Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 09:00
WGC: GMac enn í forystu í hálfleik í Kína – Hápunktar 2. dags á HSBC Championship

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) er enn í forystu á WGC-HSBC Champions eftir annan frábæran hring fyrr í dag upp á 5 undir pari, 67 högg. Samtals er GMac því búinn að spila á 10 undir pari, 134 höggum (67 67). Í 2. sæti er komin Ryder Cup stjarnan Ian Poulter, er samtals búinn að spila á 7 undir pari 137 höggum (79 67). Þriðja sætinu deila japanskur kylfingur Hiroshi Iwata og Masters meistarinn í ár Bubba Watson, báðir á samtals 6 undir pari, hvor og í 5. sæti er hópur 4 kylfinga þ.á.m. Rickie Fowler. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti eftir 2. dag WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 08:00
Jason Dufner fær víti fyrir að taka upp rangan bolta

Jason Dufner er nú snúinn aftur til keppni eftir nokkra mánuði á hliðarlínunni, en svo virðist að hann sé svolítið ryðgaður í golfreglunum. Dufner var á braut eftir teighögg sitt á 18. holu á 1. hring WGC-HSBC Champions í Kína, en hann var greinilega enn með hugann í Malasíu við mót síðustu viku, CIMB Classic. Eftir að hafa spilað skv. reglum um að það mætti lyfta, hreinsa og leggja aftur bolta á CIMB, þá virðist Dufner hafa haldið að þessar reglur ættu enn við í Kína en hnn tók bolta sinn upp til þess að hreinsa hann. Fyrir þetta hlaut hann 1 höggs víti í Kína. Svolítið ryðgaður í reglunum. Dufner Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 20:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: John Curran (28/50)

John Curran var sá 24. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. John Curran er fæddur 17. febrúar 1987 í Hopkinton, Massachusetts og er því 27 ára í ár. Curran var í Hopkinton (Mass.) High School, og ásamt Keegan Bradley unnu þeir tveir liðakeppnina á ríkismeistararmótinu í Massachusetts. Systir Curran, Jessica keppti í há- og þrístökki í sama háskóla og hann þ.e. University of Massachusetts. Síðan spilaði Curran í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár; Hann útskrifaðist árið 2009 með gráðu í human and organizational developement. Sem stendur er Curran nr. 280 á heimslistanum. Hér eru ýmsar aðrar upplýsingar um Curran: Ef spila ætti lag á 1. teig Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 19:00
GB: Uppskeruhátíð og afrekssamningar undirritaðir
Uppskeruhátíð Golfklúbbs Borgarness var haldin í bækistöðvum klúbbsins í gamla sláturhúsinu í Brákarey í gær. Þar hefur Golfklúbbur Borgarness komið upp mjög góðri félags- og æfingaaðstöðu, trúlega einni þeirri bestu á landsbyggðinni. Á uppskeruhátíðinni undirrituðu meðal annars tveir efnilegir kylfingar afrekssamninga við Golfklúbb Borgarness, þeir Anton Elí Einarsson og Stefán Fannar Haraldsson. Við undirskrift samninganna sagði Guðmundur Daníelsson formaður unglinganefndar klúbbsins að vonandi liði ekki á löngu þar til fleiri samningar yrðu undirritaðir við efnilega kylfinga. Með þeim væri ætlunin að hvetja þá og hjálpa til að gera golf að sinni afreksíþrótt. Haraldur Már Stefánsson framkvæmdastjóri Golfklúbbs Borgarness og unglingaþjálfari segir að með afrekssamningum sé golfklúbburinn að marka stefnu að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 18:36
Evróputúrinn: GMac leiðir á WGC-HSBC Champions í Kína – Hápunktar 1. dags

Í dag hófst WGC-HSBC Champions mótið í Sheshan, Kína. Eftir 1. dag er það Norður-Írinn Graeme McDowell (GMac), sem leiðir á 5 undir pari, 67 höggum. Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir, þ.e. á 3 undir pari, 69 höggum eru 6 kylfingar þ.á.m. Rickie Fowler og Martin Kaymer. Annar hópur 11 kylfinga deilir síðan 8. sætinu á 2 undir pari, þ.á.m. Jordan Spieth, Lee Westwood og Henrik Stenson. Til þess að sjá stöðuna á WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags á WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Whee Kim (27/50)

Whee Kim var sá 25. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Whee Kim fæddist í Seúl, Suður-Kóreu 22. febrúar 1992 og er því 22 ára á þessu ári. Hann er meðal þeirra yngstu sem hlutu kortið sitt á túrnum, þetta keppnistímabili. Hann var í nokkrum tímum í Yonsei University í Suður-Kóreu en hætti 2010 til þess að gerast atvinnumaður í golfi. Nokkuð sérstakt er við Kim að hann var aldrei hjá sveifluþjálfara en lærði sjálfur golf af því að horfa á golfmyndskeið af sveiflu Tiger. Uppáhaldslið Whee eru Doosan Bears sem er suður-kóreanskt atvinnulið í hafnarbolta. Uppáhaldsíþróttamaður Whee er Ji Sun Park, sem er knattspyrnumaður Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 17:00
Caroline hljóp í maraþoni í stað þess að gifta sig

Dagurinn átti í raun að vera sá besti í lífi Caroline Wozniacki – hún ætlaði að ganga að altarinu og gefa Rory McIlroy besta kylfingi heims jáyrði sitt í New York. Hún var búin að leggja mikið upp úr undirbúningnum. Eftirleikinn þekkja allir. Rory sagði henni upp – sagði að allt hefði verið of mikið fyrir sig og hann hefði áttað sig á því þegar brúðkaupsboðskortin voru send út. Í stað þess þess að gifta sig tók hin 24 ára tennisdrottning þátt í maraþonhlaupi í sömu borg og giftingin átti að fara fram í og kom brosandi í mark á glæsilegum tíma 3 tímum 26 mínútum og 33 sekúndum. Hún Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Pétur Aron Sigurðsson – 6. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Pétur Aron Sigurðsson. Pétur Aron er fæddur 6. nóvember 1994 og á því 20 ára stórafmæli í dag!!! Pétur Aron er í Golfklúbbnum Leyni á Akranesi. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan Pétur Aron Sigurðsson (20 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mark Hume McCormack, (f. 6. nóvember 1930 – d. 16. maí 2003); John Francis Pott, 6. nóvember 1935 (79 ára); Halldór Bragason, f. 6. nóvember 1956 (58 ára); Scott Piercy, 6. nóvember 1978 (36 ára); Jennie Lee 6. nóvember 1986 (28 ára); Juliana Murcia Ortiz, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 14:00
Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og McNeese luku leik í 5. sæti – Ragnar með glæsilokahring upp á 68 högg í Hawaii

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese State taka þátt í Warrior Princeville Makai boðsmótinu á Hawaii. Mótið fór fram 3.-5. nóvember 2014 og var lokahringurinn leikinn í gær. Þátttakendur voru 84 frá 15 háskólum. Leikið var á golfvelli Makai Golf Club at Princeville. Ragnar Már lauk keppni í 36. sæti í einstaklingskeppninni; lék á samtals 2 undir pari, 214 höggum (72 74 68) – síðasti hringur Ragnars var sérlega glæsilegur upp á 4 undir pari, 68 högg, en á hringnum fékk Ragnar Már 6 fugla og 2 skolla. Ragnar Már er á 4. besta heildarskorinu í liði McNeese, sem lauk keppni í 5. sæti í liðakeppninni. Næsta mót Ragnars Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 6. 2014 | 12:00
PGA: Patrick Reed á von á sekt fyrir að blóta

Ryder Cup stjarnan Patrick Reed á von á hárri sekt frá PGA Tour vegna óviðurkvæmilegra brigslyrða sem honum fóru um munn í dag, á fyrsta degi WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína. Meðan spilafélagi Reed, Graeme McDowell (GMac), er í forystu eftir 1. dag á mótinu eftir að átt glæsilegan hring upp á 5 undir pari 67 högg Sheshan International – þrátt fyrir að missa tvö högg á síðustu 6 holunum, þá var það Reed sem dró að sér athygli allra. Hann lauk hring sínuma aðeins 4 höggum á eftir GMacá 1 undir pari, 71 höggi. Það sem dró athyglina að honum var að hann blótaði og það náðist í sjónvarpsupptöku. Þar heyrðist Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

