Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 11:00
Ein fyrrum hjákona Tiger í sviðsljósinu

Jamie Jungers (sem 2009 hét enn Jamie Grubbs) og var ein af fyrrum hjákonum Tiger hefir nú verið í sviðsljósinu, vegna þess að hún kom fram í sjónvarpsþætti Howard Stern, sem var svo smekklegur (sem hans er von og vísa) að halda fegurðarkeppni meðal allra fyrrum hjákvenna Tiger. Jamie vann fegurðarsamkeppnina og hlaut fyrir vikið $ 75.000,- (u.þ.b. 9 milljónir 150.000 íslenskra króna) Hún hefir síðan komið fram í viðtölum og m.a. lýst því yfir að ekki hafi borgað sig fyrir hana að vera með Tiger, þar sem sér hafi þótt hann afar nískur. Hann hafi t.a.m. þegar þau fóru út að borða alltaf verið að biðja um afslætti eða Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már hefur leik í Hawaii í dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State hefja leik í Hawaii í dag, á Warrior Princeville Makai boðsmótinu. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 08:00
Dustin Johnson í mál við lögmenn sína

Kylfingurinn Dustin Johnson (skammst. DJ) hefir hafið mál á hendur fyrrum umboðsmönnum sínum, lögmannsstofunni Morris Schneider Wittstadt, Hardwick, en báðir Wittstadt-arnir (Mark og Gerard) voru lögmenn DJ og eiga að hafa dregið að sér um $ 3.000.000,- í eigu DJ. Málið höfðaði DJ fyrir United States District Court for the Northern District of Georgia. Sjá má grein þar sem nánar er gert grein fyrir málshöfðun DJ með því að SMELLA HÉR: Hljótt hefir verið um kylfinginn DJ vegna meintrar eiturlyfjaneyslu hans og framhjáhalds við fyrrum eiginkonur PGA Tour kylfinga; en DJ hefir verið í fríi frá keppnisgolfi til þess að ná tökum á einkalífi sínu. DJ er sem stendur í 16. sæti Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 19:30
Ólafía Þórunn: „Okkur tókst það!“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Marokkó í desember n.k. Kylfuberi hennar og aðstoðarmaður í ferðinni var móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir. Á facebook síðu sína skrifaði Ólafía Þórunn eftir að úrslitin voru ljós: „Okkur tókst það! Komumst á 2.stig Evrópumótaraðarinnar í desember! Enduðum þetta á góðum lokahring, 75 þegar mest á reyndi. Gott að vera búin! Hlakka svoooo til að koma heim og sjá alla!!! Nýju litlu Alfreðsdóttir og hin litlu lömbin mín En fyrst, túristar í Marokkó og París á morgun með mömmu best!“
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 19:00
Hver er kylfingurinn: Ryan Moore? (1/3)

Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði í dag á CIMB Classic mótinu í Malasíu. Hver er þessi kylfingur eiginlega? Hér fer fyrsta grein af 3 til kynningar á Moore: Ryan David Moore fæddist 5. desember 1982 í Tacoma, Washington og er því 32 ára. Hann átti mjög farsælan áhugamannsferil. Mestallt árið 2009 var hann hvorki með útbúnaðar- eða fatastyrktaraðila. Í nóvember 2009 þ.e. fyrir 5 árum varð Moore hins vegar hluthafi í golfútbúnaðarfyrirtækinu Scratch Golf og spilaði með kylfum þeirra og bar merki fyrirtækisins. Árið 2010 kynnti Moore hins vegar um samninga sína við fyrirtækið Adams Golf og seldi hluta sinn í Scratch Golf. Þremur árum síðar þ.e. 2013 var Moore kominn á Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 18:18
Afmæliskylfingur dagsins: Karitas Sigurvinsdóttir – 2. nóvember 2014

Afmæliskyfingur dagsins er Karitas Sigurvinsdóttir, Karitas er fædd 2. nóvember 1963. Hún er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS). Karitas hefir tekið þátt í fjölda golfmóta og staðið sig með ágætum. Hún er gift og á tvær dætur. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Karitas Sigurvinsdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Isette Pearson; f. 2. nóvember 1861 – d. 25. maí 1941; Dave Stockton, 2. nóvember 1941 (73 ára) ….. og …… Anna Katrín Sverrisdóttir (22 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 15:00
LET: Röng frétt leiðrétt á Golf 1: Ólafía Þórunn komst áfram á lokaúrtökumótið!!!

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR komst áfram á lokaúrtökumótið í Lalla Aicha Tour School, eftir að hafa lokið keppni í 26. sæti í undanúrtökumótinu á bláa velli Royal Golf Dar Es Salam í Rabat, Marokkó. Röng frétt birtist á Golf 1 í gær um að 1 höggi hefði munað að Ólafía Þórunn hefði komist í gegn í lokaúrtökumótið en 29 af 51 keppendum í A hóp komust áfram á lokaúrtökumótið. Þá var búið að spila 3 hringi – en úrtökumótin á LET eru að sjálfsögðu 4 hringja og síðan spila þær sem áfram komast á lokaúrtökumótinu 17.-20. desember n.k. Einnig er um C hóp að ræða sem keppir í Asíu 5.-8. nóvember n.k. og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 10:25
Inbee Park sigraði í Taíwan

Nr. 1 á Rolex-heimslistanum Inbee Park sigraði í dag, á lokadegi Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Miramar G&CC í Tapei, Taíwan. Inbee spilaði á samtals 22 undir pari, 266 höggum (64 62 69 71). Í 2. sæti varð Stacy Lewis, 2 höggum á eftir Park, þ.e. á samtals 20 undir pari og í 3. sæti varð Lydia Ko á samtals 17 undir pari, eða 5 höggum á eftir Park. Í 4. sæti varð spænski kylfingurinn Azahara Muñoz og í 5. sæti Amy Yang frá Suður-Kóreu Til þess að sjá lokastöðuna á Fubon LPGA Taiwan Championship SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 10:00
Hver er kylfingurinn: Marcel Siem?

Marcel Siem sigraði í dag , 2. nóvember 2014 á BMW Masters í Shanghaí, Kína og er þetta 4. sigur hans á Evrópumótaröðinni. En hver er kylfingurinn? Siem er fæddur 15. júlí 1980 í Mettmann Þýskalandi og er því 34 ára. Hann gerðist atvinnumaður árið 2000 og komst á Evrópumótaröðina 2002. Fyrsti sigur hans kom á Dunhill Championship árið 2004. Síem varð síðan að bíða í heil 8 ár eftir næsta sigri en sá vannst árið 2012 í the Alstom Open de France. Með þessum sigri ávann Siem sér m.a. þátttökurétt í Opna breska risamótinu og fyrsta keppnisrétt sinn í heimsmóti þ.e. WGC-Bridgestone Invitational. Besti árangur hans á heimslistanum náðist árið 2012 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 09:30
Íslendingarnir 6 hafa lokið keppni á Evolve Spanish Junior Championship

Íslendingarnir 6, sem tóku þátt í Evolve Spanish Junior Championship hafa nú lokið keppni. Mótið fór fram á Bonmont golfvellinum, á Spáni, dagana 30. október – 1. nóvember og lauk því í gær. Bestum árangri náði Arnór Snær Guðmundsson, GHD en hann hafnaði í 12.-13. sæti í piltaflokki á samtals skori upp á slétt par (71 72 73). Bestum árangri íslensku stúlknanna náði Helga Einarsdóttir, NK, en hún varð í 21. sæti með skor upp á 22 yfir pari, 238 höggum (83 74 81). Árangur íslensku þátttakendanna var annars eftirfarandi: Stúlkur: 21. sæti Helga Einarsdóttir, NK (83 74 81) 30.-31. sæti Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK (88 86 82) – Bætti Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

