Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 10:15

GS: Hugo Sváfnir Hreiðarsson og Sigurður O Sigurðsson sigruðu á haustmótinu – 99 þátttakendur!!!

Haustmót GS fór fram laugardaginn 15. nóvember og var leikið inn á og af sumargrínum og teigum. Þátttakendur sem luku keppni voru alls 99 – þar af 6 kvenkylfingar en af þeim stóð sig best Elísabet Böðvarsdóttir, GKG, bæði í höggleiks- og punktakeppnishlutanum, var á 100 höggum og með 26 punkta. Keppnisform var hefðbundið punktakeppni og höggleikur án forgjafar og vegleg verðlaun frá Bláa Lóninu. Það voru Hafnfirðingar sem voru sigursælir í mótinu;  Keilismaðurinn Hugo Sváfnir Hreiðarsson var á besta skorinu 73 höggum (36 37) –  eins og reyndar GR-ingurinn Einar Long, en Einar var með fleiri högg á seinni 9 (35 38). Hér má sjá stöðu efstu 10 í höggleikshluta Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 09:45

GS: Oddgeir fór holu í höggi!!!

Á heimasíðu GS má finna eftirfarandi frábæra frétt: „Helgin var óvenju erilsöm hjá GS miðað við að með réttu ætti að vera kominn vetur. Vel sótt mót á laugardeginum var ekki það eina, auk þess var opið fyrir rástímaskráningu á sunnudeginum og leikið inná sumarflatir. Nánast allir rástímar voru bókaðir enda margir orðnir ansi golfhungraðir. Hola í höggi þann 16. nóvember Meðal kylfinga í dag voru þeir bræður Oddgeir og Þórður Karlssynir. Oddgeir gerði sér lítið fyrir og lék 16. holuna á einu höggi, hola í höggi.“ Golf 1 óskar Oddgeiri innilega til hamingju með draumahöggið!


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 09:30

GG: Svava og Hólmar sigruðu á Húsatóftavelli

Yfir 100 kylfingar tóku þátt í Nóvembermóti GG sem fram fór á Húsatóftavelli í gær, sunnudaginn 16. nóvember 2014. Kylfingar voru ræstir út um leið og það fór að birta og síðustu kylfingar komu í hús skömmu eftir myrkur. Kylfingar voru heilt yfir himinlifandi með geta leikið keppnisgolf um miðjan nóvember og einnig með aðstæður. Aðeins rigndi í gærmorgun, en að sama skapi var mjög hægur vindur. Margir kylfingar voru að leika vel en keppt var í punktakeppni. Helstu úrslit: Höggleikur: Hólmar Waage GOB – 71 högg Punktakeppni: 1. sæti punktakeppni: Svava Agnarsdóttir, GG – 37 punktar 2. sæti punktakeppni: Sveinbjörn Guðmundsson, GK – 36 punktar 3. sæti punktakeppni: Kjartan Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 09:00

Hvað var í sigurpoka Hoffman?

Charley Hoffman sigraði á OHL Classic í Mayakoba; átti 1 högg á Shawn Stefani. Hoffmann var með eftirfarandi kylfingur í sigurpokanum: Dræver: Titleist 915D2 driver (Aldila Rogue 70X skaft), 8.5°. 3-tré: Titleist 915F fairway metal (UST Elements Chrome 8 skaft), 13.5° Járn: Titleist CB 714 (3-járn; Nippon NS Pro Proto X skaft), Titleist MB 714 (5-9; Nippon NS Pro Proto X sköft) Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM5 (46°, 50°, 56° og 60° True Temper Dynamic Gold sköft) Pútter: Scotty Cameron GoLo 5 pútter Bolti: Titleist Pro V1x prototype.


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 08:00

Fíll stelur deri Dufner – Myndskeið

Bandaríski kylfingurinn Jason Dufner er nú staddur í Thaílandi þar sem hann tók þátt í Chiangmai Golf Classic mótinu á Asíutúrnum Hann tók sér frí frá æfingum og keppni og fór á fílsbak með eiginkonu sinni Amöndu. Lítill fílsungi lék sér við Dufner og stal m.a. deri kappans, sem virtist bara hafa gaman af öllu saman. Hér má sjá myndskeiðið þar sem fílsunginn nappar deri Dufner SMELLIÐ HÉR:  Þessi mætti loks geta að Dufner lauk leik í 7. sæti á Chiangmai Golf Classic, sem hann deildi með 3 öðrum,  á samtals 11 undir pari, 277 höggum (69 69 73 66). Sjá má úrslitin í Chiangmai Golf Classic mótinu á Asíutúrnum með því Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 07:00

LPGA: Christina Kim sigraði á Lorena Ochoa Inv. í Mexíkó

Það var bandaríski kylfingurinn Christina Kim sem sigraði á Lorena Ochoa Invitational í gær. Þetta er 3. sigur Kim á LPGA mótaröðinni, en hún hefir áður sigrað árið 2005 í The Mitchell Company Tournament of Champions og árið 2004 í Longs Drug Challenge. Eins hefir hún sigrað einu sinni á LET þ.e. í Sicilian Ladies Italian Open árið 2011. Þetta er því fyrsti sigur Kim  á LPGA í 9 ár og fyrsti alþjóðlegi sigur Kim í 3 ár.  Christina Kim er fædd 15. mars 1984 og því 30 ára, 8 mánaða og 1 dags gömul þegar hún sigraði. Kim sigraði á 2. holu bráðabana við kínverska kylfinginn Shanshan Feng, en Kim fékk Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 01:30

PGA: Charley Hoffman sigraði á OHL Classic – Hápunktar 4. dags

Charley Hoffman vann 3. titil sinn á PGA Tour, nánar tiltekið á OHL Classic at Mayakoba, nú fyrr í kvöld. Hoffman lék a samtals 17 undir pari, 267 höggum (66 68 67 66). Í 2. sæti varð Shawn Stefani aðeins 1 höggi á eftir á 16 undir pari, 268 höggum (66 65 68 69) og í 3. sæti urðu Danny Lee og Andres Gonzales, á samtals 15 undir pari, hvor. Einn í 5. sæti var Jerry Kelly. Til þess að sjá lokastöðuna á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 4. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR:


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Ævarr Freyr Birgisson – 16. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er klúbbmeistari GA 2014  Ævarr Freyr Birgisson.  Ævarr Freyr er fæddur 16. nóvember 1996 og er því 18 ára í dag. Ævarr Freyr  hefir m.a. spilað á Íslandsbankamótaröðinni í piltaflokki 17-18 ára, í sumar með góðum árangri, sem og á Eimkskipsmótaröðinni. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Ævarr Freyr Birgisson (18 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru:  Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (82 ára) – Sjá má eldri afmælisgrein Golf 1 um Barböru með því að SMELLA HÉR: ); Sibille Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 15:45

Evróputúrinn: Koepka sigraði í Tyrklandi – Poulter í 2. sæti

Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka sem sigraði á Turkish Airlines Open mótinu í Antalya Tyrklandi. Koepka lék á 17 undir pari, 271 höggi (69 67 70 65). Lokamínúturnar voru hörkuspennandi en Ian Poulter barðist eins og ljón fyrir sigrinum, en varð að lokum að játa sig sigraðan. Hann varð 1 höggi á eftir Koepka og þar var aðallega um að kenna arfaslökum 3. hring hans í gær. Samtals lék Poulter á 16 undir pari, 272 höggum (64 66 75 67).   Í 3. sæti varð síðan Henrik Stenson. Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:   


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 15:40

PGA: Jason Bohn í efsta sæti OHL Classic fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Jason Bohn sem er í efsta sæti á OHL Classic at Mayakoba eftir 3. keppnisdag. Bohn er búinn að spila á samtals 15 undir pari, 198 höggum (66 65 67). Einu höggi á eftir er landi Bohn, Shawn Stefani á samtals 14 undir pari. Alex Cejka og Charley Hoffman deila 3. sætinu á 12 undir pari, hvor. Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag OHL Classic SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta 3. dags á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: