Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 18:05
Evróputúrinn: Jiménez efstur – Hápunktar 1. dags Turkish Airlines Open

Það er spænski kylfingurinn Miguel Ángel Jiménez sem leiðir eftir 1. dag Turkish Airlines Open. Jiménez lék á 9 undir pari, 63 höggum; fékk 1 örn og 7 fuglar. Glæsilegt hjá „vélvirkjanum“, sem sækist eftir að vera fyrirliði Evrópu í næsta Rydernum! Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Jiménez er Ian Poulter og 3 kylfingar deila síðan 3. sætinu þ.á.m. Brendon de Jonge. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 1. dags Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 18:00
GG: Opið mót á Húsatóftavelli n.k. sunnudag

Golfklúbbur Grindavíkur stendur fyrir opnu móti á Húsatóftavelli sunnudaginn 16. nóvember næstkomandi. Leikið verður inn á sumarflatir af hefðbundum teigum vallarins. Um er að ræða frábært tækifæri til að leika golf við fínustu aðstæður í nóvember á Íslandi en völlurinn er enn í frábæru ásigkomulagi þrátt fyrir að vetur konungur sé farinn að banka á dyrnar. Flatirnar eru enn frábærar líkt og í sumar. Mótið er opið punktamót þar sem veitt verða verðlaun fyrir efstu þrjú sætin. Veitt verða verðlaun fyrir besta skor í höggleik án forgjafar. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald er 3.500 kr.- og fylgir rjúkandi heitur kaffibolli með. Verðlaun: 1. sæti í höggleik – Gjafabréf Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 17:45
Drög að mótaskrá GSÍ 2015

Drög að mótaskrá Golfsambands Íslands fyrir sumarið 2015 voru lögð fram á formannafundi sambandsins sem fram fór í Borgarnesi. Mótaskráin fer nú í umsagnar ferli til klúbbana og að því loknu mun hún verða birt í sinn endanlegu mynd Eimskipsmótaröðin 23.-24. maí Hólmsvöllur – Golfklúbbur Suðurnesja 29.-31. maí Vestmannaeyjavöllur – Golfklúbbur Vestmannaeyja 12.-14. júní Hvaleyrarvöllur – Golfklúbburinn Keilir 19.-21. júní Jaðarsvöllur – Golfklúbbur Akureyrar/ Íslandsmóti í holukeppni 23.-25. júní Garðavöllur – Golfklúbburinn Leynir / Íslandsmót í golfi 22.-23. ágúst Urriðavöllur – Golfklúbburinn Oddur Íslandsbankamótaröðin. 23.-24. maí Garðavöllur – Golfklúbburinn Leynir 5.-7. júní Strandavöllur – Golfklúbbur Hellu/ Íslandsmót í holukeppni 20.-21. júní Húsatóftavöllur – Golfklúbbur Geindavíkur 17.-19. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 17:30
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Alex Čejka (34/50)

Alexander Čejka er sá 18. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Alexander Čejka fæddist 2. desember 1970 í Mariánské Lázně, í gömlu Tékkóslóvakíu og er því 41 árs í dag. Čejka fór frá Tékkóslóvakíu með foreldrum sínum 9 ára gamall og bjuggu þau í München í Þýskalandi í mörg ár áður en þau 3 ákváðu að gerast þýskir ríkisborgarar. Čejka býr í dag í Las Vegas, Nevada en á annað heimili í Prag. Čejka gerðist atvinnumaður 1989 aog spilaði á Evróputúrnum á árunum 1992 – 2002. Stærsti sigur hans til dagsins í dag er sigur hans á Volvo Masters á Valderrama árið 1995. Þetta árið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Þuríður Bernódusdóttir – 13. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Þuríður Bernódusdóttir. Þuríður er fædd 13. nóvember 1954 og á því 60 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Þuríði til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Þuríður Bernódusdóttir (60 ára stórafmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (71 árs); Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (55 ára); Sahra Hassan, 13. nóvember 1987 (27 ára)….. og …… Rafn Stefán Rafnsson (36 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Golfklúbburinn Mostri (30 ára stórafmæli!!!) Baldvin Þór Sigurbjörsson (28 ára) Ernir Steinn Arnarsson Marianna Fridjonsdottir (61 árs) Arnþór Örlygsson Framkvæmdafélag Listamanna Rögnvaldur A Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 11:00
Butch Harmon: Egó mistök margra áhugakylfinga

Butch Harmon er gúrú allra golfkennara – Hann hefir átt flottan feril sem golfkennari, m.a. var hann eitt sinn sveifluþjálfara Tiger, þegar sá var upp á sitt besta og eins hefir hann kennt Nick Watney og Natalie Gulbis svo einhverjir séu nefndir. Butch Harmon hefir löngum verið í 1. sæti yfir bestu golfkennara Bandaríkjanna – Sjá með því að SMELLA HÉR: Hér á eftir fylgir golfráð Harmon, sem birtast mun í desember útgáfu Golf Digest. Gefum ButchHarmon orðið: „Tvö af algengustu mistökunum sem ég sé áhugamenn gera er að nota ekki nóg af kylfu (enough of club) þ.e. hærri tölu á kylfunum ykkar í aðhöggum og nota of mikið loft Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 06:45
Evróputúrinn: Turkish Airlines Open hefst í dag

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Turkish Airlines Open, en mótið fer fram á The Montgomerie Maxx Royal golfvellinum, í Antalya, Tyrklandi. Margir af góðir kylfingar taka þátt m.a. John Daly, sem er í fyrsta ráshópnum kl. 8:45 að staðartíma (kl. 6:45 að íslenskum tíma) ásamt þeim Bernd Wiesberger frá Austurríki og Branden Grace frá Suður-Afríku. (Gaman að fylgjast með þeim ráshóp!!!) Eins taka m.a .þátt Matteo Manassero frá Ítalíu, Molinari-bræður, Lee Westwood, Thorbjörn Olesen, Ryder Cup fyrirliðaefnin fyrir lið Evrópu, þ.e. Jimenez og Clarke, Henrik Stenson, Ian Poulter og þá eru aðeins fáeinir góðir nefndir. Til þess að fylgjast með stöðunni á Turkish Airlines Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 19:00
LPGA: Lydia Ko hlýtur Louise Suggs nýliðaverðlaun ársins

Lydia Ko, 17 ára, frá Nýja-Sjálandi hlýtur LPGA Louise Suggs nýliða verðlaun ársins. Hún er yngsti kylfingurinn til þess að hljóta verðlaunin í sögu LPGA. Jafnvel þó 3 mót séu eftir á dagskrá LPGA á þessu ári er ljóst að engin getur náð Lydiu Ko í ár, en verðlaunin eru ákvörðuð á grundvelli stiga fyrir sigra og góðan árangur í mótum. Lydia Ko er þegar búin að sigra tvívegis á árinu 2014 og hefir tvívegis orðið í 2. sæti í mótum auk þess að hafa 9 sinnum orðið meðal efstu 10. Glæsilegur árangur þetta hjá þessari ungu stúlku á þessari bestu kvenmótaröð heims!!! Laura Baugh hefir fram að þessu verið Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 18:15
Lögreglan í eltingarleik við 2 bíla um golfvelli í Kaliforníu

Ekki einn heldur tveir eltingarleikir áttu sér stað hjá lögreglunni í Kaliforníu s.l. þriðjudag (11. nóvember) og hvorugur þeirra fór vel fyrir þá sem lögreglan elti. Þeim fyrri lauk á Tahquitz Creek golfvellinum í Palm Springs þar sem par var handtekið grunað …. og það er lykilorð hér grunað um mótþróa við lögreglu eftir að hafa keyrt um að stolnum bíl sem lauk ferð sinni í einni af vatnshindrunum golfvallarins. Sjá má fréttaflutning sjónvarpsstöðvarinnar KESQ af fyrri lögreglueltingarleiknum, sem hér er til umfjöllunar, með því að SMELLA HÉR: Enginn særðist í eltingarleiknum. Seinni eltingarleikurinn átti sér stað á Corona Eagle Glen golfvellinum, þar sem mini-bus keyrði um sneisafullan golfvöllinn. Ökumaður var Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2014 | 18:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Tom Hoge (33/50)

Tom Hoge var sá 19. til þess að hljóta kortið sitt af 50 á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. Tom Hoge er fæddur í Statesville, Norður-Karólínu, 25. maí 1989 og er því 25 ára. Hoge er með gráðu (frá 2011) í endurskoðun og fjármálum frá Texas Christian University en Hoge spilaði með golfliði skólans í 4 ár. Eftir útskrift í háskóla 2011, gerðist Hoge atvinnumaður í golfi. Þetta ár vann Hoge The Players Cup, sem er mót á kanadíska PGA Tour. Mesta afrek Hoge í golfinu til þessa er einmitt að vinna þetta mót í Kanada, en sigurinn veitti honum m.a. færi á að spila í RBC Canadian Open mótinu, Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

