Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 15:29
Birgir Leifur lék á 73 á 2. degi úrtökumótsins

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er eini íslenski kylfingurinn, sem komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, en mótið fer fram á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona á Spáni. Spilað er á tveimur völlum: Stadium og Tour völlunum. Birgir Leifur lék á Tour vellinum í dag og kom í hús á 3 yfir pari, 73 höggum; var með 3 fugla, 4 skolla og 1 tvöfaldan skolla. Samtals er Birgir Leifur því á 5 yfir pari, 147 höggum (74 73). Efsti maður mótsins er „Íslandsvinurinn“ Anhirban Lahiri frá Indlandi, sem m.a. lék Brautarholtsvöll í sumar. Lahiri hefir áður spilað á Evrópumótaröðinni, líkt og margir þátttakenda úrtökumótsins og er á samtals 9 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 15:00
GA: Kristján Benedikt og Karl sigruðu í 9 holu nóvembermótinu

Í gær, 15. nóvember 2014, fór fram 9 holu golfmót á Jaðri og var leikið af sumarflötum. Uppselt var í mótið og skemmtu allir sér konunglega við frábærar aðstæður. Veðrið var frábært, 10 stiga hiti og logn og völlurinn í flottu standi. Þegar upp var staðið var það Karl Guðmundsson sem lék best í punktakeppninni og fékk hann 23 punkta. Í höggleiknum var það hann Kristján Benedikt sem lék best og kom inn á pari, 36 höggum!
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 14:00
GKJ: Victor Rafn og Kristinn sigruðu á 7. vetrarmótinu

Í gær, 15. nóvember 2014, fór fram Vetrarmót 7 á Hlíðarvelli í Mosfellsbæ. Mótið var punktakeppni m/forgjöf og höggleikur án forgjafar. Ræst var út af öllum teigum kl. 10:30 og luku 72 keppni. Á besta skorinu var Victor Rafn Viktorsson, GR en hann lék á 73 höggum. Sigurvegarinn í punktakeppni var Kristinn V. Sveinbjörnsson, en hann var með 47 punkta. Sjá má úrslitin í punktakeppninni í heild hér að neðan: 1 Kristinn V Sveinbjörnsson GKJ 23 F 28 19 47 47 47 2 Jakob Ragnarsson GKJ 15 F 22 21 43 43 43 3 Viktor Ingi Sturlaugsson GKJ 8 F 18 22 40 40 40 4 Heiðar Örn Ómarsson GKJ 11 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 12:45
Evróputúrinn: Poulter þrælpirraður yfir að tapa niður forystunni í Tyrklandi

Ian Poulter var þrælpirraður yfir “óafsakanlegum” mistökum sínum en hann missti niður epískt 6 högga forystu sem hann var með í mótinu í hálfleik. Á 3. hring hins vegar fékk Poulter 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla og lauk keppni á 3. mótsdegi á 75 hræðilegum höggum. Með þetta skor rann hann niður skortöfluna þ.e. deilir nú 2. sætinu með þeim Lee Westwood og þýska kylfingnum Marcel Siem. Poulter var ekkert að reyna að draga úr þeim mistökum sem hann gerði á 3. hring í viðtali við hann eftir hringinn: „Þetta varð til þess að nú eru margir kylfingar í sigurstöðu. Þeim á eftir að smakkast maturinn vel í kvöld; Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 12:00
LPGA: Christina Kim leiðir 3. daginn í röð í Mexíkó

Christina Kim er enn í efsta sæti eftir 3. dag Lorena Ochoa Invitational, sem fram fer í Guadalajara, í Mexíkó. Lítið hefir borið á Kim frá því að hún kom fram og sagðist þjást af þunglyndi Sjá umfjöllun Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR NR. 1: SMELLA HÉR NR 2: SMELLA HÉR NR. 3: SMELLA HÉR NR. 4: SMELLA HÉR NR. 5: SMELLA HÉR NR. 6: SMELLA HÉR NR. 7: SMELLA HÉR NR. 8: Christina er samtals búin að spila á 10 undir pari, 202 höggum (65 69 68). Í 2. sætið er búin að vinna sig upp kínverski kylfingurinn Shanshan Feng, en hún er 5 höggum Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 11:30
Evróputúrinn: Ormsby efstur í Tyrklandi – Hápunktar 3. dags

Það er ástralski kylfingurinn Wade Ormsby, sem er efstur eftir 3. dag Turkish Airlines Open, en leikið er á Maxx Royal golfvellinum í Antalya, Tyrklandi. Ormsby lék á samtals 12 undir pari, 204 höggum (65 71 68). Á 3. hring fékk Ormsby 1 örn, 3 fugla og 1 skolla. Til þess að fylgjast með stöðunni á Turkish Airlines Open, en lokahringurinn er langt kominn SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 17:00
Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 34 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Ottó Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 16:15
PGA: Michael Putnam efstur í hálfleik á Mayacoba – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Michael Putnam sem er efstur á OHL Classic at Mayacoba í El Camaleon í Mexíkó, eftir 2. dag mótsins. Putnam er búinn að leika á samtals 12 undir pari, 130 höggum (66 64). Öðru sætinu deila tveir kylfingar: Shawn Stefani og Jason Bohn á samtals 11 undir pari, hvor. Bandaríski kylfingurinn, Ken Duke, er einn í 4. sæti á samtals 10 undir pari og þýski kylfingurinn Alex Cejka og kanadíski kylfingurinn, David Hearn, tveir af fjórum sem deila 5. sætinu og fyrstu „útlendingarnir“ því hinir í 5. sæti eru Will MacKenzie og Michael Thompson. Allir eru þessir kappar í 5. sæti búnir að spila á samtals Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 15:45
Birgir Leifur á 2 yfir pari – 74 höggum e. 1. dag í Girona

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er eini íslenski kylfingurinn, sem komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, en mótið fer fram á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona á Spáni. Það skal tekið fram að spilað er á tveimur völlum: Stadium og Tour völlunum. Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og deilir 100. sæti af 156 keppendum. Birgir lék Stadium golfvöllinn. Sá sem er í efsta sæti eftir 1. dag er Daninn Christian Gloet, en hann lék 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum á Tour vellinum. „Átta höggum“ munar því á Birgi Leif og efsta manni og 5 höggum, sem stendur á Birgi Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 11:50
Fylgist með Birgi Leif á lokaúrtökumótinu

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, hóf leik í morgun á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í PGA Catalunya Resort í Girona á Spáni. Birgir Leifur átti rástíma kl. 9:20. Þátttakendur eru alls 158 og efstu 25 í mótinu tryggja sér sæti á Evrópumótaröðina. Fylgjast má með gengi Birgis Leifs á skortöflu með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

