon tóku þátt  á Palmetto Intercollegiate mótinu, á Turtle Point golfvellinum, Kiawah Island í Suður-Karólínu, dagana 26.-28. október og lauk mótinu í gær. Þátttakendur voru 104 frá 20 háskólum. Sunna lék á samtals 231 höggum (74 79 78) og hafnaði í 46. sæti í einstaklingskeppninni. Sunna var á 2. besta heildarskori í liði Elon, sem varð í 14. sæti í liðakeppninni og taldi skor Sunnu því Til þess að sjá lokastöðuna á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Sunnu fyrir jól, en næstu mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verða ekki fyrr en á vorönn 2015.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Guðmundína Ragnarsdóttir – 28. október 2014

Það er Guðmundína Ragnarsdóttir sem er afmæliskylfingur dagsins. Guðmundína er fædd 28. október 1958. Hún tók m.a. þátt í meistaramóti lögmannafélagsins, aðeins ein af 3 kvenkylfingum til þess að taka þátt í ár 2014 og stóð sig með mikilli prýði.  Guðmundína er í Golfklúbbnum Oddi.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Guðmundínu til hamingju með daginn hér að neðan: Gudmundina Ragnarsdottir, GO (56 ára) – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Na Yeon Choi, 28. október 1987 (27 ára) ….. og …… Atli Ingvars (51 árs stórafmæli) Pétur Freyr Pétursson GR (24 ára) Klaus Richter (48 ára) Anna Margrét Kristjánsdóttir (24 ára) Guðmundur Steingrímsson (42 ára) Ólafur Þór Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Nr. 3 er komin – Stenson hættir við mót í Kína

Eitt af flaggskipsmótum Evrópumótaraðarinnar, þ.e. BMW Masters sem hefst á Lake Malaren n.k. fimmtudag í Kína, varð fyrir áfalli þegar tilkynnt var að sænski kylfingurinn Henrik Stenson hefði dregið sig úr mótinu.  Þetta er annað áfallið á stuttum tíma en nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, var áður búinn að tilkynna að hann ætlaði ekki að taka þátt í mótinu til þess að geta einbeitt sér að málaferlunum við fyrrum umboðsskrifstofu sína á Írlandi. Ástæða þess að Stenson tekur ekki þátt er að kona hans, Emma, fæddi dótturina Alice í Orlandó, Flórída s.l. sunnudag, og Stenson sem er nr. 3 á peningalista Evróputúrsins ákvað að vera hjá dóttur sinni nýfæddu Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 09:00

Bishop tjáir sig um uppsögn sína – Hvað má læra af Bishop-málinu?

Ted Bishop fv. forseta PGA of America grunaði aldrei hvaða áhrif 8 stafir myndu hafa þegar hann tvítaði að Ian Poulter væri „lil girl“ Og hann grunaði alls ekki að þau myndu vekja jafnhörð viðbrögð hvað þá kosta hann forsetastöðu hans, sérstaklega þegar hann átti bara eftir að gegna henni í 1 mánuð. Hann sagði að sér hefði fyrst orðið meðvitað hversu röng skilaboðin voru þegar hann settist að kvöldverði á  The Greenbrier í Vestur-Virginíu og þá eyddi hann  Twitter skilaboðum sínum og síðan einnig álíka ávirðingum  á Poulter, sem hann birti á facebook, þar sem hann sagði Poulter vera vælandi litla skólastelpu. Framkvæmdastjóri samskipta á PGA of America, Julius Mason, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 00:25

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már í 21. sæti á Vero Beach e. fyrri dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG, og golflið McNeese taka þátt í Quail Valley Intercollegiate á Vero Beach, Flórída. Mótið fer fram dagana 27. -28. október 2014 og þátttakendur eru 75 frá 15 háskólum. Ragnar Már lék fyrri daginn á samtals 143 höggum (70 73) og er í 21. sæti, sem hann deilir með 3 öðrum. Ragnar Már er á 3. besta skorinu í liði McNeese, sem er í 2. sætinu í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með Ragnari Má og stöðunni á Quail Valley Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2014 | 00:01

Bandaríska háskólagolfið: Rúnar í 22. sæti e. fyrri dag Royal Oaks mótsins

Rúnar Arnórsson, GK og golflið Minnesota hófu leik í gær á Royal Oaks Intercollegiate mótinu, sem fram fer í Royal Oaks CC í Dallas, Texas. Mótið fer fram dagana 27.-28. október og er síðasta mótið á haustönn hjá Rúnari. Þátttakendur eru 72 frá 12 háskólum. Rúnar er í 22. sæti eftir hringi upp á samtals 148 högg (72 76) og er á næstbesta skorinu í liði Minnesota. Minnesota er sem stendur í 10. sæti í liðakeppninni. Til þess að fylgjast með Rúnari og stöunni á Royal Oaks Intercollegiate SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 22:00

Alexander Aron í 27. sæti á HM í SpeedGolf

Alexander Aron Gylfason, GR, varð í 27. sæti á heimsmótinu í SpeedGolf, sem fram fór í Bandon Dunes Golf Resort í Oregon, Bandaríkjunum. Heimsmeistari í SpeedGolf er Eri Crum frá Boise, Idaho en hann lék  á 4 yfir pari, 76 höggum á 46 mínútum og 1 sekúndu. Vegna veðurs var mótið stytt í 18 holur. Alexander Aron lék á 10 yfir pari, 82 höggum á 55;07 mínútum og hlaut 137.07 stig. Sjá má link inn á úrslitin  frá Bandon Dunes, en í frétt þar kemur m.a. fram að heimsmeistarinn í SpeedGolfi sé fyrrum skólafélagi Tiger Woods úr Stanford – SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2014 | 20:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tyrone Van Aswegen (23/50)

Sá 29. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour fyrir keppnistímabilið 2014-2015 var suður-afríski kylfingurinn Tyrone Van Aswegen. Van Aswegen fæddist 6. janúar 1982 í Jóhannesarborg, Suður-Afríku og er því 32 ára.   Foreldrar hans heita Lynn og Gavin og hann á einn bróður Gav, en öll fjölskylda hans styður hann í atvinnumennskunni. Stærsti aðdáandi hans er eflaust eiginkonan Cristin. Hann spilaði golf í bandaríska háskólagolfinu með  Oklahoma City University. Hann gefur þeim sem heimsækja heimaborg hans Jóhannesarborg þau ráð að reyna á einhverju stigi „braai“ sem er nokkurs konar suður-afrískt bbq, fara í kaffi-hús, reyna að komast við ströndina og fara í safarí.   Sagt Lesa meira