Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 11:00
Evróputúrinn: Ian Poulter efstur á Turkish Airlines Open – Hápunktar 2. dags

Ian Poulter er í efsta sæti í hálfleik Turkish Airlines Open, en hann átti frábæran 2. hring upp á 66 högg. Samtals var Poulter því á glæsilegum 14 undir pari, 130 höggum (64 66) eftir 2. hring. Poulter var þó ekki á besta skorinu á 2. hring; það var bandaríski kylfingurinn Peter Uhilein en hann lék á 65 höggum og kom sér þar með upp í samtals 138 högg og er T-11 eftir 2. dag. Í 2. sæti á eftir Poulter, þ.e. heilum 6 höggum á eftir, á samtals 137 höggum voru 6 kylfingar: Miguel Angel Jimenéz sem var í 1. sæti eftir 1. dag en fylgdi frábærum fyrsta hring Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 10:00
LPGA: Kim enn í forystu e. 2. dag í Mexíkó

Christina Kim er enn í efsta sæti eftir 2. dag Lorena Ochoa Invitational, sem fram fer í Guadalajara, í Mexíkó. Lítið hefir borið á Kim frá því að hún kom fram og sagðist þjást af þunglyndi Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR NR. 1: SMELLA HÉR NR 2: SMELLA HÉR NR. 3: SMELLA HÉR NR. 4: SMELLA HÉR NR. 5: SMELLA HÉR NR. 6: SMELLA HÉR NR. 7: SMELLA HÉR NR. 8: Christina er samtals búin að spila á 10 undir pari, 134 höggum (65 69). Aðeins 1 höggi á eftir, á samtals 9 undir pari, í 2. sæti er bandaríski kylfingurinn Paula Creamer. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 21:00
Nekt kylfinga

Nekt er nokkuð sem er forboðið, feimnismál, eitthvað sem ekki er gott að vera…. ….. m.a. af því að maðurinn er svo ber og varnarlaus, nakinn. Og oftar en ekki er nektin eitthvað sem er forsenda eða undanfari kynferðislegra athafna og tengist hvorutveggja órjúfanlega í hugum flestra. Staðreyndin er samt að nakin komum við í heiminn og förum einnig þannig án þess að geta tekið með okkur nokkuð af veraldlegum auð til að skýla okkur á bakvið. Flestir vita t.d. líka að íþróttamenn til forna á grísku Ólympíuleikunum kepptu allir naktir, vegna þess m.a. að fólki þótti fallegt að horfa á nakta, vel þjálfaða líkama. Listmálarar nota enn í dag Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 18:00
Afmæliskylfingar dagsins: Petrea Jónsdóttir og Nicolas Colsaerts – 14. nóvember 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir belgíski Ryder Cup kylfingurinn Nicolas Colsaerts og Petrea Jónsdóttir. Nicolas fæddist 14. nóvember 1982 og er því 32 ára í dag en Petrea er fædd 14. nóvember 1949. Bæði eru frábærir kylfingar. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins Petreu hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið! Petrea Jónsdóttir (65 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (51 árs); Haeji Kang, 14. nóvember 1990 (25 ára) Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 16:55
Golfútbúnaður: Titleist 915 kylfurnar komnar – Myndskeið

Nú í dag, 14. nóvember 2014 voru nýju Titleist 915 settar á markað. Sjá má kynningarmyndskeið um nýju kylfurnar með því að SMELLA HÉR: Enn fleiri upplýsingar og myndskeið um nýju 915 kylfurnar má sjá með því að SMELLA HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 16:30
GB: Bjarki á leið til Berlínar…. og síðan í bandaríska háskólagolfið

Bjarki Pétursson, afrekstkylfingur í GB, útskrifaðist nú í vor frá Menntaskóla Borgarfjarðar. Nú er því komið að því að Bjarki hefji háskólanám og varð Kent State, í Ohio fyrir valinu hjá Bjarka og verða hann og Gísli Sveinbergsson í Keili því skólafélagar og væntanlega liðsfélagar í golfliði háskólans næsta haust. Um það sagði Bjarki m.a. á Facebook síðu sinni: „Djöfull verður það gaman!!!“ Ekki að efa að svo verður! Bjarki hefir unnið í vetur, sem körfuboltaþjálfari hjá Skallagrími og hjá Vitagolf í golfferðum á Spáni og nú í vor verður hann við æfingar í Þýskalandi hjá Arnari Má Ólafssyni. Bjarki mun æfa hjá Wannsee golfklúbbnum í Berlín og keppa í Bundesligunni Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 16:00
GK: Gísli Sveinbergs undirritar samning við Kent State

Gísli Sveinbergsson GK, skrifaði í gærkvöldi undir samning um skólastyrk við Kent State háskólann í Bandaríkjunum. Kent State er gífurlega sterkur háskóli þegar kemur að golfi og mun Gísli byrja að leika fyrir skólann næsta haust. Skrifað var undir skólastyrkinn í golfskála Keilis og voru formaður Keilis, íþróttastjóri og framkvæmdastjóri viðstaddir svona til að allt færi rétt fram. Gísli var valinn efnilegastur pilta af afreksnefnd GSÍ 2014. Hann er einnig efstur íslenskra áhugamanna á heimslista áhugamanna (WAGR), en hann er í 107. sæti, sem er besti árangur Íslendings frá stofnun listans 2007. „Gísli hefur sýnt það með árangri sínum að hann er án efa ein allra bjartasta von okkar Íslendinga í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 11:00
PGA: 6 deila forystunni á Mayakoba – Hápunktar 1. dags

Það eru hvorki fleiri né færri en 6 kylfingar, sem deila forystunni á OHL Classic í Mayakoba, sem er mót vikunnar á PGA túrnum. Þetta eru þeir Will McKenzie, Robert Garrigus, Hudson Swafford, Steve Wheatcroft, Tony Finau og nýliðinn á túrnum Daníel Berger. Sjá má kynningu Golf 1 á Daníel Berger með því að SMELLA HÉR: Þessir sex kylfingar spiluðu allir á 7 undir pari, 65 höggum. 13 kylfingar deila síðan 7. sætinu 1 höggi á eftir eftir forystumönnunum 6, þ.á.m. Davis Love III. Mjög lág skor eru í mótinu, sem sést t.a.m. á því að aðeins 1 högg skilur að þann sem er í 1. og 20. sæti og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 09:00
LPGA: Christina Kim efst e. 1. dag í Mexíkó

Það er Christina Kim sem er í efsta sæti eftir 1. dag Lorena Ochoa Invitational, sem fram fer í Guadalajara, í Mexíkó. Lítið hefir borið á Kim frá því að hún kom fram og sagðist þjást af þunglyndi Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR NR. 1: SMELLA HÉR NR 2: SMELLA HÉR NR. 3: SMELLA HÉR NR. 4: SMELLA HÉR NR. 5: SMELLA HÉR NR. 6: SMELLA HÉR NR. 7: SMELLA HÉR NR. 8: Christina lék á 7 undir pari, 65 höggum. Í 2. sæti er spænski kylfingurinn Azahara Muñoz, en hún lék a 6 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 08:00
Daly: „Tiger eða Mickelson ættu að vera næstu fyrirliðar Bandaríkjanna í Rydernum“

John Daly er með ákveðnar skoðanir, líkt og oft áður. Hann tekur nú þátt í Turkish Airlines Open í Tyrklandi, lék 1. hring á 3 undir pari og er í ágætis málum. Á blaðamannafundi í Tyrklandi sagði Daly m.a. að Bandaríkjamenn ættu að leggja niður„task force“ nefndina sem fara á í kjölinn á því af hverju Bandríkjamenn eru alltaf að tapa í Rydernum. Daly segir það engin geimvísindi (ens. not rocket science) af hverju Bandaríkin tapi; hann sagði þannig: „Ég veit ekki af hverju þeir eru með þetta „task force“. „Þeir ættu bara að halda sig við það að velja fyrirliða. Skoðun mín er sú að Phil Mickelson ætti að Lesa meira
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

