Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 15:25

Ólafía Þórunn í 16. sæti eftir 2. dag í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, lék 2. hring sinn í dag í Lalla Aicha Tour School í Marokkó, en það er úrtökumót til þess að öðlast sæti á Evrópumótaröð kvenna, Ladies European Tour (skammst. LET). Ólafía Þórunn átti glæsilega byrjun í gær þegar hún lék á 2 yfir pari, 74 höggum og var í 7. sæti. Í dag var erfiðara hjá Ólafíu Þórunn, en hún lék á 6 yfir pari, 78 höggum og fór við það niður um 9 sæti í 16. sætið. Samtals er Ólafía Þórunn búin að spila samtals á 8 yfir pari 152 höggum (74 78). Ólafíu til halds og trausts er móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir. Fylgjast má Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 14:30

PGA: Westy með ás í Malasíu!

Westy þ.e. Lee Westwood átti glæsilegt teighög á par-3 11. braut CIMB Classic á Miramar G&CC í Kuala Lumpur, Malasíu. Westy smellhitti boltann, sem flaug beinustu leið í holu af 200 metra fjarlægð. Þetta er 15. ás Westy! Sjá má draumahögg Westy með því að SMELLA HÉR:     


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 14:00

Frægir kylfingar: Michael Jordan segir Obama lélegan kylfing – Myndskeið

Í viðtali við kunningja sinn Ahmad Rashad, á Back9Network, var stjörnukörfuboltastjarnan Michael Jordan spurð að því hvert væri draumahollið. Þetta er svona frekar „standard“ viðtalsspurning, sem flestir kylfingar, sem teknir eru í viðtal eru látnir svara alls staðar í heimsgolfpressunni. Og svar Jordan var svona frekar „standard“ til að byrja með: „Arnold Palmer„.  Nú,  hann var líka ansi fljótur að grínast með að hann myndi ekki spila við Rashad. En síðan verður hreinskilnin kannski heldur mikil fyrir smekk sumra. Jordan velur Barack Obama, Bandaríkjaforseta næst í draumaholl sitt, þar sem hann hafi aldrei spilað við forsetann. Síðan dregur hann það til baka  – kallar forsetann „hack“ (á íslensku golfmáli „sá Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 12:00

GR: Brynjar Eldon hættir sem íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur

Á heimasíðu GR má finna eftirfarandi frétt: „Brynjar Eldon Geirsson íþróttastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur hefur sagt upp starfi sínu og mun láta af störfum hjá Golfklúbbi Reykjavíkur 31.janúar 2015. Brynjar hóf störf hjá klúbbnum 1. janúar 2007 og er óhætt að segja að með tilkomu hans hafi afreks- og íþróttastarf GR tekið stakkaskiptum. Hefur metnaður, skipulagning og drifkraftur Brynjars haft mikil áhrif, bæði hjá Golfklúbbi Reykjavíkur og  í íslensku golfi.    Golfklúbbur Reykjavíkur þakkar Brynjari Eldon fyrir frábært samstarf  á undanförnum árum og  óskar honum alls hins besta á nýjum vettvangi.“


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 10:00

PGA: Bill Hurley III leiðir á CIMB mótinu – Hápunktar 2. dags

Það er Bill Hurley III, sem leiðir á CIMB mótinu, sem er mót vikunnar á PGA Tour og samstarfsverkefni við Asíutúrinn.  Leikið er í Kuala Lumpur, Malasíu. Hurley er búinn að spila á samtals á 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti er Kevin Streelman á samtals 8 undir pari og þriðja sætinu deilir hópur 7 kylfinga þ.á.m. Lee Westwood og Sergio Garcia, sem allir hafa leikið á 7 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CIMB mótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á CIMB mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 09:00

Evróputúrinn: Colsaerts leiðir á BMW Masters – Hápunktar 2. dags

Það er belgíski kylfingurinn og sleggjan Nicolas Colsaerts, sem kominn er í forystu eftir 2. dag BMW Masters, sem fram fer á Lake Malaeren í Kína. Colsaerts er samtals búinn að spila á 8 undir pari, 130 höggum (66 64). Í 2. sæti, fast á hæla Colsaerts er forystumaður gærdagsins, Fransmaðurinn Alexander Levy á 7 undir pari, 131 höggi (65 66). Til þess að sjá stöðuna á BMW Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 08:00

LPGA: Inbee Park í forystu e. 2. dag í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park leiðir eftir 2. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Miramar G&CC í Tapei,  Taíwan. Inbee er búin að spila á samtals 18 undir pari, 126 höggum og hefir átt glæsihringi upp á 64 og 62! Annar hringurinn var sérlega glæsilegur og var Inbee nálægt því oft að komast í færi við að ná töfratölu allra kylfinga þ.e. brjóta 60!  Á hring sínum upp á 62 högg fékk Inbee 1 örn, 9 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru landa Inbee, Mirim Lee og Shanshan Feng frá Kína, báðar 3 höggum á eftir Inbee, á 15 undir pari pari, hvor Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Mayumi Hirase —- 30. október 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Mayumi Hirase frá Japan (jap: 平瀬真由美). Hún fæddist í dag fyrir 45 árum, þ.e. 30. október 1969, í Kumamoto, í Japan.  Mayumi er atvinnumaður í golfi, sem m.a. hefir sigrað 18 sinnum á japanska LPGA. Sigra sína í Japan vann hún á árunum 1989-2000. Mayumi hefir jafnframt sigrað 1 sinni á bandaríska LPGA; það var 1996 á Toray Japan Queens Cup. Mayumi Hirase 1995 Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Samskipti Ehf Anton Þór (38 ára) Guðjón Smári Guðmundsson (53 ára) Sesselja Björnsdóttir (57 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 14:07

Harrington: „Ég ólst upp við veðmál í golfi“

Þrefaldi risamótssigurvegarinn Pádraig Harrington sagði í viðtali við Pat Kenny í Newstalk (fréttaþætti í Írlandi) nú í morgun að hann hefði haft fyrir vana sem krakki að leggja undir eitthvað þegar hann var krakki og trúir að það hafi komið honum þangað sem hann er í dag. „Þegar ég var að alast upp, æfði ég golf á hverjum degi,“ sagði Harrington. „Við vorum á æfingflötinni allan daginn og ég keppti við vini mína um golfbolta, ís, eða skammt af kartöfluflögum.“ „Það var alltaf samkeppni. Það fær mann til að einbeita sér. Ef það er eitthvað lagt undir, þá reynir maður aðeins meir á sig. Maður einbeitir sér að því að Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 30. 2014 | 12:00

Góð byrjun hjá Ólafíu Þórunni í Marokkó

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, hóf í dag leik í Lalla Aicha Tour School í Marokkó. Leikið er á bláa velli Royal Golf Dar Es Salam, í Rabat, Marokkó. Þegar Ólafía er búin að spila 12 holur er hún á 1 yfir pari og er sem stendur í 9. sæti af 51 þátttakanda í mótinu. Ólafíu til halds og trausts er móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir. Fylgjast má með gengi Ólafíu Þórunnar á skortöflu með því að SMELLA HÉR: