Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 11:50

Evróputúrinn: Frakkar í forystu í Shanghai – Hápunktar 1. dags á BMW Masters

Það er Frakkinn Alexander Levy, sem er í efsta sæti eftir 1. dag á BMW Masters sem fram fer í Lake Malaren í Shanghai, Kína. Levy lék 1. hring á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er landi Levi, Romain Wattel 1 höggi á eftir en Wattel deilir 2. sætinu með Emiliano Grillo frá Argentínu og belgísku sleggjunni Nicolas Colsaerts – allir á 6 undir pari, 66 höggum. Einn í 5. sæti er síðan GMac (Graeme McDowell) á 5 undir pari, 67 höggum. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á BMW Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 10:00

Keilismenn (Gísli og Guðrún Brá) efst íslenskra kylfinga á heimslista áhugamanna

Gísli Sveinbergsson heldur áfram að stökkva upp heimslistann hjá áhugakylfingum. Keilismaðurinn er nú í 107. sæti og bætti þar með „Íslandsmet“ sem Ólafur Björn Loftsson úr Nesklúbbnum setti árið 2011 þegar hann fór upp í 110. sæti heimslista áhugakylfinga. Gísli, sem er aðeins 17 ára gamall og A-landsliðsmaður, getur bætt stöðu sína enn frekar á næstunni. Hann keppir á tveimur sterkum áhugamannamótum í desember, en þau fara fram í Miami í Bandaríkjunum. Mótin sem um ræðir eru Junior Orange Bowl og South Beach Invitational Amateur. Ef vel tekst til mun Gísli komast í hóp 100 efstu á heimslista áhugakylfinga en hann hefur farið upp um 2400 sæti á heimslista áhugakylfinga Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá og Fresno luku leik í 9. sæti í Las Vegas

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK og golflið Fresno State tóku þátt í  Las Vegas Collegiate Showdown í Las Vegas, Kaliforníu. Mótið stóð dagana 26.-28. október og þátttakendur voru 96 frá 19 háskólum. Gestgjafi var UNLV  (stendur fyrir University of Las Vegas). Guðrún Brá lék á samtals 12 yfir pari (78 72 78) og varð í 68. sæti í einstaklingskeppninni og á 4. besta heildarskori Fresno State, sem hafnaði í 9. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á Las Vegas Collegiate Showdown SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Guðrúnar Brá á haustönn, en næsta mót hjá henni og Fresno State er The Gold Rush á Long Beach Kaliforníu á næsta ári Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 08:45

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku keppni í 5. sæti á Vero Beach

Ragnar Már Garðarsson, GKG og McNeese, tóku þátt í Quail Valley Intercollegiate mótinu sem fram fór á Vero Beach, Flórída, dagana 27.-28. október s.l. Ragnar Már lék á samtals sléttu pari (70 73 73) og varð í 23.-28. sæti í einstaklingskeppninni af 75 keppendum. Sjá má úrslitin í einstaklingskeppninni í mótinu með því að SMELLA HÉR:  Ragnar Már varð á næstbesta heildarskori golfliðs McNeese. McNeese varð í 5. sæti af 15 háskólaliðum, sem þátt tóku – Sjá úrslitin í liðakeppninni með því að SMELLA HÉR:  Ragnar Már og  McNeesekeppa næst 3.-5. nóvember n.k. á the Warrior Princeville Makai Invitational, í Princeville Resort ,í Kauai, Hawaii.


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 08:30

Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 6. sæti og the Royals sigruðu í liðakeppninni!!!

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals, golflið Queens tóku þátt í Lenoir Rhyne Rock Barn Intercollegiate, sem fram fór dagana 27.-28. október 2014. Íris Katla varð í 6. sæti í einstaklingskeppninni þ..e. lék á samtals 159 höggum (83 76) og náði að bæta sig um 7 högg á seinni hring, s.s. fram kemur á golfsíðu Queens – Sjá með því að SMELLA HÉR:  The Royals, lið Írisar Kötlu, sigraði í liðakeppninni í mótinu og átti Íris Katla stóran þátt í því! Sjá má lokastöðuna á Lenoir Rhyne Rock Barn Intercollegiate með því að SMELLA HÉR:  Næsta mót Írisar Kötlu og the Royals er 1. nóvember n.k. í Norður-Karólínu þ.e. Winthrop Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: James Alexander Barclay – 29. október 2014

James Alexander Barclay fæddist 29. október 1923 í Glasgow og hefði orðið 91 árs í dag en hann lést 3. desember 2011, 88 ára að aldri. Barclay var rannsóknarmaður og forstjóri í kanadíska olíubransanum, en einnig kylfingur og höfundur 626 bls. golfbókar, sem nefnist: Golf in Canada – A history, sem er yfirgripsmesta verk, um golf sem gefið hefir verið út í Kanada. Barclay hóf feril sinn með því að spila með járnum með valhnotu (hickory) sköftum í Skotlandi. Hann útskrifaðist í efnafræði frá Glasgow háskóla og vann stærstan part ævinnar í olíubransanum  og náði hæst að verða varaforstjóri olíufyrirtækis. Hann fluttist til Kanada 1968, en settist í helgan stein 1983 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 13:00

7 geggjuðustu staðreyndirnar um Tiger

Kyle Porter hjá CBS Sports hefir tekið saman 7 geggjuðustu staðreyndirnar um Tiger Woods að hans mati í tölum. Þær eru eftirfarandi: 1. 26.1 – Það er prósentutala móta sem Tiger hefir sigrað á PGA Tour.  Hann hefir spilað í 302 mótum og sigrað í 79!!!  En jafnvel enn geggjaðra eru 21.2% risamóta sem hann hefir sigrað í frá því hann byrjaði að spila í þeim, eða sigur í 14 af 66 risamótum sem hann hefir tekið þátt í!!! 2.  11 — Það er fjöldi þeirra móta sem Tiger hefir ekki komist í gegnum niðurskurð af þeim 302 PGA Tour mótum, sem hann hefir spilað í .  Til samanburðar mætti geta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 12:00

Bandaríska háskólagolfið: Dagur og Catawba luku leik í 13. sæti í Georgía

Dagur Ebenezersson, GKJ og Catawba luku leik í 13. sæti á UWU Matt Dyas mótinu, sem fram fór í Carrollton, Georgíu,  dagana 27.-28. október og lauk því í gær. Leikið var á hinum  7,026-yarda, Par-72 Oak Mountain Championship golfvelli.   Þátttakendur voru kylfingar 14 háskólaliða. Dagur lék á samtals 258 höggum (90 83 85) og hafnaði í 80. sæti í mótinu. Catawba, háskólalið Dags hafnaði í 13. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Dags og Catawba er ekki fyrr en á vorönn þ.e. 16.-17. febrúar 2015 á Kiawah Island í Suður-Karólínu.  


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Berglind og UNCG luku leik í S-Karólínu

Berglind Björnsdóttir, GR, og golflið UNCG tóku þátt í Palmetto Intercollegiate mótinu, á Turtle Point golfvellinum, Kiawah Island í Suður-Karólínu, dagana 26.-28. október og lauk mótinu í gær. Þátttakendur voru 104 frá 20 háskólum. Berglind lék á samtals 22 yfir pari  (81 78 79) og T-75 í einstaklingskeppninni. Berglind var á 2. besta heildarskori í liði UNCG, sem varð í 19. sæti í liðakeppninni og taldi skor Berglindar því. Til þess að sjá lokastöðuna á Palmetto mótinu SMELLIÐ HÉR:  Þetta er síðasta mót Berglindar fyrir jól, en næsta mót hjá henni í bandaríska háskólagolfinu verður ekki fyrr en 7. febrúar 2015 í Georgíu


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 29. 2014 | 10:00

NGA: Þórður Rafn á 1 yfir pari á Crooked Cat

Þórður Rafn Gissurarson, GR, tekur þátt í móti á Orange County National, í Winter Garden, Flórída,  en það er hluti af NGA mótaröðinni. Leikið er á tveimur völlum og fyrri hringurinn spilaður á Crooked Cat vellinum. Þórður Rafn lék á 1 yfir pari, 73 höggum. Sjá má stöðuna í mótinu með því að SMELLA HÉR: