Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:00

100 kylfubera sóttu um hjá Adam Scott

Það hefir væntanlega ekki farið fram hjá neinum golfaðdáandanum að starfssambandi Adam Scott, sem er nr. 2  á heimslistanum og kylfuberans ný-sjálenska, Steve Williams, sem áður var á pokanum hjá Tiger Woods, er að ljúka. Alls eru hvorki fleiri né færri en yfir 100 kylfuberar atvinnukylfinga sem gefið hafa sig fram og hafa sótt um starf kylfubera hjá Adam. „Það er gott að vita af því að fólk vilji vinna hjá mér,“ sagði Scott fyrr í vikunni á blaðamannafundi fyrir  WGC-HSBC Champions í  Kína. „Ef ég fengi ekki skilaboð í símann væri ég áhyggjufullur yfir hvað þeir (kylfuberarnir)væru að hugsa um mig.  Líkt og við kylfingar þá eru kylfuberar mjög metnaðargjarnir. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 09:30

Ólafur Björn 3 yfir pari – Þórður Rafn átti erfiða byrjun í Valencía

Ólafur Björn Loftsson, NK hóf leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á 3 yfir pari, 75 höggum á Campo del Golf El Saler, í Valencia á Spáni. Hann er sem stendur í 36. sæti sem hann deilir með 6 öðrum.  Á hringnum fékk Ólafur Björn þrefaldan skolla á par-4 2. holuna (11. holu hans á hringnum) heil 7 högg og síðan 2 fugla og 2 skolla.  Um hring sinn sagði Ólafur Björn m.a.: „Lék á 75 (+3) höggum á fyrsta hring úrtökumótsins á Spáni. Það var mjög hvasst í dag og aðstæður afar krefjandi. Ég var býsna ánægður með spilamennskuna mína, hélt boltanum vel í leik og átti fullt Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 08:00

WGC: GMac í forystu 3. daginn í röð á HSBC Champions

Graeme McDowell (GMac) er í efsta sæti eftir 3. dag WGC-HSBC Champions í Shanghai, Kína. GMac er búinn að spila á 11 undir pari, 205 höggum (67 67 71). Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir GMac er Japaninn Hiroshi Iwata á samtals 10 undir pari, 206 höggum (73 65 68). Þriðja sætinu deila tveir stórkylfingar Bubba Watson og Martin Kaymer, á samtals 9 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna í heild eftir 3. dag WGC-HSBC Champions SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tom Gillis (29/50)

Tom Gillis var sá 23. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Thomas Charles Gillis fæddist í Pontiac, Michigan 16. júlí 1968 og var með árin sín 46 sá elsti sem hlaut kortið sitt á PGA Tour að þessu sinni. Gillis útskrifaðist frá Lake Orion í Michigan og gerðist atvinnumaður í golfi eftir að hafa spilað í bandaríska háskólagolfinu með liði Oakland Community College. Gillis spilaði á PGA Tour árið  2010 eftir að hafa spilað mörg ár á Nationwide Tour og eftir að hafa keppt á PGA Tour árin 2003 og 2005 og á Evrópumótaröðinni árin 1998-2002.  Hann spilaði einnig í mörgum PGA og Nationwide Tour mótum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Davíð Gunnlaugsson – 7. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er  Davíð Gunnlaugsson. Davíð er fæddur 7. nóvember 1988 og á því 26 ára afmæli í dag. Davíð er laganemi, golfleiðbeinandi og klúbbmeistari Golfklúbbsins Kjalar í Mosfellsbæ, 2014. Hann er í sambúð með Heiðu Guðnadóttur, klúbbmeistara kvenna í GKJ 2012. Sjá má viðtal Golf 1 við Davíð með því að SMELLA HÉR:  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Davíð Gunnlaugsson (26 ára – Innilega til hamingju með afmælið) Aðrir frægir sem eiga afmæli í dag eru:  Felipe Aguilar Schuller 7. nóvember 1974 (40 ára stórafmæli) ….. og …… Hallgrímur Friðfinnsson (71 árs) Guðni Gunnarsson Kristín Höskuldsdóttir (54 ára) Seeds Iceland Golf 1 óskar Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 14:00

GKJ & GOB: Kosning um sameiningu

Á heimasíðu Golfklúbbs Bakkakots má sjá eftirfarandi frétt: „Stjórnir Golfklúbbsins Kjalar og Golfkúbbs Bakkakots hafa náð samkomulagi um að leggja fram tillögu um sameiningu klúbbanna undir merkjum Golfklúbbs Mosfellsbæjar. Klúbbarnir munu núna í framhaldinu boða formlega til þriggja funda með félagsmönnum sínum til að fara yfir og svo kjósa um sameiningu klúbbanna. Fyrst verður boðað til Fyrirspurna- og upplýsingarfunds fyrir hvorn klúbb um miðjan nóvember þar sem félagsmönnum mun gefast kostur á spyrja stjórnarmenn síns klúbbs varðandi sameininguna. Félagsmenn munu fá send gögn varðandi sameininguna fyrir þennan fund sem þeir geta kynnt sér. Kosningafundir um sameiningu verða boðaðir í framhaldinu og þeim lokið áður en aðalfundir klúbbana fara fram í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 13:15

Ágæt byrjun hjá Birgi Leif

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék fyrsta hring á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni í dag á 1 yfir pari, 73 höggum. Sem stendur er hann í T-8 af þeim 19 sem þegar hafa lokið keppni, en þátttakendur í mótinu eru 73. Meðal þeirra sem eftir eiga að ljúka leik eru Ólafur Björn, NK og Þórður Rafn, GR. Leikið er á 3 öðrum úrtökumótum á 2. stigi víðsvegar um Spán og keppendur því rúmlega 280. Gríðarlega sterkir keppendur eru á þessu úrtökumóti og margir sem leikið hafa á Evrópumótaröðinni.  Þeirra á meðal eru t.a.m. menn á borð við Spánverjana Alfredo Garcia-Heredia Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 12:00

Frábært golfhögg Rory þegar hann slær í Belfry bjölluna – eða er þetta tæknibrella? Myndskeið

Er þetta þrumuhögg frá nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í bjölluna í Belfry eða er þetta tæknibrella? Norður-Írinn gengur á 10. teig og þrumar boltanum síðan 100 yarda niður brautia hægra megin við þessa sögufrægu bjöllu á Belfry vellinum. Hann slær ekki aðeins í mark sitt heldur endurkastast boltinn aftur á teig sem hlýtur að vera högg aldarinnar. Þ.e.a.s. ef ekki eru einhverjar tæknibrellur með í spilinu.  Þetta myndskeið er 4 ára gamalt en gott engu að síður! Þið verðið bara að dæma fyrir ykkur sjálf en til þess að sjá myndskeiðið  SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 11:00

WGC: Flottur örn Jordan Spieth – Myndskeið

Á 2. hring WGC-HSBC Champions í Kína fékk bandaríski kylfingurinn Jordan Spieth frábæran örn. Örninn fékk hann þegar hann vippaði stutt utan flatar á par-5 14. brautinni. Sjá má myndskeið af erni Spieth með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 10:00

Birgir Leifur, Ólafur Björn og Þórður Rafn hefja leik í dag á Spáni

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  Ólafur Björn Loftsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR hefja leik í dag á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina. Alls eru 4 mót á 2. stigi úrtökumótsins og spila Íslendingarnir allir í Campo de Golf El Saler í Valencía á Spáni. Birgir Leifur fór út kl. 8:45 að staðartíma (þ.e. kl. 7:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi); Þórður Rafn fór út kl. 10:15 (þ.e. kl. 9:15 að okkar tíma) Ólafur Björn er nýfarinn út, fór fyrir u.þ.b. hálftíma kl. 10: 35 (þ.e. kl. 9:35 að íslenskum tíma). Það er vonandi að allir íslensku keppendurnir komist í gegn! Til þess að fylgjast Lesa meira