Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 09:00

Lindsey Vonn: „Ég verð líklega einhleyp e-hv áfram“

Lindsey Vonn tekur því rólega eftir skilnaðinn við Tiger Woods og segir að hún ætli að vera eitthvað áfram einhleyp og einbeita sér að sjálfri sér. „Ég er einhleyp og verð það örugglega í nokkurn tíma,“ sagði Vonn, 31 árs í viðtali við Health magazine sem birtist í gær, 10. nóvember 2015. „Ég held að þetta sé góður tími til þess að einbeita mér að sjálfri mér. Ég er ekki tilbúin til að stofna fjölskyldu en ég vil á einhverjum tímapunkti örugglega fjölskyldu. Ég elska krakka.  En í augnablikinu ætla ég að fókusa á mig.“ Vonn upplýsir líka að skilnaðurinn við Tiger, 39 ára, hafi orðið til að hún hafi aukið Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 07:00

Jack Nicklaus hlaut Muhammed Ali Legacy Award

Ein af þeim myndum sem Jack Nicklaus er með upp á vegg heima hjá sér í  North Palm Beach húsinu sínu er tekin 1996 af honum og  Muhammad Ali að ræðast við á PGA Championship í Valhalla Golf Club, en það er völlur sem Nicklaus hannaði í heimabæ Ali, Louisville, Kenntucky. Nicklaus og Ali hittust aftur í gær þegar Sports Illustrated tilkynnti að Nicklaus væri verðlaunahafi hinna virtu Muhammad Ali Legacy award. Nicklaus er aðeins 3. aðilinn sem hlotnast þessi heiður en hinir tveir sem hlotið af hann á undan Nicklaus eru stofnandi Special Olympics, Eunice Shriver og  NBA goðsögnin Earvin (Magic) Johnson. Nicklaus, 75 ára, og eiginkona hans, Barbara, hafa á undanförnum árum unnið ómetanlegt starf á Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 21:00

GB: Aðalfundi frestað – Nýr fundur 2. des 2015

Áður boðuðum aðalfundi GB sem halda átti í kvöld, þriðjudaginn 10. nóvember hefur verið frestað af óviðráðanlegum orsökum. GB-félagar eru beðnir afsökunar á svo síðbúinni afboðun. Aðalfundurinn verður haldinn miðvikudaginn 2. desember nk. (að Hamri) og verður boðaður formlega (rafrænt) með viku fyrirvara. Stjórn GB


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 20:00

Afmæliskylfingar dagsins: Andri Þór og Þórunn Magnea – 10. nóvember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir Þórunn Magnea Magnúsdóttir og Andri Þór Björnsson.  Þórunn Magnea er fædd 10. nóvember 1945 og á því merkisafmæli í dag! Komast má á facebook síðu Þórunnar Magneu til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Þórunn Magnea Magnúsdóttir – 70 ára – Innilega til hamingju með merkisafmælið! Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og er því 24 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR). Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR: Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Andri Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 18:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (40/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 14:00

Ástin milli Rory og Ericu blómstrar

Erica Stroll, 29 ára, kærasta Rory McIlroy og starfsmaður PGA Tour sást í fyrsta sinn á golfmóti þar sem hún hvatti sinn mann McIlroy, 26 ára, áfram á HSBC Champions í Sheshan International golfklúbbnum í Shanghaí. Hún var mjög casual smart í svörtum leggings, og aðsniðnum hvítum jakka og með ´Pochette’ Louis Vuitton tösku í Damier Azur canvas, sem kostar um €600 (u.þ.b. 120.000 íslenskar krónur.) Hún var með Alex & Ani fléttur og demanta eyrnalokka.  Rory dekrar greinilega við kærustuna.   Erica þykir mjög lík fyrrum kærustu Rory, Caroline Wozniacki. En Rory hefir lært af reynslunni og hefir ekki haft hátt um samband sitt við Ericu og reynir að halda rómansinum utan kastljóss fjölmiðla og hingað Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 11:00

Dýr á golfvöllum: Refur stelur kylfu-cover-i kylfings

Dýr geta valdið ýmsum usla og vandræðum fyrir kylfinga á golfvöllum. Hér er skemmtilegt myndskeið af hrekkjóttum ref sem stelur kylfu-cover-i kylfings nokkurs, sem er í sakleysi sínu að spila einn golfhring. Til þess að sjá myndskeiðið SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 09:00

PGA: Hvað var í sigurpoka Malnati?

Peter Malnati sigraði á Sanderson Farms mótinu og vann sér þar með inn $738,000 og 300 FedExCup stig. Malnati var bestur af öllum keppendum í að vinna upp högg með púttum (ens.: strokes gained putting) (plus 11.8044) – hann púttaði 495 pútt í mótinu með glæsipútternum sínum Scotty Cameron Newport 1.5 Fastback putter. Hér er það sem að öðru leyti var í poka Malnati: Dræver: Titleist 915D2 (Graphite Design Tour AD MJ 6X skaft), 8.5° 3-wood: Titleist 915F (Matrix VLCT SP S skaft), 15° Blendingur: Titleist 816H1 (Aldila Tour Blue Hybrid 85X skaft), 19°; Titleist 816H2 (Aerotech SteelFiber i110 Hybrid skaft), 23° Járn: Titleist 716 T-MB (5-PW; Aerotech SteelFiber i110 Constant Weight Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 08:00

GA: Framkvæmdum miðar vel við Klappir

Vel hefur gengið undanfarna daga í byggingu á nýju og glæsilegu æfingahúsnæði hér á Jaðri. Nú styttist í að gólfplata verði steypt og ættu GA-menn því vonandi fljótlega að fara að sjá Klappir rísa upp úr jörðinni þegar farið verður í það að slá upp veggjunum.


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2015 | 07:00

PGA: Malnati sigraði á Sanderson Farms mótinu

Það var bandaríski kylfingurinn Paul Malnati sem stóð uppi sem sigurvegari á Sanderson Farms mótinu í gær í CC of Jackson í Mississippi. Malnati átti glæsilokahring og tók framúr hinum fjölskipuðu toppsætum á mótinu, með hring upp á 5 undir pari 67 högg, sem dugði til sigurs. Malnati átti 1 högg á hinn verðandi faðir William McGirt og David Toms. Samtals lék Malnati á 18 undir pari, 270 höggum (69 66 68 67). Fjórða sætinu deildu 5 kylfingar m.a. Roberto Castro, sem búinn var að leiða allt mótið en lét rigningaraðstæður að því er virtist fara í taugarnar á sér. Til þess að sjá lokastöðuna á Sanderson Farms mótinu SMELLIÐ HÉR:  Lesa meira