Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 01:30
GSÍ: Guðríður Ebba Pálsdóttir sjálfboðaliði ársins

Formannafundur GSÍ ar haldinn að Hótel Borgarnes í gær, laugardaginn 8. nóvember 2014. Á meðal mála á dagskrá var „Stefna GSÍ 2013-2020 (endurskoðun og framkvæmd)“. Þar voru kynnt vinna verkefnahópanna sem vinna að útbreiðslu, samskipti innan hreyfingarinnar, barna-, unglinga- og fjölskyldustarf, sjálfbærni og umhverfismál og afreksmál. Þar á meðal er vögtun og skráning sjálfboðavinnu fyrir félögin og/eða hreyfinguna í heild. Í kvöldhófi GSÍ var viðurkenningin „Sjálfboðaliði ársins“ veitt í fyrsta sinn. Sú sem hana hlaut heitir Guðríður Ebba Pálsdóttir og er verulega tengd GB og Hamarsvelli. Hennar ósérhlífna sjálfboðavinna í trjá- og blómarækt hefur bætt umhverfi Hamarsvallar það verulega að eftirtektarvert er. Og Ebba er ekki einu sinni golfari eða félagi í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 17:00
Ólafur Björn með sannfærandi spilamennsku

Ólafur Björn Loftsson, NK, spilaði 2. hring sinn á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í dag. Hann sagði eftirfarandi um hringinn á heimasíðu sinni: „Spilaði á 71 (-1) höggi á öðrum hring hér í Valencia. Þetta var flottur hringur þrátt fyrir of mörg smávægileg mistök. Hlutirnir féllu ekki með mér í byrjun og fékk ég tvo afar ódýra skolla á fyrstu tveimur holunum. Ég lét það ekki á mig fáog var 5 undir pari á næstu 12 holum. Sjálfstraustið var í botni og var spilamennskan mjög sannfærandi. Því miður endaði ég hringinn eins og ég byrjaði með óþarfa skollum en ég hugsa ekkert um það og einblíni á að festa Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 37 ára í dag. Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD). Nú í ár, 2014 er eftirminnilegt að Heiðar Davíð spilaði í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Hellu og á Íslandsmótinu í höggleik en hann hefir síðustu ár minna spilað sjalfur en einbeitt sér að því að þjálfa aðra. Hann var tvöfaldur klúbbmeistari árið 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 14:59
Rickie Fowler stendur með Tom Watson

Rickie Fowler er sá nýjasti til að stíga fram og verja fyrirliða sinn Tom Watson í síðustu Ryder bikarskeppni, en lið Bandaríkjanna tapaði s.s. kunnugt er 16 1/2 – 11 1/2 gegn frábæru liði Evrópu, en Watson hefir m.a. sætt gagnrýni frá Phil Mickelson fyrir fyrirliðastíl sinn. Fowler byrjaði á því að segja að það sem væri sagt í búningsherbergjum ætti að hans mati ekki að fara lengri. Síðan bætti hann við: „Mér fannst Tom (Watson) standa sig vel í að tala við strákana. Hann gerði það nokkrum sinnum og mér líkaði vel tíminn sem við vörðum saman. Ég virði hann; hann er goðsögn. Sumt hefir farið út yfir allan Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 14:15
Birgir Leifur í góðum málum e. 2. dag á Spáni – Ólafur Björn lék á 71 – Þórður Rafn bætti sig um 6 högg!!!

Íslensku keppendurnir 3 á 2. stigi úrtökumótsins á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni hafa allir lokið keppni. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék best Íslendinganna í dag var á 2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-7 þ.e. deilir 7. sætinu með 4 öðrum kylfingum. Birgir Leifur fékk glæsiörn á par-5 11. brautina og síðan 2 fugla og 2 skolla!!! Hann er í góðum málum. Ólafur Björn Loftsson, NK, bætti sig um 4 högg frá fyrri hring – lék í dag á 1 undir pari og er samtals búinn að spila á 2 yfir pari, 146 höggum (75 71). Þórður Rafn Gissurarson, GR, bætti sig um 6 högg Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 13:58
GSÍ: Formannafundur í Borgarnesi vill auknar áherslur á skólagolf

Nú fer fram í Borgarnesi formannafundur GSÍ. Í stuttu viðtali við Golf 1 sagði forseti GSÍ Haukur Örn Birgisson að sér væri fagnaðarefni hversu vel fundurinn væri sóttur en á bilinu 70-80 manns eru á fundinum, formenn golfklúbba víðsvegar af landinu. Í morgun var farið í ýmis formsatriði m.a. fjárhagsáætlun GSÍ og þegar Golf 1 heyrði í forseta GSÍ voru umræður um golf að fara að hefjast og verður Golf1 með nánar umfjöllun um það síðar. Í máli Hauks Arnar kom fram að á formannfundinum í Borgarnesi hefðu umræður fram að þessu einkum snúist um fræðslu- og útgáfumál og að koma ætti efni GSÍ meira yfir á rafræna miðla. Haukur Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 13:15
Hrafni boðin þátttaka í eitt af glæsilegustu boðsmótum Bandaríkjanna

Hrafn Guðlaugsson er klúbbmeistari GSE 2012 og 2014. Hann hefir undanfarin misseri verið við nám í Faulkner og útskrifaðist í vor með láði; fékk margar viðurkenningar og var tekið fram í útskriftarræðu að hann hefði aldrei notað þátttöku sína í íþróttum þ.e. með golfliði Faulkner, sem afsökun fyrir að slaka á við námið líkt og margir gera. Hrafn er nú við mastersnám í Faulkner og hefir glímt við meiðsli í úlnlið að undanförnu. Hrafn er nú allur að reyna að fá sig góðan af úlnliðsmeiðslunum því honum hefir verið boðin þátttaka í einu af 10 bestu áhugamannamótum Bandaríkjanna; The Patriot All-America Invitational í Wigwam, Arizona. Sjá má um mótið með Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:58
WGC: Bubba Watson næstum með albatross – Myndskeið

Bandaríski Masters meistarinn í ár og sleggjan Bubba Watson fékk næstum albatross á 8. holu Sheshan golfvallarins. á WGC-HSBC Champions. Hann dúndraði högg sitt niður par-5 8. braut og tvípúttaði síðan fyrir fugli; en var býsna nærri því að setja niður fyrir albatross!!! Hér má sjá myndskeið af þessum „næstum“ albatross Bubba Watson SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:45
PGA: Toms og Rollins leiða í hálfleik á Sanderson Farms – Hápunktar 2. dags

Það eru þeir David Toms og John Rollins, sem leiða í hálfleik á Sanderson Farms meistaramótinu, sem fram fer í Country Club of Jackson í Jackson, Mississippi. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 10 undir pari, 134 höggum (68 66) hvor. Einn í 3. sæti er Kanadamaðurinn Nick Taylor á samtals 8 undir pari. Fjórða sætinu deila síðan Robert Streb og Tom Gillis á samtals 7 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna á Sanderson Farms meistaramótinu SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. hrings á Sanderson Farms meistaramótinu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:30
LPGA: Laura Davies ein af 3 efstu fyrir lokahring Mizuno Classic

Golfdrottningin enska Laura Davies, 51 árs, er ein af þremur efstu á Mizuno Classic, sem hófst í gær í Kinetsu Kashikojima CC í Shima-Shi, í Mie, Japan. Hinar er heimakonan Ai Suzuki og Ilhee Lee frá Suður-Kóreu. Allar eru þær búnar að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hver; Davies (66 67); Suzuki (71 64) og Lee (69 66). Fjórða sætinu deila enn önnur heimakona Kotono Kozuma og tvær frá Suður-Kóreu Mi Hyang Lee og Chella Choi. Til þess að sjá stöðuna á Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

