Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 22:44
Ólafía Þórunn: „Mamma sagði sögur meðan á keppni stóð“

Líkt og flestir golfáhugamenn vita er Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröð kvenna (Ladies European Tour – skammst. LET), en lokaúrtökumótið fer fram í desember n.k. Í skemmtilegu viðtali við RÚV sagði Ólafía Þórunn frá keppninni í Marokkó, en henni til halds og trausts var móðir hennar Elísabet M. Erlendsdóttir. Sjá má viðtal RÚV við Ólafíu Þórunni með því að SMELLA HÉR: Frá viðtalinu segir á nýrri facebook síðu Ólafíu Þórunnar, sem hún tók í notkun í dag. Nú er um að gera að setja LIKE á nýju facebook síðu Íslandsmeistarans okkar í höggleik en komast má á síðuna hennar Ólafíu með því að SMELLA HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 22:00
Hús Mickelson til sölu

Hús Phil Mickelson er til sölu fyrir $6 milljónir, skv. Los Angeles Times. Húsið er í Rancho Santa Fe, Kaliforníu og er næstum 10,000 ferfet og er með ansi hreint fallegt útsýni yfir nágrannabyggðirnar. Hér er það sem stóð í LA Times um hús Lefty: „The compound, with sweeping vista views, includes a Tuscan-style residence of about 9,200 square feet, two guesthouses, a pool and a three-hole putting green on nearly 5 acres inside the Covenant.“ (Lausleg þýðing: Á eigninni, sem er með flottu útsýni, er m.a. hús í Toskana stíl u.þ.b. 9.200 ferfeta, tvö gestahús, sundlaug og þriggja holu púttflöt næstum 5 ekrur í the Covenant.) Menn velta nú Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 20:00
Sergio Garcia: „Ef ekki atvinnukylfingur þá hefði ég orðið….“

Nú í vikunni fer fram WGC – HSBC Champions á Evrópumótaröðinni og það í Sheshan, Kína, en mótið fagnar 10 ára afmæli sínu í ár. Og í ár hafa skipuleggjendur lagt mikið upp úr því að fá eldgamlar myndir af stórstjörnunum, sem þátt taka í mótunum og prýða þær myndir auglýsingar fyrir mótið. Þ.á.m. eru myndir af 14 ára ungum Sergio Garcia og ekki mikið eldri Justin Rose. „Það var virkilega fyndið að sjá sjálfan mig í bol spænska golflandsliðsins frá því ég var að öllum líkindum 14 eða 15,“ sagði Garcia. „Þannig að þetta færir manni aftur gamlar minningar. Mér finnst þetta skemmtilegt af HSBC. Vitið þið, það er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 18:00
Mynd dagsins: „GR Crew“

Mynd dagsins er af stelpunum í Golfklúbbi Reykjavíkur við æfingu. Við myndina stóð nafn hópsins „GR Crew“ Frá vinstri eru það Sunna Björk Karlsdóttir, Gerður Hrönn Ragnarsdóttir, Karen Ósk Kristjánsdóttir, Eva Karen Björnsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Saga Traustadóttir.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 17:30
Evróputúrinn: Kylfingar mega ekki veðja á sjálfa sig en Siem og Levy veðjuðu engu að síður….

Árið 2011 kom Evróputúrinn fram með eftirfarandi reglu sem hér er aðeins að hluta reifuð: „ ….. leikmanni eða kylfusveini er bannað að veðja á sérhvert það golfmót sem þeir taka þátt í.“ Þetta á greinilega bara við um veðbanka, en tekur ekki til persónulegra veðmála kylfinga á milli. Þ.e. kylfingar á Evrópumótaröðinni mega ekki fara í veðbanka og veðja á sjálfa sig, þ.e. veðja á að þeir sigri í mótinu. Í síðustu viku á BMW Masters veðjuðu Marcel Siem (sem vann mótið) og Frakkinn Alexander Levy (sem tapaði fyrir Siem í bráðabana) sín á milli um 200 evrur á hverjum hring. Sá sem ynni hringinn fengi 200 evrur úr Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 16:30
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese í 9. sæti fyrir lokahringinn á Hawaii

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii. Mótið fer fram 3.-5. nóvember 2014 og verður lokahringurinn leikinn nú í kvöld. Þátttakendur eru 84 frá 15 háskólum. Leikið er á golfvelli Makai Golf Club at Princeville. Ragnar Már er T-52 eftir 2. dag, þ.e. deilir 52. sætinu í einstaklingskeppninni eftir hringi upp á 72 og 72 þ.e. 2 yfir pari. Ragnar Már er á 4. besta heildarskorinu í liði McNeese, sem er í 9. sæti fyrir lokahringinn. Fylgjast má með gengi Ragnars Más og McNeese State á lokarhringnum með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Einar Haukur Óskarsson – 5. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Einar Haukur Óskarsson. Einar Haukur er fæddur 5. nóvember 1982 og á því 32 ára afmæli í dag!!! Einar Haukur Óskarsson, GK á Íslandsmótinu í höggleik 2012 að Hellu. Mynd: Golf 1 Einar Haukur byrjaði að spila golf 12 ára gamall. Hann lærði golfvallarfræði í Elmwood College og var vallarstjóri GOB, en flutti sig yfir í Golfklúbbinn Keili 2012. Meðal afreka hans í golfinu er að sigra á 3. stigamóti íslensku mótaraðarinnar 2009. Eins fékk Einar Haukur silfrið á Íslandsmeistaramótinu eftirminnilega í holukeppni 2009, eftir æsilegan úrslitaleik við Kristján Þór Einarsson, GK, (þá GKJ). Meðal helstu afreka Einars Hauks 2012, er að sigra á 6. og síðasta móti Eimskipsmótaraðarinnar, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2014 | 12:00
Bandaríska háskólagolfið: Andri Þór lauk keppni T-9 í Alabama

Andri Þór Björnsson, GR og félagar í golfliði Nicholls State, The Colonels, tóku þátt í ASU Fall Beach Classic, sem fram fór í Penninsula Golf Club, Golf Shores, Alabama. Mótið hófst í 3. nóvember 2014 og lauk í gær 4. nóvember 2014. Þátttakendur voru 48 frá 8 háskólum. Andri Þór lék samtals á 8 yfir pari 224 höggum (76 74 74) og varð í T-9 í einstaklingskeppninni, þ.e. deildi 9. sætinu með Osrich Schlenkrich í liði Arkansas State. Hann var á besta heildarskori Nicholls State, sem varð í 6. sæti í liðakeppninni. Til þess að sjá lokastöðuna á ASU Fall Beach Classic SMELLIÐ HÉR: Þetta er lokamót Andra Þór og félaga Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Cameron Percy (26/50)

Ástralski kylfingurinn Cameron Percy var sá 26. af 50 til þess að hljóta keppnisrétt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Percy fæddist í Chelsea, Victoria í Ástralíu 5. maí 1974 og varð því 40 ára nú í vor. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 1998. Hann spilaði fyrst á Nationwide Tour (nú Web.com Tour) árið 2005, en átti náði litlum árngri og sneri aftur til Ástralíu þar sem hann vann m.a. tvívegis á Von Nida Tour árið 2006. Percy var aftur á Nationwide Tour árið 2008 og varð árið eftir í 9. sæti á peninglistanum eftir að hafa verið 8 sinnum meðal efstu 10 og m.a. tvisvar í 2. sæti og hlaut Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 4. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Aðalheiður Laufey Aðalsteinsdóttir – 4. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Aðalheiður L. Aðalsteinsdóttir. Aðalheiður er fædd 4. nóvember 1964 og á því merkisafmæli í dag! Hún er frá Húsavík og mikill kylfingur. Aðalheiður er gift og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan: Aðalheiður L Aðalsteinsdóttir (Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Seve Benson, 4. nóvember 1986 (28 ára) …. og …… Snyrti Og Nuddstofan Paradís (33 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

