Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 13:00
Champions Tour: Pernice sigraði á Charles Schwab Cup – Hápunktar 4. dags

Bandaríski kylfingurinn Tom Pernice Jr. sigraði í Charles Schwab Cup, sem fram fór í Desert Mountain Club (Cochise) í Scottsdale, Arizona, dagana 30. október – 2. nóvember 2014. Pernice lék á samtals 11 undir pari, 269 höggum líkt og Jay Haas og því varð að koma til bráðabana milli þeirra. Allt var í stáli fyrstu 3 holur bráðabanans, en á 4 holu sigraði Pernice með fugli meðan Haas tapaði á parinu! Pernice átti hringi upp á 65 67 70 67 og vann síðan á 4. holu bráðabanans, en fyrst var par-5 18. holan spiluð tvívegis og síðan par-3 17. holan og svo loks aftur par-5 18. holan þar sem Pernice Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 12:00
Hver er kylfingurinn: Ryan Moore? (2/3)

Bandaríski kylfingurinn Ryan Moore sigraði nú um helgina á CIMB Classic mótinu í Malasíu. Hér fer önnur grein af 3 til kynningar á Moore í greinaflokknum Hver er kylfingurinn? Atvinnumennskan Árið 2005 Ryan Moore gerðist atvinnumaður í golfi árið 2005. Meðal viðurkenninga Moore það árið voru Haskins Award, sem veitt eru þeim kylfingi sem skarar fram úr. Hann varð m.a. í 13. sæti í Masters og hlaut verðlaun fyrir að vera sá áhugamaður sem var með lægsta skorið og tryggði sér keppnisrétt í mótinu 2006. (Hann hafði reyndar áður spilað í The Masters 2003 og varð þá í 45. sæti aðeins 20 ára þ.e. komst í gegnum niðurskurð – sem er stórglæsilegt. Lokamót Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 09:00
Bandaríska háskólagolfið: Íris Katla lauk keppni í 8. sæti á Winthrop Intercollegiate

Íris Katla Guðmundsdóttir, GR og The Royals golflið Queens í Charlotte luku leik á Winthrop Intercollegiate nú um helgina. Mótið sem upphaflega átti að vera 36 holu var stytt í 18 holu mót vegna mikillar úrkomu. Íris Katla lék á 82 höggum og var á besta skori The Royals, sem urðu í 5. sæti í mótinu. Íris Katla deildi 8. sætinu í einstaklingskeppninni. Sjá má umfjöllun um gengi The Royals og „Katla“ á heimasíðu Queens, sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Sjá má úrslitin á Winthrop Intercollegiate með því að SMELLA HÉR: Þetta er síðasta mót Írisar Kötlu á haustönn, en The Royals keppa næst 23. febrúar Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 08:00
Myndir af golfstjörnum á Hrekkjarvöku

Nú s.l. föstudag 31. október var Hrekkjarvaka haldin hátíðleg um öll Bandaríkin og víðar, enda hefir þessi siður breiðst hratt út. Hefð er fyrir því að krakkar sem fullorðnir klæðist upp og fari frá dyr að dyr að biðja um sælgæti ella muni eitthvað slæmt henta viðkomandi sem opnar (kallað trick or treat). Golfstjörnurnar sem aðrir klæddust upp á Halloween og fóru út að hrella nágranna sína með því að „ trick-a og treat-a.“ Sjá má myndir af búningum nokkurra golfstjarnanna með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 07:38
Evróputúrinn: Jiménez lék 18. á 13 höggum í Kína

Spænski golfsnillingurinn Miguel Angel Jiménez lék 18. holuna (eða réttara sagt 72. holuna) á BMW Masters, sem fram fór í Lake Malaren, í Kína, á 9 yfir pari 13 höggum, en slíkt þykir fréttnæmt þegar svo miklir meistarar eiga í hlut. Fór Jiménez m.a. 4 sinnum í vatn. Þetta varð til þess að lokahringur Jiménez varð upp á 88 högg!!! Ótrúlega hátt skor af atvinnumanni að vera, sem sýnir að golfið getur jafnvel leikið mestu afbragðskylfinga grátt!!! Jiménez varð í síðasta sæti í mótinu en hlaut samt 1,6 milljónir íslenskra króna, en BMW Masters er eitt af 4 lokamótum í Race to Dubai og verðlaunafé hátt!
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 07:29
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 7. sæti í Hawaii e. 1. dag

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii. Mótið fer fram 3.-5. nóvember 2014 og þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Leikið er á golfvelli Makai Golf Club at Princeville. Eftir 1. dag er Ragnar Már í 33. sæti, sem hann deilir með 9 öðrum en Ragnar Már lék 1. hring á sléttu pari, 72 höggum. Ragnar Már er á 3. besta skori McNeese State eftir 1. dag en liðið deilir 7. sætinu í liðakeppninni með golfliði Louisville. Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 07:00
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór í 12. sæti e. 1. dag í Alabama

Andri Þór Björnsson, GR og félagar í golfliði Nicholls State, The Colonels, taka þátt í ASU Fall Beach Classic, sem fram fer í Penninsula Golf Club, Golf Shores, Alabama. Mótið hófst í gær 3. nóvember 2014 og lýkur í dag 4. nóvember 2014. Þátttakendur eru 48 frá 8 háskólum. Andri Þór lék fyrstu tvo hringina á samtals 6 yfir pari 150 höggum (76 74) og er í 12. sæti í einstaklingskeppninni. Hann var á næstbesta skori Nicholls State og á þátt í að Nicholls State er í 5. sæti í liðakeppninni eftir 1. dag. Til þess að fylgjast með gengi Andra Þór og The Colonels SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 19:00
Hver er kylfingurinn: Inbee Park?

Suður-Kóreanski kylfingurinn Inbee Park sigraði í gær á Fubon LPGA Taiwan Championship, sem fram fór í Miramar G&CC í Tapei, Taíwan. Þetta var 3. sigur Park á LPGA mótaröðinni árið 2014. Hver er þessi kylfingur frá Suður-Kóreu? Inbee fæddist í Seúl í Suður-kóreu 12. júlí 1988 og er því 26 ára. Hún byrjaði að spila golf 10 ára. Eftir að hún fluttist til Bandaríkjanna sigraði hún í 9 mótum AJGA (stytting á American Junior Golf Association). Svo varð hún í 2. sæti á US Women´s Amateur. Hún sigraði US Girls Junior 2002 (14 ára) og varð í 2. sæti bæði 2003 og 2005. Inbee var boðið á Kraft Nabisco risamótið í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jóhannes Ármannsson – 3. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jóhannes Ármannsson. Jóhannes er fæddur 3. nóvember 1969 og er því 45 ára í dag. Hann er framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness. Jóhannes er kvæntur og á einn son, Davíð Ólaf. Sjá má skemmtilegt eldra viðtal Golf 1 við afmæliskylfinginn með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum með daginn hér að neðan: Jóhannes Ármannsson (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sue Daniels, áströlsk, 3. nóvember 1958 (56 ára); Michael Paul Springer, 3. nóvember 1965 (49 ára) ….. og …… Guðbjörg Þorsteinsd (35 ára) UglyRock Hönnun (20 ára stórafmæli!!!) Hk Konfekt (39 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2014 | 13:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Scott Pinckney (25/50)

Scott Pinckney er sá 27. í röðinni af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour á keppnistímabilinu 2014-2015. Scott Pinckney fæddist í Orem, Utah þann 13. mars 1989 og er því 25 ára. Hann hefir spilað á Evrópumótaröðinni, Challenge Tour, Web.com Tour og nú bestu mótaröð heims…. PGA Tour. Áhugamnnsferillinn Pinckney var eins og áður segir fæddur í Orem, Utah. Hann var í Boulder Creek High School í Anthem, Arizona og síðan í Arizona State University á árunum 2008 til 2011. Hann sigraði árið 2010 á Trans-Mississippi Amateur Championships í Denver Country Club eftir að hafa verið á skori upp á 6 undir pari, 204 höggum 69-66-66) Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

