Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Dagbjört og Orri – 16. nóvember 2015

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Dagbjört Kristín Bárðardóttir og Orri Heimisson. Dagbjört er fædd 16. nóvember 1975 og á því 40 ára stórafmæli í dag.  Orri hins vegar er fæddur 16. nóvember 1995 og á 20 ára afmæli í dag. Komast má á facebooksíður afmæliskylfinganna hér að neðan til þess að óska þeim til hamingju með afmælið hér að neðan: Dagbjört Kristín Bárðardóttir  – Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Orri Heimisson –  Innilega til hamingju með stórafmælið!!! Aðrir frægir kylfingar, sem eiga afmæli í dag eru: Betty Hicks, f. 16. nóvember 1920 – d. 20. febrúar 2011); Barabara Romack, 16. nóvember 1932 (83 ára); Salína Helgadóttir, GR, 16. nóvember 1958 (57 ára); Guðrún Björg Guðjónsdóttir, Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 15:00

Birgir Leifur fór upp um 10 sæti á lokaúrtökumótinu á 3. degi

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, fór upp um 10 sæti í dag – var T-125 en er nú T-115, sem er bæting, en alls taka 155 gríðarsterkir kylfingar, sem flestir hafa spilað á Evrópumótaröðinni þátt í úrtökumótinu. Birgir Leifur þarf að vera meðal efstu 25 til þess að hljóta sæti á Evrópumótaröðinni og þyrfti að ná upp 13 höggum eins og staðan er núna. Það gæti gerst ef baráttuviljinn og bjartsýnin er fyrir hendi; ef Birgir á geysigóða 3 lokahringi og hinum verður eitthvað á. Auðvitað má ekki hugsa svona, en við viljum sjá Birgi Leif áfram.  Málið er …. í þessari stöðu er allt mögulegt enn! Áfram Birgir Leifur!!! Til Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 14:00

44 fyndnustu augnablik golfsins (43/44)

E.B. White skrifaði eitt sinn: „Að skilgreina húmor er eins og að kryfja frosk. Fáir hafa áhuga á því og froskurinn deyr.” Þannig að finna 44 fyndnustu golfmómentin getur auðvitað ekki verið annað en nálgun byggð á húmor einhvers, sem öðrum finnst e.t.v. lélegur – málið er bara að ef nógu mörg atriði eru týnd til þá hlýtur að mega finna 1 eða 2 atriði sem e.t.v. má brosa að …. og þá er tilganginum náð. Hér hafa fréttamenn Golf Digest varið miklum tíma og hláturköstum í að rifja upp fyndin móment í golfinu. Verði ykkur að góðu og vonandi finnið þið eitthvað sem ykkur þykir fyndið næsta 1 1/2 Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 12:00

Hver er kylfingurinn: Kristoffer Broberg?

Kristoffer Broberg sigraði sunnudaginn 15. nóvember 2015 á BMW Masters á Lake Malaren golfvellinum í Shanghaí í Kína.  Þetta var fyrsti sigur hins 29 ára Svía. Kristoffer Broberg fæddist 1. ágúst 1986 í Stokkhólmi í Svíþjóð og á því sama afmælisdag og t.a.m. Nökkvi Gunnarsson, NK. Broberg hóf atvinnumannsferil sinn á Nordic League, þar sem hann sigraði í 4 mótum á árunum 2011 og 2012.   Hann hóf einnig að spila á Challenge Tour árið 2012. Hann sigraði á 2. mótinu sem hann spilaði í the Finnish Challenge, 5. ágúst það ár. Hann sigraði aftur vikuna þar á eftir á the Norwegian Challenge. Broberg vann síðan 3. skiptið þann mánuðinn áthe Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 01:10

PGA: Sjáið örn Bohn!

Bandaríski kylfingurinn Jason Bohn átti glæsiörn á 4. hring OHL Classic at Mayakoba, móti vikunnar á PGA. Högg Bohn var valið högg sunnudagsins í OHL Classic mótinu. Sjá má örn Bohn með því að SMELLA HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 01:00

PGA: GMac og Knox efstir – lokahringnum frestað vegna myrkurs

OHL Classic að Mayakoba móti PGA mótaraðarinnar var frestað vegna myrkurs. Mótinu verður lokið á morgun. Sem stendur eru það Norður-Írinn Graeme McDowell (GMac) og Skotinn Russell Knox, sem deila forystuna. Báðir eru þeir búnir að spila á 19 undir pari, 200 höggum; GMac er á 13 holu en Knox á þeirri 12. Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:45

Afmæliskylfingur dagsins: Ottó Sigurðsson – 15. nóvember 2015

Afmæliskylfingur dagsins er Ottó Sigurðsson. Ottó er fæddur 15. nóvember 1979 og er því 36 ára í dag. Ottó er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann hefir æft golf frá árinu 1993, þ.e. frá 14 ára aldri. Hann var m.a. skráður í PGA á Íslandi og því atvinnumaður í golfi 2007-2009. Hann hefir staðið sig geysivel í fjölmörgum opnum mótum og mætti sem dæmi nefna glæsilegan sigur hans í ZO-ON mótinu 19. júní 2010, þegar hann spilaði Hvaleyrina á -5 undir pari, 66 höggum. Aðeins 3 vikum áður sigraði Ottó höggleikinn á Vormóti Hafnarfjarðar og svo mætti sem dæmi nefna sigur hans á 1. maí móti GHR 2008. Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:30

Birgir Leifur bætti sig á 2. hring í lokaúrtökumótinu

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er búinn að leika fyrstu tvo hringina á  lokaúrtökumóti fyrir Evrópumótaröðina á 4 yfir pari, 146 höggum (74 72) og á smá verk fyrir höndum ætli hann sér að vera meðal efstu 25 sem hljóta kortið sitt á Evrópumótaröðinni keppnistímabilið 2015-2016. Birgir Leifur er sem stendur T-125 þ.e. jafn 9 öðrum sem eru á sama skori og hann. Þess ber að geta að þetta er gríðarsterkt úrtökumót og margir strákanna sem þar keppa hafa verið á Evrópumótaröðinni áður. Efstir sem stendur eru Ítalinn Fillipo Bergamaschi og Austurríkismaðurinn Lucas Nemecz; báðir búnir að spila á 10 undir pari, hvor. Sjá má stöðuna á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina með Lesa meira


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:20

LPGA: Inbee sigraði á Lorena Ochoa mótinu – 5. sigurinn í ár!!!

Inbee Park frá Suður-Kóreu sigraði í 5. sinn á Lorena Ochoa mótinu í Mexíkó í gær. Þetta var 5. sigur Inbee á LPGA á árinu og 17. sigur hennar á ferlinum. Inbee lék samtals á 18 undir pari og átti 3 högg á þá sem næst kom en það var Solheim Cup stjarnan spænska Carlota Ciganda, sem lék á samtals 15 undir pari. Í 3. sæti varð Sei Young Kim og í 4. sæti So Yeon Ryu, báðar frá Suður-Kóreu.  Japanska stúlkan Sakura Yokomine hafnaði síðan í 5. sæti. Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa mótinu SMELLIÐ HÉR: 


Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2015 | 00:05

Evróputúrinn: Broberg sigraði í Kína

Það var Svíinn Kristoffer Broberg sem bar sigur af hólmi í bráðabana við Bandaríkjamanninn Patrick Reed á BMW Masters. Báðir voru þeir búnir að spila hefðbundnar 72 holurnar á 17 undir pari, 271 höggi. Það var því par-4 18. holan sem spiluð var í bráðabana á Lake Malaren golfvellinum þar sem mótið fór fram og þar sigraði Broberg þegar á 1. holu með fugl meðan Reed var á pari. Hann er því orðinn að milljónamæringi á þessum eina sigri en fyrir hann hlaut Broberg € 1,070,334 eða u.þ.v. 143 milljóna íslenskra króna. Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Masters SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á BMW Masters Lesa meira