Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 11:00

Adam Scott vill spila við Rory

Fyrir 12 mánuðum missti Adam Scott af tækifæri til þess að sigra í Australian Open heima í Ástralíu vegna mistaka á lokaholunni, sem varð til þess að Rory, sem búinn var að eiga versta ár ferilsins, vann 1. mót sitt í langan tíma …. átti 1 högg á Scott. Nú eru Rory og Adam Scott nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum og þeim munu spila í sama móti 27. nóvember n.k. Og Scott vill gjarnan vera paraður með Rory, sbr. eftirfarandi sem hann sagði: „Ég trúi því að framkvæmdaraðilar mótsins ættu að grípa tækifærið og setja okkur Rory saman í holl vegna þess að það gerist t.a.m. af og Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 00:05

PGA: Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms mótinu

Það var Kanadamaðurinn Nick Taylor, sem stóð uppi sem sigurvegari á Sanderson Farms mótinu. Taylor lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (67 69 70 66). Nick Taylor er einn af „Nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015″ og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR:  Þetta er fyrsti sigur hins 26 ára Taylor á PGA Tour og er hann sá fyrsti af 2014-2015 árgangnum til þess að slá í gegn svo um munar! Í 2. sæti á eftir Taylor voru Boo Weekley og Jason Bohn, báðir á samtals 14 undir pari; 4. sætinu deildu annar nýliði Justin Thomas (sem Golf 1 á enn eftir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 18:00

WGC: GMac og Poulter reiðir yfir snigilshraðanum á mótinu

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) og Ian Poulter voru ævareiðir yfir leikhraðanum á heimsmótinu, WGC-HSBC Champions, sem fram fór í Shanghai í Kína. GMac sagði snigilshraðann í mótinu „fáránlegan“ eftir að hann hafði spilað 3. hring í gær, laugardag, á 1 undir pari, 71 höggi, sem minnkaði forystu, sem hann hafði í mótinu í 1 högg. GMac lauk keppni í dag í 3. sæti (sem hann deildi með Hiroshi Iwato og Rickie Fowler) eftir að hafa verið í forystu alla 3 fyrstu keppnisdagana, en Bubba Watson sigraði s.s. allir vita í mótinu eftir bráðabana við Tim Clark frá Suður-Afríku. Þetta mót HSBC Champions gengur undir nafninu „risamót Asíu“, en GMac Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:59

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Andres Gonzales (30/50)

Andres Gonzales er bandarískur kylfingur ogr sá 22. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Hann er fæddur 16. maí 1983 í Olympía, Washington og er því 31 árs.  Hann á því sama afmælisdag og Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson. Gonzales spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liðum  Oregon State University og University of Nevada, Las Vegas. Hann hefir spilað á  the Canadian Tour, Web.com Tour, og PGA Tour. Gonzales sigraði m.a. Saskatchewan Open árið 2009 á kanadíska PGA túrnum og árið 2012 á Soboba Golf Classic og 2014 Utah Championshi á Web.com Tour og besti árangur hans á PGA Tour er T-8  árangur árið 2013 á Wyndham Championship. Gonzales hefir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:15

PGA: Rollins efstur f. lokahring Sanderson Farms mótsins – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn John Rollins sem er í forystu á Sanderson Farms mótinu en lokahringur mótsins verður leikinn nú í kvöld. Rollins er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68). Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Rollins er William McGirt á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 70 66). Jason Bohn og Lucas Glover deila síðan 3. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor og forystumaður 2. dags David Toms og Kanadamaðurinn Nick Taylor deila 5. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sanderson Farms SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:00

Birgir Leifur í 16. sæti e. 3. daginn í Valencía

Íslensku keppendurnir 3 á 2. stigi úrtökumótsins á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni hafa allir lokið keppni, í dag á 3. degi mótsins. Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék best Íslendinganna í dag var á sléttu pari, 72 höggum og er sem stendur T-16 þ.e. deilir 16. sætinu með 2 öðrum kylfingum. Í dag fékk Birgir Leifur 4 fugla og 4 skolla, slétt par árangurinn.  Birgir Leifur dansar á línunni að komast áfram á lokastigið en 17 efstu af þessu úrtökumóti, sem er 1 af 4 á 2. stiginu,  fá að spila á lokaúrtökumótinu. Ólafur Björn Loftsson, NK, er sem stendur í 48. sæti, er samtals búinn að spila á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 16:30

Afmæliskylfingur dagsins: Gunnhildur Kristjánsdóttir – 9. nóvember 2014

Það er Gunnhildur Kristjánsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Gunnhildur er fædd 9. nóvember 1996 og því 18 ára í dag!!! Hún er í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og spilar golf með golfliði Elon í bandaríska háskólagolfinu. Gunnhildur er glæsilegur kylfingur og hefir vel staðið undir því að hafa verið valin efnilegasti kylfingur Garðabæjar af ÍTG, 8. janúar 2013. Gunnhildur hefir margoft verið fulltrúi Íslands í mótum erlendis m.a. tók hún þátt í Lalandia Open í Danmörku 2012 og varð í 1. sæti;  eins tók Gunnhildur þátt í Irish Girls Open, sem fram fór  á golfvelli  Roganstown Golf & Country Club, rétt fyrir utan Dublin á Írlandi 20.-21. apríl 2013. Hún Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Bubba Watson?

Hver er eiginlega Gerry „Bubba“ Watson?  Hann sigraði í dag á WGC-HSBC Champions í Shanghai í Kína.  Hann er búinn að sigra á 2 öðrum PGA Tour mótum í ár, þ.á.m. vann hann 2 risamótssigur sinn á  The Masters í ár.  Og nú er hann búinn að vinna sér 7. mótið sitt á PGA Tour og heimsmót þar að auki. Hér fer allt nánar um Bubba…. Bubba fæddist 5. nóvember 1978, í Bagdad, Flórída og er því nýorðinn 36 ára. Hann er 1,91 m á hæð og 82 kg. Hann spilar á PGA túrnum og er þekktur fyrir  að vera einn af örvhentu kylfingum túrsins og eins er hann þekktur fyrir einstaka Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 09:45

LPGA: Mi Hyang Lee sigraði á Mizuno Classic

Það voru kylfingar frá Asíu sem röðuðu sér í 8 af 12 efstu sætumMizuno Classic. Þrjár voru efstar og jafnar eftir hefðundnar 54 holur: Ilhee Lee  og Mi Hyang Lee frá Suður-Kóreu og heimakonan Kozuma Kotono frá Japan; allar búnar að spila á 11 undir pari, 205 höggum. Það kom því til bráðabana milli þeirra þriggja og þar hafði Mi Hyang Lee best í 5. skipti sem par-4 18. holan var spiluð en Mi Hyang vann með fugli meðan hinar fengu par. Níu kylfingar deildu 4. sætinu; þ.á.m. Laura Davies og Jessica Korda; en allir léku kylfingarnir 9 á samtals 10 undir pari, hver og voru því aðeins 1 höggi Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 09:00

WGC: Bubba sigraði í HSBC Champions með glæsierni… og síðan fugli í bráðabana – Myndskeið

Bubba Watson stóð uppi sem sigurvegari fyrr í morgun í  WGC HSBC Champions sem fram fór í Shanghai í Kína. Bubba leit vel út á seinni 9 en síðan á 16. og 17. fór að halla undan fæti; hann fékk skolla og síðan skramba og svo virtist sem hann væri búinn að spila rassinn úr buxunum. En síðan líka þetta stórglæsilega arnarvipp úr glompu á lokaholunni …. Sjá með því að SMELLA HÉR:  Örninn kom Bubba í bráðabana við Tim Clark, frá Suður-Afríku, en báðir voru jafnir, búnir að spila á 11 undir pari eftir 54 holur. Bubba vann síðan Clark á 1. holu bráðabanans þegar hann setti niður glæsifuglapútt, Lesa meira