Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2015 | 22:00
Engar fréttir á Golf 1 – 15. nóvember 2015

Í dag sunnudaginn 15. nóvember 2015 hafa engar fréttir birtst á Golf 1. Þær munu birtast aftur á slaginu miðnætti 16. nóvember 2015. Golf 1 vonar að þið hafið öll átt góðan hvíldardag – Við héldum hann heilagan eftir voðaverk sl. viku í París. Jafnframt hefir verið tekin ákvörðun að hefja birtingu golffrétta og frétta frá Íslandi á frönsku hér á Golf 1 á næsta ári!
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2015 | 16:00
Afmæliskylfingur dagsins: Nicholas Colsaerts – 14. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er belgíski kylfingurinn Nicolas Colsaerts. Nicolas fæddist 14. nóvember 1982 og er því 33 ára í dag Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Charles Blair Macdonald, f. 14. nóvember 1855 – d. 21. apríl 1939; Samuel Henry „Errie“ Ball. f. 14. nóvember 1910 – d. 2. júlí 2014; Petrea Jónsdóttir, 14. nóvember 1949 (66 ára); Ágústa Hansdóttir (57 ára); Orense Golf Madrid (56 ára); Jacob Thor Haraldsson (53 ára); André Bossert, svissneskur, 14. nóvember 1963 (52 ára); Bent Larsen Fróðason (38 ára); Haeji Kang, 14. nóvember 1990 (25 ára) ….. og …… Lára Halla Snæfells Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2015 | 12:16
PGA: GMac efstur í Mexíkó í hálfleik

Það er Graeme McDowell (skammst.: GMac) sem er efstur í hálfleik á OHL Classic í Mayakoba í Mexíkó. Gmac er búinn að spila á samtals 12 undir pari, 130 höggum (67 63). Í 2. sæti er Bandaríkjamaðurinn Derek Felthauer á samtals 11 undir pari. Þriðja sætinu deila fremur óþekktir kylfingar a.m.k. í Evrópu en það eru Si Woo Kim frá Suður-Kóreu og Harold Varner III, frá Bandaríkjunum. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 16:00
44 fyndnustu augnablik golfsins (42/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 14:13
Kuchar kominn með nýjan kylfusvein

Stundum gerast hlutir sem maður trúir bara ekki að geti gerst. Eitt þeirra er að Matt Kuchar skuli skipta um kylfusvein. Hann er með nýjan kylfusvein á pokanum hjá sér á OHL Classic at Mayakoba í þessari viku. Kuchar lék 1. hring á 1 yfir pari, 71 höggi á El Camaleon og er 7 höggum á eftir forystumanni mótsins. Eftir hringinn tilkynnti Kuchar að hann og vinur hans til fjölda ára kylfuberinn Lance Bennett væru hættir að starfa saman. Bennett missti konu sína mjög sviplega úr krabbameini – sjá eldri grein Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: „Þetta var erfið ákvörðun,“ sagði Kuchar. „Það er erfitt að segja Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 14:00
Evróputúrinn: Bjerregaard efstur í Kína e. 2. dag

Það er Daninn Lucas Bjerregaard, sem er efstur á BMW Masters í Kína, móti vikunnar á Evrópumótaröðinni. Hér má sjá kynningu Golf 1 á kauða SMELLIÐ HÉR: Bjerregaard er samtals búinn að spila á 12 undir pari, 132 höggum (66 66). Bjerregaard hefir 3 högga forystu á þá sem deila 2. sætinu forystumann gærdagsins Sergio Garcia frá Spáni og Thongchai Jaidee frá Thaílandi. Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW Masters SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 13:45
Lindey Vonn á forsíðu Health – Myndir

Lindsey Vonn er í nýjasta tölublaði tímaritsins Health. Hún prýðir m.a. forsíðu tímaritsins. Í blaðinu kemur m.a. fram að sambandsslitin við Tiger hafi haft í för með sér að hún hugsi betur um heilsuna og útlitið. Hér má sjá myndaseríu af Lindsey Vonn sem birtist í Health og finna má á síðu Daily Mail SMELLIÐ HÉR:
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 13:00
Flórídafarar varaðir við hundaæði í refum

Dýr eru nokkuð sem kylfingar rekast gjarnan á, á golfvöllum, bæði hér á Íslandi (og þá oftast fuglar) eða og þá sérstaklega þegar ferðast er til fjarlægari, suðlægari staða (allskyns framandi dýr) Golf 1 hefir á golfferðum sínum erlendis rekist á fjölmörg dýr – einna eftirminnilegastur er hanninn sem var sem fastastur á flöt einni þegar verið var að spila á Costa del Sol. Hreyfðist ekki og var bara illskeyttur þegar kylfingarnir nálguðust flötina og hakkaði í „eggin“ sem verið var að slá að honum! Golf 1 ákvað að birta grein úr Naples News, sem kynni að vera áhugaverð fyrir þá sem hyggja á golfferð til Flórída. Þar segir að Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 11:46
Afmæliskylfingur dagsins: Rögnvaldur Sigurðsson – 13. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Rögnvaldur A Sigurðsson. Hann er fæddur 13. nóvember 1965 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Rögnvaldur A Sigurðsson (50 ára – Innilega til hamingju með afmælið!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Robert Jay Sigel, 13. nóvember 1943 (72 ára); Marianna Fridjonsdottir, 13. nóvember 1953 (62 ára) Þuríður Bernódusdóttir, 13. nóvember 1954 (61 árs) Rosie Jones, 13. nóvember 1959 (56 ára); Arnþór Örlygsson, 13. nóvember 1970 (45 ára); Rafn Stefán Rafnsson 13. nóvember 1978 (37 ára); Sahra Hassan, 13. nóvember 1987 (28 ára); Golfklúbburinn Mostri, 13. nóvember 1984 (31 Lesa meira
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2015 | 08:00
PGA: 4 deila forystunni í Mexíkó – Myndskeið af hápunktum 1. dags

Það eru 4 kylfingar sem eru efstir og jafnir á OHL Classic at Mayakoba. Þetta eru þeir Justin Leonard, Shawn Stefani, Aaron Baddeley og Derek Felthauer. Þeir 4 léku allir á 6 undir pari, 65 höggum. Til þess að sjá hápunkta á OHL Mayakoba Classic SMELLIÐ HÉR: Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic að öðru leyti e. 1. hring SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

