Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 09:08

PGA: Ryan Moore sigraði á CIMB Classic

Það var bandaríski kylfingurinn Ryan Moore, sem sigraði á CIMB Classic. Hann lék samtals á 17 undir pari, 271 höggi (68 69 67 67) og átti 3 högg á 3 næstu samkeppnisaðila sína þá Kevin Na, Gary Woodland og Sergio Garcia, sem deildu 2. sæti, en allir léku þeir á samtals 14 undir pari. Sang Moon-Bae frá Suður-Kóreu varð síðan í 5. sæti ásamt ástralska kylfingnum Cameron Smith, en báðir léku þeir á samtals 12 undi pari, hvor. Landi Smith, John Senden varð síðan einn í 7. sæti á samtals 11 undir pari. Til þess að sjá lokastöðuna á CIMB Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Marcel Siem sigurvegari BMW Masters e. 3. manna bráðabana

Þýski kylfingurinn Marcel Siem sigraði á BMW Masters mótinu í Lake Malaren Golf Club í Shanghai, Kína nú fyrr í morgun. Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru 3 kyflingar efstir og jafnir þeir Marcel Siem og Ross Fisher og Alexander Levy. Allir voru þeir samtals búnir að spila á 16 undir pari, 272 höggum; Siem (68 66 65 73); Fisher (70 67 68 67) og Levy (65 66 63 78), en sá síðastgreindi fór hræðilega að ráðum sínum á síðasta hring, lék á 6 yfir pari, 78 höggum eftir að hafa alla dagana þrjá þar á undan átt glæsihringi undir 70.  Má segja að hann hafi tapað sigrinum á síðasta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 17:30

LET: Munaði einu höggi hjá Ólafíu Þórunni

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, er úr leik á Lalla Aicha Tour School, en aðeins munaði 1 höggi að hún kæmist í gegnum niðurskurð. Aðeins 29 stúlkur af 51 komust áfram og deildi Ólafía Þórunn 30. sætinu  ásamt hinni sænsku Terese Nerpin. Ólafía lék á samtals 16 yfir pari, 232 höggum (74 78 80). Nær er ekki hægt að vera því að komast áfram og hlýtur niðurstaðan að vera sár vonbrigði. Hægt er að sjá lokastöðuna á 2015 Lalla Aicha Tour School Pre-Qualifying A með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Gary Player ———- 1. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er ein af golfgoðsögnunum 3, Gary Player. Hinar eru auðvitað Arnold Palmer og Jack Nicklaus, sem ekki eiga afmæli í dag! Gary Player fæddist 1. nóvember 1935 í Jóhannesarborg í Suður-Afríku og er því 79 ára í dag. Gary sigraði 9 sinnum í risamótum á ferli sínum sem atvinnumaður í golfi: Masters: 1961, 1974, 1978 Opna bandaríska: 1965 Opna breska: 1959, 1968, 1974 PGA Championship: 1962, 1972  Gary Player eftir sigur á Opna breska – einu af 9 risamótssigrum sinum. Þessir 9 sigrar ásamt 9 sigrum hans á risamótum Champions Tour gera það að verkum að hann er álitinn einn af yfirburðakylfingum í sögu golfsins.  Gary Player var tekinn í frægðarhöll kylfinga (World Golf Hall of Fame) árið 1974. Gary Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 12:00

Danielle Kang með 3. ásinn á LPGA móti

Bandaríski kylfingurinn Danielle Kang náði að setja niður 2. ásinn sinn á 8 dögum, þegar hún setti niður 158 yarda par-3 17. holuna með 7-járninu á 2. hring  LPGA Taiwan Championship. Hún vann sér inn Audi A6 T2.0. „Ég var reyndar að hugsa um holu í höggi, vegna þess að ég hafði snert bílinn,“ sagði Kang. „Mig langaði virkilega í þennan bíl. Þannig að ég miðaði aðeins til hægri og brotið var rétt.  Þetta var OK. Ég hitt á holubarninn, þetta var eins og kragi og fór bara beint ofan í holu. Í síðustu viku á 1. hring Blue Bay LPGA í Kína fékk hin 22 ára Kang ás, með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 08:30

LPGA: Inbee Park með yfirburði e. 3. dag í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park leiðir eftir 3. dag á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fer í Miramar G&CC í Tapei,  Taíwan, er með þó nokkra yfirburði Inbee er búin að spila á samtals 21 undir pari, 195 höggum (64 62 69). Hún á 4 högg á þær sem næstar koma en það eru Stacy Lewis, sem átti glæsihring upp á 64 högg nú í morgun og kínverska kylfinginn Shanshan Feng. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag  Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 07:45

Evróputúrinn: Levy efstur í Kína – Hápunktar 3. dags

Það er Frakkinn Alexander Levy, sem er efstur eftir 3. dag BMW Masters á Lake Malaren í Shanghaí, Kína. Levy sem á 2 holur óspilaðar þegar þetta er ritað er kominn í samtals 22 undir pari og á 4 högg á þann sem næstur er Wales-verjann, Jamie Donaldson, sem lék á samtals 18 undi pari, 198 höggum (68 68 62) og átti glæsihring upp á 10 undir pari, 62 högg í dag; á hring þar sem hann 1 örn og 8 fugla. Í 3. sætinu sem stendur er þýski kylfingurinn Marcel Siem og Justin Rose  er í 4. sæti. Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring BMW Masters SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 20:45

Arnór Snær og Helga Kristín best íslensku keppendanna e. 2. dag World Junior Golf Tournament Series

Sex íslenskir kylfingar taka þátt í World Junior Golf Tournament Series, en það eru þau: Helga Kristín Einarsdóttir, NK; Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK; Arnór Snær Guðmundsson, GHD; Björn Óskar Guðjónsson, GKJ, Henning Darri Þórðarson, GK og Stefán Þór Bogason, klúbbmeistari GR 2014. Staðan hjá íslensku stúlkunum eftir 2. dag mótsins er eftirfarandi: 18. sæti Helga Kristín Einarsdóttir, NK 83 74 (bætti sig um heil 9 högg milli hringja – Glæsilegt !!!) 33. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK 88 86 Staðan hjá íslensku piltunum eftir 2. dag mótsins er eftirfarandi: 10.-12. sæti Arnór Snær Guðmundsson, GHD 71 72 36.-37. sæti Stefán Þór Bogason, GR 75 76 38.-41. sæti Henning Darri Þórðarson, GK Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 19:30

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Daníel Berger (24/50)

Daníel Berger er sá næstyngsti til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015 og sá 28. í röðinni af 50. Daníel Berger er fæddur 7. apríl 1993 í Plantation, Flórídaog því 21 árs.  Berger gerðist atvinnumaður árið 2013 eftir tvö ár í Florida State. Pabbi Berger, Jay er formaður golfsambands Bandaríkjanna og hefir verið aðstoðarþjálfari í US Davis Cup og fyrir tennislið Bandaríkjanna, sem keppt hafa í Ólympíuleikunum og var m.a. fyrirliði Ólympíuliðsins bandaríska 2012. Daníel Berger á eina systur og tvo bræður. Hann var í William T. Dwyer High School í Jupiter, Flórída. Hann var þó ekki í menntaskólagolfinu heldur keppni bæði í ríkjamótum og á alþjóðlegum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | október. 31. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Mark Wilson og Krisztina Batta – 31. október 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Mark Wilson og Krisztina Batta. Mark Wilson er fæddur 31. október 1974 og á því 40 ára stórafmæli í dag í dag!!! Wilson hefir sigrað í 5 PGA Tour mótum síðast 22. janúar 2012 á Humana Challenge. Krisztina Batta er tvöfaldur ungverskur meistari áhugamanna í golfi, fædd 31. október 1968 og er hún því 46 ára í dag.  Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Krisztinu með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Krizstinu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með daginn: Krisztina Batta  (46 ára – Boldog születésnapot!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  Rives Lesa meira