Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 17:00
Ítalía sækir um að fá að halda Ryder bikarinn 2022 – Tyrkland dregur tilbaka umsókn sína

Ítalía hefir sótt um að fá að halda Ryder bikars keppnina árið 2022. Völlurinn sem Ítalía stingur upp á að mótið fari fram á er í Guidonia, norðaustur af Róm, á Marco Simone en þar fór Opna ítalska árið 1994 fram þar sem Argentínumaðurinn Eduardo Romero sigraði. Tyrkland á hinn bóginn hefir dregið umsókn sína um að fá að halda keppnina það ár tilbaka vegna þess m.a. að hún hefði þýtt að fella yrði 15.000 tré í námunda við keppnisvöllinn. Tyrkland var búið að stinga upp á að keppnin færi fram á Montgomerie Maxx Royal vellinum þar sem Turkish Airlines Open, mót á Evrópumótaröðinni mun fara fram nú í vikunni. Montgomerie Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 16:00
Bandaríska háskólagolfið: Phil Mickelson varaþjálfari ASU

Phil Mickelson hefir hlotið heiðurstitilinn aðstoðarfyrirliði golfliðs Arizona State háskóla (ASU) í Bandaríkjunum. Phil lék á háskólaárum sínum með golfliði ASU, þar til hann útskrifaðist árið 1992. Þjálfari liðsins frá árinu 2011, er bróðir Phil, Tim Mickelson. Phil mun aðeins gegna stöðunni tímabundið, en hann var á sínum tíma nemandi við Arizona State. Einn í golfliði ASU næstefstubekkingurinn (junior) og Ástralinn Ryan Ruffles fór með fréttina í Syndey Morning Herald, en blaðið hélt að Ruffels væri bara að grínast fyrst. Fréttin var í GolfWeek og á Golf.com
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 15:00
Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ——— 12. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr. 8 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og er því 27 ára í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað tvívegis á ferli sínum sem atvinnumaður á HP Byron Nelson mótinu 23. maí 2010 og á Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007. Eftirtektarverðast er þó góð frammistaða hans á risamótum golfsins þar hefir hann landað 2. sætinu tvívegis þ.e. á Masters 2011 (T-2) og á Opna bandaríska 2011. Á sama tíma fyrir ári var Jason Day nr. 20 á lista yfir Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 12:00
Lee Trevino telur að Tiger muni sigra aftur

Sexfaldi risamótssigurvegarinn Lee Trevino er meðal þeirra sem telja að Tiger Woods muni takast að komast á sigurbraut aftur. Hann eigi eftir að sigra í mörgum mótum! Trevino, hélt ræðu í Western Golf Association’s Green Coat Gala föstudagskvöldið 7. nóvember þar sem hann hélt framangreindu fram. „Ég held að framtíð hans sé björt ef hann gerir þetta á eiginn forsendum,“ sagði Trevino, „ vegna þess að nú er hann með gott hné aftur og búinn að gangast undir bakuppskurði tvisvar. Hann verður fyrst að aðlagast þessu. Hann verður að aðlagast því hvernig líkami hans hreyfir sig nú. Hann getur ekki haft einhvern á hliðarlínunni sem segir við hann: „Nei, nei, Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 11:00
GKJ: Þórhallur og Anna Björk sigruðu á 6. vetrarmóti GKJ

Laugardaginn s.l. 8. nóvember fór fram 6. vetrarmót Golfklúbbsins Kjalar. Ágætis aðstæður voru í 6. vetrarmótinu þar sem 48 kylfingar tókust á við örlítið harðari völl en vanalega. Spilaðar voru 17 brautir þar sen vinna fer enn fram á 4. braut. Helstu úrslit eru eftirfarandi: Höggleikur 1. Þórhallur G Kristvinsson 71 högg (eftir bráðabana) 2. Björn Óskar Guðjónsson 71 högg (eftir bráðabana) 3. Jónas Heiðar Baldursson 72 högg. Punktakeppni 1. Anna Björk Hyldal Sveinsdóttir 40 punktar 2. Elís Rúnar Víglundsson 39 punktar 3. Guðjón Þorvaldsson 38 punktar
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 09:00
Ný golfstjarna framtíðarinnar: Pedro Ochoa?

Mexíkönsku golfdrottningunni Lorenu Ochoa finnst enn gaman á æfingasvæðinu – en nú eru æfingarnar aðeins öðruvísi. Í dag nýtur hún þess að horfa á son sinn, Pedro slá bolta á æfingarsvæði golfvallarins sem fylgir landareign hennar, nálægt Mexikó City. Í næsta mánuði verður Pedro 3 ára. Lorena veit sem er að syni hennar finnst fátt skemmtilegra en að keyra með henni í golfbílnum að æfingasvæðinu…. Og svo finnst honum líka gaman að gefa öndunum brauð. „Við erum með rútínu“ sagði Lorena. „Við förum á leikvöllinn eftir forskólann og síðan á æfingasvæðið. Honum finnst gaman að slá bolta. Hann slær bara svona 10 bolta og þá segir hann „OK, ég er Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Steven Alker (32/50)

Steven Alker var í 20. sæti yfir þá sem hlutu kortin sín á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Steven Craig Alker fæddist 28. júlí 1971 í Hamilton, Nýja-Sjálandi og er því 43 ára og með þeim eldri sem fengu kortin sín á túrnum 2014-2015 keppnistímabilið. Alker gerðist atvinnumaður fyrir 19 árum þ.e. 1995. Hann var lauk 7. stigi í menntakerfinu í Nýja-Sjálandi 18 ára, sem samsvarar hálfum menntaskóla hjá okkur. Alker hefir á ferli sínum m.a. sigrað í 4 mótum á Web.com Tour og 6 mótum á alþjóðavísu: 1995 Fiji Open. 1996 Tahiti Open, Queensland Open [Aus]. 1997 South Australian Open [Aus]. 2000 McDonald’s PEI Challenge [Can], Bayer Championship [Can]. Í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ólöf Baldursdóttir – 11. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ólöf Baldursdóttir. Ólöf er í Golfklúbbnum Keili og m.a. í kvennanefnd Keilis. Ólöf er góður kylfingur og dugleg að taka þátt í mótum m.a. sigraði hún í Lancôme mótinu á Hellu í fyrra, nánar tiltekið 5. maí 2013. Ólöf er gift Arnari H. Ævarssyni og á 3 börn. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið: Ólöf Baldursdóttir (Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (63 ára); Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (37 ára) ….. og …… Gunnar Ringsted (62 ára) Halla Bjarnadóttir (47 ára) Þórhallur Gunnarsson Dagur Freyr Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 14:00
Skemmtilegar myndir af dýrum á golfvöllum

Eitt af því sem kylfingar komast ekki hjá að rekast á, sérstaklega þeir sem spila á suðlægari slóðum eru dýr á golfvöllum. Flórída, sem er vinsæll áfangastaður kylfinga er t.d. með auðugt dýralíf og ekki óalgengt að sjá t.a.m. fjölskrúðuga fugla, eðlur, slöngur jafnvel krókódíla á golfvöllum þar. Jafnvel heima á Íslandi er mikið af dýrum á golfvöllum t.a.m. kanínurnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, endurnar í Grafarholtinu, krían í Nesklúbbnum og á Garðavelli undir Jökli svo nokkur dæmi séu nefnd. Spanish Golf Academy hefir tekið saman skemmtilegar myndir af dýrum „í golfi“ eða á golfvöllum. Sjá má samantektina með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 12:15
Heimslistinn: Bubba kominn í 3. sæti!!!

Bubba Watson er kominn í 3. sæti á heimslistanum eftir glæstan sigurinn á WGC-HSBC Champions. Þetta er það hæsta sem Bubba hefir komist á heimslistanum. Hástökkvarinn á heimslistanum er þó án nokkurs efa Kanadamaðurinn Nick Taylor en hann fer upp um hvorki fleiri né færri en 356 sæti úr 566. sæti heimslistans í 210. sætið!!! Gott stökk það upp á við og ekki slæmt fyrir nýgræðing eins og Taylor, sem vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour, Sanderson Farms mótið, s.l. sunnudag. Aðrar fréttir eru e.t.v. að Sang-Moon Bae sigraði á móti á kórenaska PGA og er þar með kominn í 77. sæti heimslistans. Enn aðrar fréttir eru að Tiger Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

