Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 07:00

LPGA: Inbee efst á Lorena Ochoa mótinu í Mexíkó

Það er Inbee Park sem leiðir eftir 1. hring á Lorena Ochoa Invitational, sem er mót vikunnar á LPGA. Inbee lék fyrsta hring á 4 undir pari, 68 höggum. Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir eru Suzann Pettersen, Angela Stanford og Minjee Lee. Síðan er annar hópur 7 kylfinga sem deilir 5. sætinu; en þeir léku allir á 69 höggum eða 2 undir pari; Þeirra á meðal en spænski kylfingurinn Azahara Muñoz. Til þess að sjá stöðuna á Lorenu Ochoa Inv. SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 18:00

Jason Day og kona hans Ellie eignuðust dótturina Lucy í gær!

Frábært ár hjá Jason Day er alltaf að verða betra og betra. Ekki bara á Day 28 ára afmæli í dag – Hann varð líka pabbi í 2. sinn í gær þegar kona hans Ellie Day fæddi þeim hjónum dótturina Lucy Adenil. Móður og dóttur líður vel.  Fyrir eiga þau hjón soninn, Dash Day 3 ára. Það var Golf Australia sem fyrst tvítaði gleðifréttirnar. Tvöföld ástæða til að óska Jason Day til hamingju í dag!!! Day var búinn að tilkynna að hann myndi sleppa Australian Open til þess að verja tíma með fjölskyldu sinni en næsta mót á dagskrá hjá honum er 3.-6. desember en það er Hero World Challenge, sem Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Jason Day ———– 12. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Jason Day, sem er sem stendur nr. 2 á heimslistanum. Hann er fæddur 12. nóvember 1987 og er því 28 ára í dag!!! Jason fæddist í Beaudesert í Ástralíu, en pabbi hans er ástralskur en mamma frá Filippseyjum. Hann gerðist atvinnumaður 2006 og hefir sigrað 12 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður; þar af 7 sinnum á PGA Tour. Þau mót sem hann hefir unnið á PGA Tour eru:  Nationwide Tour: Legend Financial Group Classic 8. júlí 2007;PGA Tour:  HP Byron Nelson mótið 23. maí 2010 og hin 6 mótin: 23. Feb 2014 WGC-Accenture Match Play Championship e. 23 holu viðureign við Victor Dubuisson 3 8 .Feb Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 14:00

GMac tekur PGA fram yfir að komast í Ryder liðið

Réttindi  Graeme McDowell (skammst. GMac) um að spila á Evrópumótaröðinni renna út 2015-16 og meðan hann er utan topp 50 á heimslistanum gæti honum reynst erfitt að komast í Ryder Cup lið Evrópu. Að halda réttindum sínum á PGA mótaröðinni bandarísku er í forgangi hjá GMac, sbr.: „Spilaréttindin mín á þessari hlið Atlantshafsins (þ.e. í Bandaríkjunum) eru mér mikilvægari en spilaréttindin á Evrópumótaröðinni, einfaldlega vegna þess þegar allt kemur til alls og aðeins er litið á fjármálahliðina, þá vil ég vera í best launaða starfinu sem ég get verið í ,“ sagði GMac á OHL Classic at Mayakoba í Mexíkó, fyrsta af tveimur mótum, sem hann ætlar að spila í fyrir Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 12:00

Fyrrum kaddý Tiger – Williams – ver þrælakomment sitt

Fyrrum kaddý Tiger Woods, varði það að hafa notað orðið „þræll“ eða að Tiger hafi komið fram við sig eins og þræl þegar hann lýsti samskiptum sínum við þennan fyrrum nr. 1 á heimslistanum í golfi og fyrrum vinnuveitanda sinn. Williams hefir verið harðlega gagnrýndur fyrir orðaval sitt þegar nokkrar setningar úr nýútkominni bók hans „Out of the Rough,“ birtust þar sem hann var gagnrýninn á hegðun Tiger Í þessum útdrætti úr bók Williams sagði hann um Tiger: „He was well known for his bad temper and, while that wasn’t pleasant to witness, you could live with it because it ended as quickly as it started. But he had other bad habits Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 10:00

Haukur Örn í framboði til stjórnar evrópska golfsambandsins

Kosið verður í stjórn Evrópska golfsambandsins, EGA, um næstu helgi á ársþingi sambandsins, sem fer fram í fæðingarbæ golfíþróttarinnar, St. Andrews í Skotlandi. Í stjórn EGA sitja tíu einstaklingar og hefur forseti Golfsambands Íslands, Haukur Örn Birgisson, ákveðið að gefa kost á sér. Hljóti Haukur Örn kosningu þá verður hann fulltrúi Norðurlandanna og austur Evrópu í framkvæmdstjórninni. „Undanfarin fjögur ár hef ég setið í mótsstjórn EGA og á þeim tíma hefur Ísland tvívegis verið valið sem keppnisstaður fyrir Evrópumót í golfi. Á næsta ári mun fara fram Evrópumót kvennalandsliða á Urriðavelli og það verður stærsta verkefni okkar til þessa. Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn af hinum Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 12. 2015 | 08:00

Evróputúrinn: Sergio Garcia efstur í Kína e. 1. dag

Það er spænsky kyflingurinn Sergio Garcia sem leiðir e. 1. dag BMW Masters, sem fram fer í Lake Malaren golfklúbbnum. Garcia lék 1. hring á 8 undir pari, 64 höggum; fékk 9 fugla og 1 skolla. Í 2. sæti eru Byong Hun An frá Suður-Kóreu og franski sjarmörinn Victor Dubuisson, báðir aðeins 1 höggi á eftir Garcia. Til þess að sjá hápunkta 1. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá stöðuna á BMW Masters e. 1. dag SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Arnar Unnarsson – 11. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Arnar Unnarsson. Arnar er fæddur 11. nóvember 1967 og er því 48 ára! Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur.  Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með afmælið: Elsku Arnar Unnarsson – Innilega til hamingju með afmælið!!! Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Nfih Nemendur (87 ára); Fuzzy Zoeller, 11. nóvember 1951 (64 ára); Gunnar Ringsted, 11. nóvember 1953 (62 ára);  Ólöf Baldursdóttir, GK, 11. nóvember 1967 (48 ára); Halla Bjarnadóttir, 11. nóvember 1967 (48 ára); Margrét Gauja Magnúsdóttir, 11. nóvember 1976 (39 ára) Róbert Garrigus, 11. nóvember 1977 (38 ára); Örvar Gunnarsson, 11. nóvember 1992 (23 ára) ….. og ……  Þórhallur Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (41/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2015 | 11:00

Kaymer: „Æfingaleysi leiddi til vinningslauss keppnistímabils“

Tvöfaldi risamótsmeistarinn Martin Kaymer viðurkenndi í viðtali fyrr í dag að sigurleysi hans á þessu ári, 2015 væri afleiðing æfingaleysis. Kaymer sigraði á Opna bandaríska og Players Championship á stjörnukeppnistímabili sínu 2014 og aðstoðaði Ryder bikars liðiEvrópu við sigrað 3. skiptið í röð. En Kaymer tíar upp á BMW Masters í Shanghaí á morgun og er enn sigurlaus í ár; en 3. sætið í Abu Dhabi í janúar og tap í bráðabana fyrir Rikard Karlberg á Ítalíu í september er það næsta sem hann hefir komist sigri í ár. Aðspurður um slakt gengi hans svaraði hann bara af hreinskilni: „Ég hef æft minna,“ …. og það hefir haft þær afleiðingar að Þjóðverjinn Lesa meira