Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 12:30
Evróputúrinn: Henrik Stenson sigraði á DP World Tour Championship 2. árið í röð!!!

Það var sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem átti titil að verja á DP WorldTour Championship, sem sigraði nú rétt í þessu á mótinu 2. árið í röð. Sigurskor Stenson var 16 undir pari, 272 högg (68 66 68 70). Í 2. sæti urðu Rory McIlroy, Justin Rose og Victor Dubuisson; allir 2 höggum á eftir Stenson. Einn í 5. sæti varð Írinn Shane Lowry á 13 undir pari, 275 höggum. Rafa Cabrera Bello sem deildi 1. sætinu með Stenson fyrir lokahringinn átti afleitan lokahring í morgun upp á 75 högg eftir að hafa spilað dagana áður á glæsilegum 64 og 65 höggum. Bello rann því niður skortöfluna og varð í 9. Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 10:00
Nick Cullen sigraði á Australian Masters – Nr. 2 varð nr. 2

Það var ástralski kylfingurinn Nick Cullen, sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian Masters fyrr í morgun, en mótið fór fram á The Metropolitan á Sandbeltinu í Melbourne, Ástralíu. Sigurskor Cullen var 9 undir pari, 279 högg (73 71 66 69). Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem átti titil að verja á Australian Masters varð í 2. sæti á mótinu, en því sæti deildi hann með þeim Josh Youngers og James Nitties. Þremenningarnir voru allir 1 höggi á eftir Cullen þ.e. á 8 undi pari, 280 höggum; Scott (73 68 71 68). Til þess að sjá lokastöðuna á Australian Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 09:00
GA: Heimir Jóhannsson og Jón Gunnar Traustason sigruðu í Nóvembermóti II

Í gær var slegið í 2. nóvembermót á Jaðarsvelli á Akureryri vegna óvenjugóðrar veðurspár, sem gekk eftir. Leiknar voru 13 holur þ.e. 1.-12. hola og svo 18. og heim. Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í punktakeppni og fyrir besta skorið þ.e. í höggleik án forgjafar. Þátttakendur í mótinu vour 74 þar af 12 kvenkylfingar. Sigurvegarar í punktakeppninni voru eftirfarandi: 1 Heimir Jóhannsson GA 11 F 10 24 34 34 34 2 Sigurður Samúelsson GA 17 F 10 20 30 30 30 3 Sigþór Harðarson GA 12 F 9 20 29 29 29 Á besta skorinu voru Heimir Jóhannsson og Jón Gunnar Traustason, en þeir léku báðir holurnar 13 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Emma Cabrera Bello – 22. nóvember 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Emma Cabrera Bello. Emma er fædd 22. nóvember 1985 og á því 29 ára afmæli. Emma byrjaði að spila golf 5 ára og býr nálægt Maspalomas golfvellinum, sem mörgum Íslendingum er að góðu kunnur. Hún er samt félagi í fínasta golfklúbbnum á Gran Kanarí: Real Club de Golf de Las Palmas, en völlur klúbbsins er byggður ofan í eldfjallagíg. Meðal áhugamála afmælisbarnsins er lestur góðra bóka, að vera á skíðum hvort heldur svig eða vatns-, henni finnst auk þess gaman að fara í kynnisferðir til að kynna sér nýja staði sem hún ferðast til. Bróðir Emmu er Rafael, sem spilar á Evrópumótaröðinni. Emma er með gráðu í viðskiptafræði og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 15:00
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Daníel Woltman (2/27)

Þann 20. nóvember 2014 lauk lokaúrtökumótinu á PGA Catalunya golfvellinum í Girona á Spáni og voru alls 27 „nýir“ strákar sem fengu eða endurnýjuðu keppnisrétt sinn á Evrópumótaröðinni. Sá sem varð í 26. sæti er Bandaríkjamaðurinn Daníel Woltman og var hann jafnframt eini Bandaríkjamaðurinn að þessu sinni, sem komst í gegnum lokaúrtökumótið. Þetta er í 1. sinn sem Woltman spilar á Evrópumótaröðinni. Daníel Woltman er fæddur 26. september 1986 í Beaver Dam, Wisconsin og er því 28 ára. Hann er fyrrum ríkismeistari í golfi í Wisconsin (þ.e. var bæði State Amateur og State Open Champion). Woltman útskrifaðist frá University of Wisconsin árið 2009, eftir að hafa leikið með skólaliðinu í bandaríska Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 14:28
Markar síðasti skandall Tiger nýja lægð fyrir golfiðnaðinn?

Brian Shactman skrifar langa grein í „The Street“ sem ber fyrirsögnina: „Does Tiger Woods’ Latest Disgrace Mark a New Low for the Golf Business?“, sem myndi útleggjast eitthvað á þá leið: „Markar síðasti skandall Tiger nýja lægð fyrir golfiðnaðinn?“ Hér fer greinin í lauslegri íslenskri þýðingu: Tiger Woods var aftur í fréttunum í þessari viku og á yfirborðinu virðist sem það hafi ekkert að gera með golf – eða að um ekta sögu sé að ræða, sé því að skipta. Golf Digest birti skáldað blaðaviðtal þar sem höfundurinn lét frá sér fara sínar eigin hugsanir og lét í veðri vaka að þær væru svör Tiger Woods. Dan Jenkins (blaðamaðurinn sem Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 13:45
Evróputúrinn: Cabrera-Bello og Stenson efstir eftir 3. dag í Dubaí

Það eru sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem a titil að verja á DP WorldTour Championship og spænski kylfingurinn Rafael Cabrera Bello, sem deila 1. sætinu fyrir lokahring mótsins. Báðir eru búnir að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum; Stenson (68 66 68) og Cabrera-Bello (73 64 65). Einn í þriðja sæti er Justin Rose, 3 höggum á eftir forystumönnunum. Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy deilir 4. sætinu ásamt þeim Thorbirni Olesen, Tyrrell Hatton og Victor Dubuisson; allir á samtals 10 undir pari eða 4 höggum á eftir forystumönnunum Stenson og Bello. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á DP World Tour Championship eftir 3. dag SMELLIÐ Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 11:00
Ás Shane Lowry – Myndskeið

Eftir 1. dag DP World Tour Championship í Dubai voru Írarnir Rory McIlroy og Shane Lowry efstir og jafnir. Á 2. degi þ.e. í gær, föstudeginum, náði Henrik Stenson hins vegar 2 högga forystu og McIlroy og Lowry runnu aðeins neðar á skortöfluna. Shane Lowry átti hins vegar högg sem fékk hann til að gleyma öllu um stund; en það var glæsiás. Ásinn kom á par-3 13. holu Earth golfvallarins á Jumeirah golfstaðnum í Dubaí. Til þess að sjá myndskeið af ási Lowry SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 10:00
Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Zack Sucher (38/50)

Zack Sucher varð í 14. sæti af 50 á Web.com Finals og var því einn af þeim 50 heppnu til þess að hljóta kortið sitt á bestu golfmótaröð heims bandaríska PGA Tour, fyrir keppnistímabilið 2014-2015. Zack Sucher fæddist í Atlanta, Georgia, 2. október 1986 og er því 28 ára gamall. Hann á sama afmælisdag og Jón Haukur „okkar“ Guðlaugsson, í GR. Sucher á eina systur og einn bróður. Hann er 1,83 m og 95 kg. Sucher spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði University of Alabama í Birmingham. Hann gerðist atvinnumaður árið 2009 og spilaði síðan á NGA Hooters Tour á árunum 2010 -2012. Sucher spilaði síðan á Web.com Tour árið 2011 og Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 09:00
LPGA: Carlota Ciganda og Julieta Granada efstar og jafnar e. 2. dag á CME

Það eru spænski Solheim Cup kylfingurinn Carlota Ciganda og Julieta Granada frá Paraguay, sem eru efstar og jafnar eftir 2. dag CME Group Tour Championship. Þær eru báðar búnar að spila á samtals 7 undir pari, hvor. Leikið er á Ritz Carlton Golf Resort, í Tiburon golfklúbbnum, í Naples, Flórída. Í 3. sæti í mótinu er Morgan Pressel á samtals 6 undir pari og fjórða sætinu deila þær Michelle Wie, Sandra Gal og ástralski kylfingurinn Sarah Jane Smith, allar á 5 undir pari. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CME mótinu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

