Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 10:45

Birgir Leifur hefur leik á 4. keppnisdegi lokaúrtökumótsins

Í dag á 4. keppnisdegi lokaúrtökumótsins ræðst hvort Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður meðal efstu 70 sem fá að leika auka 36 holur, sem gera út um hvaða 25 efstu að þeim hringjum afloknum spila á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili. Eftir glæsihring sinn í gær á 3. keppnisdegi, upp á 4 undir pari, 68 högg er Birgir Leifur sem stendur í 75. sæti. Birgir Leifur leikur Tour golfvöll PGA Catalunya golfstaðarins í Girona, Spáni í dag. Hann hóf keppni kl. 10:50 að staðartíma. Þess mætti geta hér að Birgir Leifur er að standa sig ótrúlega vel og mörg stór nöfn fyrir neðan hann – allt menn sem spilað hafa á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 10:00

Rickie og Rory mætast 2015 á Opna írska

Bandaríski hjartaknúsarinn Rickie Fowler hefir staðfest þátttöku í Opna írska sem fram fer í Royal County Down á N-Írlandi á næsta ári. Þar mun hann mæta nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy – og verða endurfundirnir líklega sérstakir fyrir þá báða því báðir spiluðu þeir þar á móti hvor öðrum í Walker Cup árið 2007. Fowler var ásamt Dustin Johnson, í liði Bandaríkjanna, sem sigraði lið Breta&Íra 12½-11½. Þetta var síðasta mót Rickie og Rory áður en þeir gerðust atvinnumenn …. og síðan er mikið vatn runnið til sjávar. Þeir eru ekki bara vinir, heldur einnig einhverjir bestu kylfingar sinnar kynslóðar – Rory hefir þegar sigrað í 4 risamótum og Fowler, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 09:30

Nadia Forde: „Segið Rory að ég sé í frumskóginum“

Írska toppmódelið Nadia Forde sagði fréttamönnum að hún hefði enga hugmynd um hvað Rory fyndist um að hún tæki þátt í áströlsku sjónvarpsþáttunum  „I’m A Celebrity“ —  vegna þess að hún hafi aldrei sagt honum frá því.  Forde sem er frá Dublin,  var meðal 10 þekktra aðila sem fram kom í sjónvarpsþættinum s.l. sunnudag og hún sagði þá að hún hefði aldrei rætt áform sín við Rory. „Þið verðið að spyrja hann vegna þess að ég veit ekki (hvort hann veit að ég er í frumskóginum,“  sagði Forde.  „Við erum vinir en þið verðið bara að hringja í hann og komast að þessu.  Ef satt skal segja sagði ég ekki mörgum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 09:13

GL: Guðjón Pétur sigraði á haustmótaröð 2014

Haustmótaröð 2014 í boði Bílvers og Grastec lauk laugardaginn 15. nóvember og var spilað í sól og blíðu.  Þátttaka var góð alla mótsdagana en spiluð voru 6 mót og tóku 164 kylfingar þátt. Úrslit urðu eftirfarandi: 1. sæti Guðjón Pétur Pétursson 2. sæti Guðjón Viðar Guðjónsson 3. sæti Þröstur Vilhjálmsson 4. sæti Valdimar Geirsson 5. sæti Reynir Sigurbjörnsson Nándarverðlaun: 14.hola Brynjar Sæmundsson 18. hola Kristinn Hjartarsson Úrdráttur skorkorta: Kristvin Bjarnason Páll Sigvaldason, Jón Sveinsson Guðmundur B. Hannah Golfklúbburinn Leynir þakkar Bílver og Grastec fyrir stuðninginn við mótið.


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 09:00

Luke Donald hefir verið að berja höfuðið við stein – allt á uppleið nú eftir 2 erni á sama hring í Turkish Airlines Open

Fyrrum nr. 1 á heimslistanum, Luke Donald, hefir ekkert sérlega mikið verið í golffréttum undanfarið nema e.t.v. fyrir að komast ekki í Ryder bikars lið Paul McGinley. e.t.v. svolítið óvænt.  Hann er ekki lengur nr. 1 heldur nr. 39 á heimslistanum. Donald getur þó tekið gleði sína eftir Turkish Airlines Open (TAO) því eftir slaka byrjun upp á 74 högg sem hann fylgdi síðan eftir með hringjum upp á 73 68 átti hann glæsilokahring upp á 5 undir pari, 67 högg, þar sem hann fekk m.a. tvo erni. „Þetta hefir verið svolítið frústrerandi undanfarið,“ sagði hinn 36 ára Luke Donald. „Ég hef verið að berja hausinn við stein undanfarna mánuði. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 18:40

Birgir Leifur á glæsilegum 68 höggum á 3. hring lokaúrtökumótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg á 3. keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Girona, Spáni. Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 1 yfir pari, 215 höggum (74 73 68) – fékk 5 fugla og einn algerlega óþarfan skolla í dag. Birgir Leifur fór upp um hvorki fleiri né færri en 55 sæti  en hann var í 130. sæti í gær og er nú í 75. sæti mótsins. Alls munar 7 höggum nákvæmlega á Birgi Leif og þeim sem er jafnir eru í 24. sæti, en efstu 25 komast áfram á Evrópumótaröðina. Margt verður að ganga upp til þess að Birgir Leifur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 18:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: David Lingmerth (35/50)

Sænski kylfingurinn David Lingmerth var sá 17. af 50 til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015. David Lingmerth fæddist í Tranas, Svíþjóð, 22. júlí 1987 og er því 27 ára.  Hann á tvo yngri bræður sem eru í íshokkí og eina systur sem spilar fótbolta. Lingmerth spilaði í bandaríska háskólagolfinu með University of West Florida (í 1 ár) og University of Arkansas (í 3 ár) og þar var hann two-time All American. Hann vann 1 móti í West Flórída og annað í Arkansas. Hann gerðist atvinnumaður í golfi 2010. Lingmerth lék á Web.com Tour fyrsta keppnistímabilið sitt þ.e. 2011.  Hann náði góðum árangri varð m.a. tvisvar í Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Joyce Wethered – 17. nóvember 2014

Joyce Wethered, Lady Heathcoat-Amory  fæddist 17. nóvember 1901 í Surrey á Englandi og dó í London 1 degi eftir 96 afmælisdag sinn, 1997 í London.  Hún er álitin einn besti kvenkylfingur, sem Englendingar hafa átt. Í dag hefði Joyce átt 112 ára afmæli. Joyce og bróðir hennar Roger, en Roger var T-1 á Opna breska 1921 (hann tapaði síðan í bráðabana), lærðu að spila golf sem smábörn. Joyce vann Britsh Ladies Amateur Golf Championship 4 sinnum (1922, 1924, 1925, and 1929) og var enskur meisari kvenna 5 ár í röð (1920–24). Joyce giftist Sir John Heathcoat-Amory árið 1924 og varð þar eftir titluð Lady Heathcoat-Amorey. Leikur hennar og golfsveifla voru dáð af Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 14:00

Hver er kylfingurinn: Brooks Koepka?

Bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka sigraði í gær, 16. nóvember 2014 á Turkish Airlines Open móti Evrópumótaraðarinnar. Þetta er fyrsti sigur Koepka á Evrópumótaröðinni og stærsti sigurinn á ferlinum til þessa. En hver er þessi kylfingur eiginlega, sem kemur eins og þruma úr heiðskýru lofti og sigrar á einu lokamóta Evrópumótaraðarinnar? Brooks Koepka fæddist í Wellington, á West Palm Beach, í Flórída 3. maí 1990 og er því aðeins 24 ára. Hann er tiltölulega nýútskrifaður úr Florida State University, þar sem hann spilaði golf með golfliðinu í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár. Hann vann m.a. 3 sinnum í einstklingskeppnum í háskólamótum með FSU og hlaut þrisvar sinnum heiðurstitilinn All-American. Koepka útskrifaðist Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 12:30

Birgir Leifur sýnir sitt rétta andlit á 3. hring úrtökumótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er nú að spila 3. hring sinn á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina. Hann er að spila Stadium golfvöllinn og er búinn að spila á 3 undir pari, eftir 12 holur. Hann virðist nú loks vera að sýna sitt rétta andlit eftir heldur erfiða byrjun og vonandi að hann haldi út næstu 6 holur, bæti við fuglum og fljúgi upp skortöfluna. Hugurinn er allur hjá Birgi Leif og vonandi að honum gangi sem best og nái að snúa vonlítilli stöðu við!!! Til þess að fylgjast með Birgi Leif og stöðunni á úrtökumótinu í Girona SMELLIÐ HÉR: